Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 2
26 -LAUGARDAGUR 3 . MARS 2 00 1
M
FRETTIR
Asmimdarstaðabræður
berjast mn rHddæmið
Hænsna- og svínabúskapur hefur verið aðalsmerki bræðranna.
Eiim Ásmundarstaða-
bræðra stefnir tveim-
ur bræðrum síniun.
ViII fá siim hlut aftur
eða meira en hálfan
milljarð greiddan.
Segir bræður sína hafa
skipt með sér 342
miUjónum með bluta-
bréfafiffi 1997.
Einn svonefndra Asmundar-
staðabræðra, Jón Jóhannsson,
hefur stefnt hræðrum sínum
Gunnari og Sigurði og gerir kröfu
til mikilla fjármuna úr þeirra
höndum vegna ókláraðs uppgjörs,
sem rætur á að rekja allt til ársins
1990. Jón gerir að aðalkröfu að
samkomulagi frá 1991 verði rift
og hann fái aftur sinn hlut í
hlutafélögum bræðranna, en til
vara krefur hann bræður sína um
536.506.419 krónur ásamt drátt-
arvöxtum - yfir hálfan milljarð
króna.
Stefnan var lögð fyrir Héraðs-
dóm Suðurlands í janúar og er
lýsing málsatvika æði skrautleg,
þar sem Jón heldur því fram að
þeir hræður hans, aðallega þó
Gunnar, hafi blekkt sig 1990, á
tímabili sem hann var þunglynd-
ur og kvíðafullur. Taldi hann sig
vera að skrifa undir ákveðinn
framkvæmdaþátt á uppgjöri milli
bræðranna en að lokauppgjör
færi síðar fram. Bræður hans hafi
hins vegar talið um lokauppgjör
að ræða og sinnt í engu óskum
Jóns um árabil um lokauppgjör.
Að lokum hafi Jón séð sig knúinn
til að stefna hræðrum sínum.
Fjölskylduerjur í yfir áratug
Þeir bræður stofnuðu til búskap-
ar að Asmundarstöðum 1970 og
urðu brátt stöndugir með bæði
hænsna- og svínabúskap, ásamt
slátrun. Aðalfyrirtækið var Holta-
búið, en mikilvægur hlutur lá síð-
ar í Fóðurblöndunni. Allt lék í
lyndi lengi og samkomulag milli
bræðranna um fullkomið launa-
jafnræði. 1986 seldu þeir Holta-
búið til Reykjagarðs hf. Upp úr
þessu þótti Jóni sem Gunnar og
Sigurður mynduðu bandalag
gegn sér og árið 1990 ákvað hann
að ganga úr samstarfi við bræður
sína. Var þá undirritað fyrrnefnt
samkomulag 1991 (afsal), sem
Jón vill nú fá rift.
Jón lýsir því svo í stefnu að all-
an tíunda áratuginn hafi árang-
urslaust verið reynt að Ieysa deil-
ur bræðranna innan fjölskyld-
unnar. Jafnframt er ljóst að Jón
telur að einkum Gunnar hafi
leynt sig upplýsingum um fjármál
fý'rirtækjanna og enn fremur má
af stefnunni ráða að a.m.k.
Gunnar hafi uppskorið ríkulega,
en Jón hlutfallslega lítið.
Endurbætur og ökutæki fyrir
offjár
Árið 1997 var hlutafé í Holtabú-
inu hækkað og lækkað samdæg-
urs og segir Jón að þá hafi hinir
bræðurnir skipt með sér 344
milljónum króna. Jón heldur því
fram að 1998 hafi hann gengið á
fund bræðra sinna og þá hafi þeir
sagt að allar kröfur hans á hend-
ur þeim væru fyrndar og þeir
skulduðu honum því ekki neitt.
Haustið 1999 hafi Gunnar og rit-
að sér bréf sem „hafi haft á sig
djúpstæð áhrif".
