Dagur - 03.02.2001, Qupperneq 10

Dagur - 03.02.2001, Qupperneq 10
34-LAUGARDAGUR 3. FF.BRÚAR 2001 ÞJÓÐMÁL Skammta fólki mannréttmdi „Ljóst er aö ríkisstjórnin braut ekki bara gegn alþjóðasáttmálum, jafnréttislögum, lögum um málefni fatlaðra og stjórnarskránni 1998, þegar lögfest var að tengja lífeyri við tekjur maka, heldur var líka vegið harkalega að hjóna- bandinu, “ segir greinarhöfundur. JÓHANNA SIGURÐAR DOTTIR ALÞINGISMAÐUR - Jr SKRIFAR Árið 1995 var bundið í stjómar- skránna með afar skýrum hætti ákvæði um jafnræði og mannrétt- indi, senr stuðla átti að því að fólk gæti lifað með fullri reisn, og það gæti átt fyrir nauðþurftum þrátt fyrir sjúkdóma, fötlun eða erfiðar aðstæður. Þctta stjórnarskrárá- kvæði átti að koma í veg lvrir að stjórnvöld geti ráðskast með fólk og skammtað þeim mannréttindi að eigin geðþótta. Mannréttindaákvæðin 1995 vendipunktur Jafnrétti og mannréttindi, fékk með þessu stjórnarskrárákvæði nýtt inn- tak og voru sérstaklega viðurkennd sem undirstöðuþættir íslensk lýð- ræðisþjóðfélags, sem tn'ggja átti að fylgdu öllum frá vöggu til grafar, en ákvæðið á sér einnig rót í alþjóðleg- um mannréttindasamningum sem ísland hefur undirgengist. Þessu til stuðnings má nefna að Sigurður Líndal lagaprófessor hefur sagt að ekki sé einsýnt að Hæstiréttur hefði fellt sama dóm ef ákvæði al- mannatryggingalaga í öryrkja- dómnum hefði komið til kasta dómsstóla fyrir brevtingu stjórnar- skrárinnar árið 1995. Sjálfstæður framfærsluréttur Oryrkjum var með dómsniður- stöðu Hæstaréttar í öryrkjamálinu tryggður sjálfstæður persónubund- inn stjónrarskrárvarinn réttur vegna framfærslu, sem tryggir hvetjum einstaklingi ákveðin lág- marksréttindi sem miðuð er við hann sem einstakling. Gera verður skýran greinarmun á þessum per- sónubundna stjórnarskrárvarða rétti til Iágmarksframfærslu og öðrum tekjutengingum sem eiga fullan rétt á sér og blanda honum ekki saman við tekjutengingar al- mennt eins og í skatta- og bóta- kerfinu. ,, Sigur jafnréttisbaxáttunnax Ollum ætti nú að vera ljóst - líka ríkisstjórninni að það gengur gegn jafnræðis- og mannréttindaákvæð- um stjórnarskrárinnar að gera ör- yrkja háðan maka sínum fjárhags- lega, en dómsniðurstaða Háesta- réttar í öryrkjamálin hvíldi mjög á þessum ákvæðum stjórnarskrár- innar. jafnframt vísaði Hæstiréttur í sínurn dómsforsendum sérstak- lega til laga unt jafnrétti kynjanna, sem rökstuðning fyrir þeirri aðal- regíu íslensks réttar að réttur ein- staklinga til greiðslna úr opinber- um sjóðum skuli vera án tillit til tekna maka. Dómurinn er því ekki síst sigur mannréttinda og jafn- réttis kynjanna, en nú liggur lý'rir að 660 konur fengu viðurkenndan rétt sinn og 16 karlar. Vegið að hjónabandinu Ljóst er að ríkisstjórnin braut ekki bara gegn alþjóðasáttmálum, jafn- réttislögum, lögum um málefni fatlaðra og stjórnarskránni 1998, þegar lögfest var að tengja lífeyri við tekjur maka, heldur var líka vegið harkalega að hjónabandinu. Hinn vaski formaður Oryrkja- bandalagsins Garðar Sverrisson hefur einmitt sagt opinherlega að „Gera verður skýran greinarmim á per- sónubimdnum stjóm- arskrárvörðum rétti til lágmarksfram- færslu og öðrum tekjutengingum sem eiga fullan rétt á sér.