Dagur - 03.02.2001, Síða 6

Dagur - 03.02.2001, Síða 6
30 - I.AVGARDAGVR 3. FEBRÚAR 2001 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundssón Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is>augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-1615 Ámundí Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6191 Valdemar Valdemarsson Símbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (REYKJAvíK) Ný staða í kúamálmii í fyrsta lagi Ljóst má nú telja að fulltniaráðsfundur Landssambands kúabænda, sem haldimi veröur eftir helgi, muni taka þá ákvörðun að fresta um skeið innflutningi á fósturvísum úr norskum kúm. Fram kemur í við- tali við Þórólf Sveinsson, formami Landssambands kúabænda, í Degi í gær að tvær spumingar brenni nú á kúabændum í kjöKar hinnar miklu umræðu sem verið hefur um kúariðu að undanfömu. Annars vegar hvort fresta eigi til lengri tíma fósturvísaverkefninu og hins veg- ar hvort ekki sé ástæða til að kanna baklandiö meðal bænda á ný, með ahnennri atkvæðagreiðslu. í öðru lagi Báðar þessar spumingar era mikilvægar, ekki bara kúabændum, held- ur bændastéttinni í heild og íslenskum landbúnaði. Og það er mikil- vægt að spumingunum sé báðum svarað jákvætt, þ.e. að verkefninu verði frestað og að almenn atkvæðagreiðsla fari fram á ný. Kúariðan í Evrópu hefur einfaldlega umtumað allri landbúnaðaramræðu og breytt í grandvallaratriðum forsendum hemiar. Þær ákvarðanir sem teknar vom fýrir nokkrum misseram á grundvelli þeirra upplýsinga sem þá lágu fýrir, eiga einfaldlega ekki við í dag með sama hætti. Sinnaskipti landbúnaðarráðherra í málinu sýna einmitt raunsætt mat á þessu breytta umhverfi. í þriðja lagi Það er langt síðan almenningur á íslandi hefur litið til íslensks land- búnaðar með jafn miklum velvilja og nú. Jafnvel hörðustu andstæð- ingar innflutningshafta og vemdar vildu nú Lilju kveðið hafa. Þetta þurfa bændur að notafæra sér og gæta að þvi spilla ekki sóknarfæmm, þegar þau loksins koma. ímynd hreinleika, hollustu og sjúkdómaleys- is mun reynast margfalt þyngri á vogaskálunum, en það hvort hægt er að ná mjólkurdropanum meira eða minna út úr hverri kú. Birgir Guðmundsson. Yffrstéttadómarar Garri er mikill lýðræðissinni. Og jiar af leiðandi mjög á móti kon- ungdæmum og lénsveldum, sem voru allsráöandi í heiminum um aldir og eru reyndar enn við lýði víða. Höfuðkostur lýðræðisins að mati Garra er sá að innan þess eru það hæfileikar og mannkostir sem ráða því hvort menn komast til mannvirðinga og valda, en ekki erfðir og ættar- tengsl af ýmsu tagi. A þessu eru reyndar undan- tekningar, sam- anber það að í mesta lýðræðis- ríki veraldar, (að mati heima- manna þar), Bandaríkjunum, er nú Bush tek- inn við af Bush í forsetastóli. Og reyndar munaði minnstu að Kennedy tæki við af Kennedy og svo framvegis um árið, sem ekki varð svo af óviðráðanlegum or- sökum. Það eru sem sé brotalamir á lýðræðinu víða í henni veröld. En sem betur fer ekki á Islandi. Þar eru engin ættarveldi lengur sem öllu ráða mann fram af manni, Thoroddsenar, Thorsar- ar, Hafsteinar, Thorarensenar, Stephensenar og hvað þær nú hétu ættirnar, sem stjórnuðu landinu í denn. Sem sannfærð- ur Sjálfstæðismaður er Garri sem sé þeirrar skoðunar að það sé einstaklingurinn og hans eig- ið framtak sem skiptir máli, ekki uppruni hans eða hve digra sjóði hann hefur þegið í arf frá