Jón lætur þung orð falla til
Gunnars bróður síns og segir
meðal annars í stefnunni: „... per-
sónuleg umsvif [Gunnars] fyrir
uppskiptin hafi verið mun meiri
en [Jóns], svo sem kaup á jörð-
inni Arbæ... og milljóna uppbygg-
ing þar, ásamt kaupum hans á
fasteign í Seljugerði í Reykjavík
og síðar í Háuhlíð 16, sem hann
endurbætti fyrir offjár, ásamt
milljóna fjárfestingum í ökutækj-
um fyrir alla fjölskylduna". Bend-
ir Jón jafnframt á að fjármuna-
lega velgengni sína eigi bræður
sínir búvöruframleiðslu Holta-
búsins að þakka - og henni hafi
hann, Jón, stýrt. - FÞG
Olaíur Orn
í fundaferð
„Já ég hef
fengið mjög
fínar undir-
tektir og er
sjálfur í fínu
formi til að
taka þennan
slag. Ætli
það megi
ekki segja
að ég sé
með nóg
adrenalín í
æðunum
þessa dagana,“ sagði Olafur Orn
Haraldsson alþingismaður og
frambjóðandi til varafor-
mennsku í Framsóknarflokkn-
um í gær.
Ólafur er á fundaferð um
landið þar sem hann leitast við
að hitta sem flesta framsóknar-
menn. Hann segir að sér þyki
tilhlýðilegt að fólk fái að kynnast
þeim sem bjóða sig fram til
ábvrgðarstarfa í Framsóknar-
Ilokknum. Allir hafa tekið er-
indi mínu vel og leggja töluvert
á sig til þess að af fundunum
geti orðið. Fyrir þessar góðu
móttökur er ég þakklátur og
vona að fundirnir verði til þess
að efla Framsóknarflokkinn á
allan hátt." 1 gær var Olafur á
Sauðárkróki og verður í dag kl
1 1:00 með fund á Akureyri. A
sunnudag verður hann f Stykkis-
hólmi og Grundarfirði og á
mánudag í Olafsvík. Þaðan fer
hann svo austur um land, en
endar síðan í Reykjavík og
Rey'kjanesi.
Um 110.000 króna
fjárfesting á bam
Menntun barnanna kostar skildinginn en þeim peningum er oftar en ekki
vel varið.
Rekstrarkostnaður
gnumskóla Reykjavík-
ui’ ásamt framlögum
vegua framkvæmda og
búnaðarkaupa nema
nær hálfri milljón á.
hvem nemanda á
þessu ári.
Áætlað er að verja 1.490 milljón-
um til byggingaframkvæmda við
grunnskóla Reykjavíkur á árinu
2001 og auk þess 225 milljónum
til búnaðarkaupa, eða rúmum
1.710 milljónum samanlagt.
Grunnskólanemar (utan einka-
skóla) eru rúm 15 þúsund svo
segja má að borgin fjárfesti ríflega
110.000 krónur í hverjum þeirra í
ár samkvæmt nýrri „Starfsáætl-
un fræðslumála í Rcykjavík 2001"
frá Fræðslumiðstöðinni. Árið
2000 voru sömu fjárfestingar um
100.000 krónur á nemanda og
gert er ráð fyrir I til 1,5 milljörð-
um á ári næstu árin.
Rúmir 10 m2 á nemanda
Framkvæmdir standa yfir við 5
nýja grunnskóla og jafnframt er
unnið að samtals rúmlega 20.000
fermetra viðbyggingum við 21
eldri skóla. Þá eru ónefndar fær-
anlegar kennslustofur. Haustið
2000 var stærð varanlegs hús-
næðis 32 almennra grunnskóla
borgarinnar samtals um I 52.300
fermetrar, eða rétt rúmlega 10 m2
að meðaltali á grunnskólanema.
Haustíð 2000 voru sex skólar
ennþá tvísetnir en samkvæmt
skýrslunni er markniiðið að 2002
verði allir grunnskólar Reykjavík-
ur einsetnir og skóladagur nem-
enda 6-7 klukkustundir.
Frá 4 til 23 bama um hverja
tölvu
Athygli vekur hvað tölvuvæðing
skólanna er misjöfn. Um 1.630
tölvur voru í skólunum sl. haust,
þar af 1.170 ætlaðar nemendum
eða um 1 á hverja 12 nemendur
að nieðaltali. En tækni var afar
misskipt. I Korpuskóla voru að-
eins 4,5 nemendur um hverja
tölvu og 6-8 í Álftamýrarskóla,
Borgarskóla, Fossvogsskóla,
Hvassaleitisskóla, Klébergsskóla
og Laugalækjarskóla. Aftur á
móti verða meira en 23 nemend-
ur að skiptast á um hverja tölvu í
Austurbæjarskóla, litlu færri í
Rimaskóla og 17-20 í Breiðagerð-
isskóla, Hlíðaskóla og Vogaskóla.