“ margir öryrkjar geti nú loks gift sig. Ríkisstjórnin braut einmitt gegn ályktun Alþingis frá 1997 um mótun opinberrar fjölskyldustefnu sem kveður á um að virða grund- vallarrétt fatlaðra til fjölskyldu- stofnunar, heimilis og virkar þátt- töku í samfélaginu. Fjáxhagslegt sjálfstæði öxyxkjans Þeim sem hera lyrir sig gagn- kvæma framfærsluskyldu hjóna, til að réttlæta tengingu lífeyris við tekjur maka verður að vera ljóst að nauðsynlegt er að gera öryrkjanum kleift að uppfylla þessar fram- færsluskyldur sjállur ef hann gengur í hjónaband. Lögin frá 1998 sem dæmdu að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnarskránna og þar með mannréttindi á öryrkjum, skertu einmitt syo lágmarksfram- færslumöguleika örvrkja að hon- um var ómögulegt að uppfylla skil- yrði hjúskaparlaga. Þannig gat ör- yrki fyrir giftingu haft sér til fram- færslu lífeyri sem nam 73 þúsund krónum en ef hann gelik í hjón- band þá gat eigin framfærslueyri hans hrapað niður í 18 þúsund krónur. Þannig missti öryrkinn íjárhagslegt sjálfstæði sitt við það eitt að ganga í hjónaband. Ef tekj-. ur maka hefði ekki skert lífeyri hans héldi hann hins vegar sjálfur 51 þúsund krónum þó hann gengi í hjónband. Þennan lífeyri hefur ríkisstjórnin nú skert í 43 þúsund krónur. Geðþóttaákvöxðun xéði Lögfræðinganefnd forsætisráð- herra, sem sjálfir lepja varla dauð- ann úr skel, töklu að 51 þúsund krónur væru greinilega ívið of mik- ill lífevri fyrir önTkjann. Þannig bjó lögfræðinganefndin að eigin geðþótta til (ramfærslumark sem hún taldi duga öryrkjanum og Iækkaði tekjutrygginguna um 7-8 þúsund krónur. Hvergi er að finna eins lágt framfærsluviðmið, en bæði atvinnulevsisbætur og og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er mun hærri og er þó vitað að fötlun hefur veruleg útgjöld í för með sér. Athyglisvert er að Sigurður Líndal prófessor hefur túlkað mannrétt- indaákvæðin í stjórnarskránni með þeim hætti að þau tryggðu einhver tiltekin lágmarkskjör, sem yrðu þá væntanlega miðuð \dð það sem tíðkast í hlutaðeigandi samfélagi, eins og hann orðaði það. Langt er frá að lögfræðinganefnd forsætis- ráðherra hafi lagt slík sjónarmið til grundvallar, enda liggur beinast við að ætla að geðþóttaákvörðun þeirra hafi þar ráðið ferðinni. Engin stjórnarliði gat fært rök fyrir þessari geðþóttarákvörðun. Ætla má að tveir stjórnarliðar hafi komist nálægt hvað vakti f\'rir rík- isstjórninni þegar þeir sögðu í ræðustól á Alþingi að með því að greiða fulla tekjutrvggingu óháða tekjum maka væri verið að viður- kenna að tcnging við tekjur niaka væri ólögleg, - sjálfsagt til að gera öðrum eins og öldruðum erfiðara að sækja rétt sinn. Skammii á alþjóöavettvangi I lokin er rétt að halda til haga að ríkisstjórnin hefur fengið skammir á alþjóðavettvangi vegna bágra kjara öryrkja. Þannig kom fram í skýrslu nefndar frá maí 1999, sem eftirlit hefur með framkvæmd sátt- mála Sameinuðu þjóðanna, að mælst er til þess að íslenska ríkið rannsaki gaumgæfilega bága fjár- hagsstöðu tiltekinna hópa fólks, þar á meðal öiyrkja með það fyrir augum að rétta hag þeirra. Þróun stj órnskipimar á íslandi og Noröurlöndum 4gúst þór ARNASON SEM VINNUR AÐ SAMAN- BURÐARRANNSÓKNUM A STJÓRNARSKRÁM NORÐ- URLANDA OG ÞÝSKA- LANDS SKRIFAR Undanfarið hefur að gefnu tilefni verið mikið rætt um stjórnskipun- armál lýðveldisins. I umræðunni hefur berlega komið fram að veigamiklir þættir stjórnarskrár- innar eru óljósari en við verður unað. Þessi óskýrleiki er þó að nokkru leyti eðlilegur þar sem um grundvallarreglur er að ræða ramma réttarkerfisins. Hins veg- ar stafar hann einnig af framtaks- leysi stjórnarskrárgjafans sem enn hefur ekki komið því í verk að efna fyrirheit alþingis um samningu alíslenskrar stjórnar- skrár auk þess sem nauðsynlegar rannsóknir á grundvallarhugtök- um stjórnskipunarinnar skortir. ísland á það sameiginlegt mcð hinum Norðurlöndunum að vel- ferðarstig samfélagsins hefur aukist nokkuð jafnt og þétt allt frá Iokum seinni heimsstyrjaldar- innar og er í dag með því hæsta sem þekkist. Viðurkennt er að mannréttindi eru sjaldnar brotin á fólki í þessum löndum en víðast hvar annars staðar. Hvoru tveggja hefur eflaust átt sinn þátt í ákveðinni íhaldssemi í stjórnar- skrármálum og viljaleysi til að hrófla við