for- feðrum. Ættgöfgistefiaan Garri var að lýsa þessari skoðun sinni fyrir einhverjum kverúlanti úr kunningjahópnum á dögun- um og var giska stoltur af hinni fullkomnu íslensku lýðræðis- hefð, þar sem allir væru jafnir og engin ætt lengur annarri fín- ni. Kunningi Garra glotti kalt og sagði: „Lestu umfjöllunina um hæstarréttardómarana í blöðun- um í vikunni og rýndu í nöfnin og nöfn þcirra nánustu." Svo Garri varð sér úti um DV og Dag. Og sá strax að honum hafði skjöplast hrapalega í þessu máli. I Hæstarétti situr sem sé Pét- ur Hafstein og er einnig af ætt Thorsara. Þar er líka Gunnlaugur Claessen. Og sömuleiðis dóm- arinn Árni sem er kvæntur Sigríði Thorlacius. Og ennfremur Guðrún sem er gift Erni Clausen. Og Haraldur sem á konuna Elísabetu Hjaltalín. Og enn má nefna dómarann Markús, sem er kvæntur Björgu Thorarensen. Hinir dómararnir, sem ekki bera ættgöfgina utan á sér í viðskeyttum ættarnöfnum, eru líka flestir af voldugu fjár- mála- og valdaslekti Sjálfstæðis- flokksins. Eða eins og það er orðað í Degi: Holdgervingar gömlu ættarveldanna. Bara Jón Jónsson Manni fer nú bara að þykja vænt um óbreytta almúgamenn á borð við Davíð Oddsson, Stein- grím J. Sigfússon og Ólaf Ragn- ar Grímsson, sem hafa komist áfram af eigin rammleik og verð- leikum. Og sanna um leið að það er ennþá smuga að komast til mannvirðinga á íslandi án þess að eiga volduga að. Þannig að Garri á enn smá sjens, þó hann sé hvorki Haf- stein né Claessen heldur bara réttur og sléttur Jón Jónsson. - GARRI ODDTJR ÓLAFSSON SKRIFAR Að áliti borgarstjórnar Reykjavikur er menningariðja hafnsækin starf- semi. Lista- og bókasöfnum borg- arinnar er nú hrúgað inn í pakkhús gömlu hafnarinnar og hugmyndir eru uppi um að tónlistarhöllim mikla eigi að rísa ofan á enn einu pakkhúsinu, gott ef ekki glæsilegt ráðstefnuhótel líka. Samkvæmt lögum um nýjan listaháskóla var ráðinn rektor. Annað tveggja hefur honum verið veitt einræðisvald um að staðsetja og reisa nýjar háskólabygginar, eða hann hefur tekið sér það, eins og Napóleon hirti Frakkland um árið og krýndi sjálfan sig. Rektorinn harðneitar að fara með skóla sína í pylsugerðina í Laugarnesi, sem ríkið keypti fyrir stórfé til að hylma yfir með fábján- um, sem ráku allt á hausinn sem þeir komu nálægt. Standa nú gímöldin ónotuð á kostnað skatt- borgaranna og rektorinn með ein- ræðisvaldið híustar hvorki á bænir Leitað langt yfir skammt né skipanir um að láta innrétta þar háskóla Ieiklistar, tónlistar eða myndlistar. Hann heimtar þríeinan háskóla í Miðbæinn, enda sé listaháskóla- rekstur miðbæjarsæk- in starfsemi. Lífið ekki lengur fiskur Borgarstjórn veit ekk- ert hvaðan á sig stend- ur veðrið og í lóða- kreppu Miðbæjarins grípur hún tlumósa til þess ráðs, að bjóða Klambratún undir skól- ana. Mun nú heijast mikil rimma um hvort spilla eigi véltækum tún- um með húsbyggingum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sér nú leik á borði og býður bryggjurn- ar í höfninni undir listaháskóla. Hún veit sem er að fagrar listir og kennsla í þeim greinum er bæði miðbæjar- og hafnsækin starfsemi að áliti rektors og liggur því beint við að láta gömlu bryggjurnar und- ir vaxtarbrodda menningarinnar, enda er lífið í Hafnarfirði löngu hætt að vera fiskur. Einn er staður mið- svæðis sem aldrei má minnast á að nýta. Það Þar trónir Perlan, einhver íjölsótt;isti staður á Is- landi. Þar