Rúm 8 börn á stöðugildi
Um 1.380 kennarar störfuðu hjá
Grunnskólum Reykjavíkur sl.
haust í 1.250 stöðugildum og 620
aðrir starfsmenn (skólaliðar,
stuðningsfulltrúar, umsjónar-
menn húsa, skrifstofufölk, kaffi-
umsjónarkonur og aðrir) í um
500 stöðugildum. Nemendur á
hvert stöðugildi kennara í al-
mennum grunnskólum voru 12,2
(einum færri en 1996) en aðeins
8,4 á stöðugildi allra starfs-
manna. Stöðugildum kennara
hefur af ýmsum ástæðum fjölgað
um 200, eða um 17%, frá
haustinu 1996.
Hálf milljón á haus
Rekstrarkostnaður skólanna vex
líka hratt; úr 4,6 milljörðum 1999
í tæpa 5,2 milljarða 2000 og gert
er ráð fyrir rúmum 5,8 milljörðum
á þessu ári, sem er fjórðungs
hækkun á tveim árum. I ár sam-
svarar þetta um 370.000 kr. að
meðajtali á hvern grunnskóla-
nema og eru þó ótaldar 460 millj-
ónir vegna tónlistarkennslu. Að
víðbættum I lOþús.kr. fjárfesting-
um verður heildarkostnaðurínn
því um hálf milljón á haus. - m l
Stórtap hjá Þormódi ramma
Á liðnu ári var sjávarútvegsfyrirtækið Þor-
móður rammi - Sæberg hf. rekið með 555
milljóna króna tapi. Það eru rnikil umskipti
frá árinu áður en þá nam hagnaður félags-
ins 474 milljónum króna. Flestir rekstrar-
þættir gengu verr en upphaflega var áætl-
að, en verulegt gengistap og afleit afkoma
rækjuveiða og -vinnslu höfðu verst áhrif á
heildarafkomuna. Gengistap og verðbætur
vegna skulda Þormóðs ramma-Sæbergs hf.
í fyrra námu 523 milljónum króna en voru 73 milljónir króna árið
áður.
Landvinnsla Þormóðs ramma - Sæbergs hf. var á síðasta ári rekin
að heita má án framlegðar og eru það mikil umskipti frá árinu 1999.
Veldur þar mestu um stöðugt verðfall rækjuafurða allt árið. Velta fé-
lagsins nam 4,352 milljörðum króna á sl. ári og lækkaöi veltan um
290 milljónir króna milli ára. Munar þar mestu um lægra söluverð
rækjuafurða og breytt sölufyrirkomulag. - bþ
Erfittt á Siglufirði.
Kaupmáttur lágmarkslauna aldrei
meiri
Kaupmáttur launa hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og er
meðalkaupmáttur ráðstöfunartekna nú um fimmtungi meiri en í
upphafi síðasta áratugar. Þetta kemur fram í frétt frá Samtökum at-
vinnulífsins...
Kaupmáttur umsaminna launataxta hefur einnig vaxið mikið og
raunar mun mcira en greiddra launa í heild, samanber meðfylgjandi
línurit. Kaupmáttur lágmarkslauna, þ.e. lægsta umsamda launa-
taxta, héfur l.d. aldrei verið hærri en nú. Frá árinu 1990 hefur hann
aukist um þriðjung eða 32,3%. Á fyrri hluta síðasta áratugar, á ára-
bilinu 1990-1995, var kaupmátturinn sem næst óbreyttur og er alla
aukninguna því að rekja til þess sem gerst hefur frá 1996. - gg
Flæðir yfir hakka
Jökulsá á Fjöllum flæöir nú yfir bakka sína norðan við brúna,
skammt austan Ásbyrgis, yfir svæðið hjá Rakka og Skógum í Keídu-
hverfi. Flæðir áin ma. yfir svokallað Skógalón en þar er borhola sú
sem sér íbúum á þessu svæði fyrir heitu vatni og í gær var vatn kom-
ið inn á gólf f dæluhúsi. Heimamenn bjuggust í gær við að úr þessu
færi að sjatna f ánni, og farið var með jarðýtu að opna rás til að
hleypa vatninu burt.