grónum grundvelli stjórnskipunar. Þó hefur verið nokliur hreyfing á þessum mál- um undanfarin ár og hafa Islend- ingar og Finnar verið þar í farar- broddi. íslendingar með endur- skoðun mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar árið 1995. Finnar með því að setja sér nýja stjórnarskrá sem gekk í gildi í byrjun ársins 2000. Þeir höfðu þá nokkrum árum áður verið búnir að samþykkja mannrétt- indakafla sem varð hluti nýju stjórnarskrárinnar. I Danmörku hefur verið lífleg umræða um- stjórnarskrána (Grundloven) undanfarin ár þrátt fyrir að nær vonlaust sé að ná fram breyting- um á texta hennar. Kveikja um- ræðunnar voru deilur um aðild Dana að Maastrichtsamkomu- lagi ESB og nokkrir óvenjulegir hæstaréttardómar. Þrátt fyrir ólíka stöðu þessara mála í lönd- unum fjórum eiga þau það sam- eiginlegt að stjórnarskrár þeirra njóta mikillar virðingar þótt ekki séu allir á eitt sáttir um ágæti einstakra ákvæða eða túlkunar þeirra. Þessu er öðruvísi farið í Svíþjóð því þrátt fyrir gagngera endurskoðun á stjórnarskránni fyrir aldarfjórðungi hefur hún ekki náð að skipa þann sess sem „Þau atriði sem mest hafa verið til umræðu á Norðurlöndunum utau íslands eru end- urskoðuuarvald æðstu dómstóla, vemd mauuréttiuda og breytingar á jafn- vægi milli stofnaua hins þrískipta ríkis- valds.“ stjómarskrár hinna Norðurland- anna hafa hver í sínu landi. Norðmenn, sem eiga næst elstu virku stjórnarskrá veraldar, hafa farið sér hægar og valið aðrar leiðir en Islendingar og Finnar. Sama ár og alþingi samþykkti þingsályktun urn endurskoðun mannréttindaákvæða stjórnar- skrár lýðveldsins samþykkti norska stórþingið nýtt stjórnar- skrárákvæði (110 c) en sam- kvæmt því er yfirvöldum gert að virða og tryggja mannréttindi. Frekari ákvæði þar að lútandi skal svo setja með almennum lögum. Þau atriði sem mest hafa verið til umræðu á Norðurlöndunum utan Islands eru endurskoðunar- vald æðstu dómstóla, vernd mannréttinda og breytingar á jafnvægi milli stofnana hins þrí- skipta ríkisvalds. Fræðimenn hafa, í þessu samhengi, einkum beint sjónum að stöðu löggjafar- þinga í stjórnskipan ríkja og þá sérstaklega í tengslum við sam- runaferlið í Evrópu. Eg vil vekja athygli á því, að í þeim tilgangi að kynna afrakstur þessarar um- ræðu fyrir íslendingum heldur Félag stjórnmálafræðinga og LögfræðiAkademían ráðstefnu, laugardaginn 3. febrúar, undir yf- irskriftinni „Hvert stefnir valdið? - Staða þjóðþinga og frarn- kvæmdavalds á Norðurlöndum", þar sem valinkunnir sérfræðingar frá Danmörku, Islandi, Norcgi, Svíþjóð munu fjalla ítarlega um málið. Tilgangur ráðstefnunnar er meðal annars sá að ýta undir hnitmiðaða umræðu um stöðu og framtíð grundvallarstofnana lýðveldisins um leið og lagt verð- ur mat á þróun stjórnskipunar hér á landi í samanburði við það sem gerst hefur á hinum Norður- Iöndunum. Leitað verður svara við spurningunni um það hvort orðið hafi afgerandi breyting að undanförnu á jafnvægi valda- stofnana ríkisins og ef svo er þá hvert valdið stefni? Færist það frá löggjafarþingunum til fram- kvæmdavaldsins? Stefnir það frá innlendum stjórnvöldum til yfir- þjóðlegra stofnanna? Eða hvoru tveggja. Fleiri spurningum verð- ur velt upp eins og þeirri hvert er raunverulegt vald löggjafarþinga Norðurlanda? Hvað einkennir lýðræðislega stjórnskipan vel- ferðarríkisins? Ríkir frekar llokksræði en þingræði á Norð- urlöndum? Hvaða áhrif hefur þátttakan í EES og ESB haft á þessa þætti? Ollu áhugafólld um stjórnskip- un, stjórnarhætti og stjórnarskrár ætti að vera fengur að faglegri umræðu um þessi mál og vona aðstandendur ráðstefnunnar að hún megi verða upphaf lrekari umfjöllunnar um grundvöll og takmörk ríkisvaldsins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.