er keilu- spilahús og víðáttu- mikil bensínstöð. Þar að auki eru í hlíðinni mikil og ónotuð landflæmi, und- urfagrar lóðir undir menningar- starfsemi af öllu tagi. Þar er ákjós- anlegt að reisa listasöfn, listahá- skóla, tónleikahöll og ráðstefnu- hótel mundi sóma sér þar vel Iíka. Ónæðið minna Onæði af flugumferð er miklu minni í Öskjuhlíðinni en í Mið- bænum, svo undarlega sem það kann að hljóma. Undirritaður heldur þessu fram af eigin reynslu, hefur enda átt margar ánægju- stundir og rölt um fáfarna Öskju- hlíð þvera og endilaga. Menning- arhús munu aðeins auka á ágæti hlíðarinnar og enn fleiri njóta þess að koma þar og dvelja. Það er öldungis óþarfi að blanda flugvallardeilunni í umræðum um notagildi Öskjuhlíðar og byggðar þar. Þar má vel reisa listaháskóla og tónlistarhöll þótt flugbrautirnar séu endurnýjaðar í Vatnsmýrinni og á Skildinganesi. Með því að nýta Öskjuhlíðina má að nokkru bæta fyrir þær hremmingar sem vaxandi borg varð fyrir þegar bresk hernaðaryfir- völd völdu stæði undir herflugvöll, þar sem eðlilegt var að miðborgar- kjarni þróaðist. Hagkvæmni hers- ins miðaðist við nálægð við Reykja- víkurhöfn og hentug lendingarskil- yrði fyrir sjóflugvélar á Fossvogi. Voru byggðar bryggjur og brautir til að taka þau tæki á Iand. er Öskjuhlíðin. Perlan sem trónir á Öskjuhlíð er einn fjöl- sóttasti staður /andins. Ertu sammála vali á þeim bókum semfengu íslensku bókmennta- verSlaunin? (íslensku bókmenntaveið- launin voru afhent ífyrra- dag. Gula húsið eftir GyrðiEl- íassonfékk veÆaunin íflok- kifagurbókmennta ogHá- lendið í náttúru íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson.) Amaldurlndriðason rithöfiindur „Bók Gyrðis er mjög vel skrifuð og fallega samin. Hann er því vel að þessu verð- launum kominn í flokki fagur- bókmennta. Sama má segja um Guðmund Pál Ólafsson, sem hefur unnið stórvirki með nátt- úrubókum sínum. Þó verð ég að segja að mér fannst braggasaga Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings feikilega góð bók og mikið innlegg sögu 20. aldar- innar. Og hefði því ekki þótt verra þó hún fengið verðlaunin." Hrafn Jökulsson blaðamaðnr. „Eg þekki fæstar bækurnar í flokki fræðirita, en Guðmundur Páll Ólafsson á þetta ugglaust skilið. Það var mjög ánægjulegt að Gyrðir Elfas- son skyldi loksins fá verðlaunin. Hann er um margt vandaðasta og óvenjulegasta skáld kynslóðar sinnar. Eg hygg að flestir hljóti að vera harla glaðir fyrir hönd Gyrðis með þessi verðlaun." Gunnar Stefánsson bókmenntajTæðingur og útvarpsmaðnr. „Ég hef gluggað í þessa nýjustu bók Gyrðis, Gula húsið, og þekki jafnframt fyrri bækur hans °g hygg því að hann sé mjög vel að þessum verð- launum kominn. Hann er einn af okkar bestu fagurbókmennta- höfundum þessi árin. Þá finnst mér mjög eðlilegt að veita Guð- mundi Páli Ólafssyni verðlaun fyrir Hálendið í náttúru Islands. Það sem ég hef skoðað bækur hans um nátlúru landsins eru þær mjög fróðlegar og fallegar - og stuðla að meiri vitund um náttúru landsins." Guðrún Helgasdóttir ritliöfiindiir. „Mér fannst þetta afskaplega maklegt og báðir höfundur mjög vel að verðlaun- unum komnir. Ég geri ráð fyrir því að valið hafi verið erfitt, því óvenjulega mörg góð verk voru tilnefnd að þessu sinni. Bók Gyrðis finnst mér afar vel skrifuð og þá er Guðmundur Páll ekki síðri."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.