Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 10

Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 10
34 - LAUGARDAGVR 3. MARS 200 1 ÞJÓÐMÁL Giit- og klaufaveiM SKilJKÐlJK SIGURÐAR- SON DÝRALÆKNIR KELDUM SKRIFAR Gin- og klaufaveiki hefur vaidið gífurlegu tjóni víða um heim öld- um saman og nú geisar hún um Bretlandseyjar. I sumum Iöndum er veikin staðbundin. Þaðan getur hún borist öðru hverju og hleypt af stað nýjum faraldri en takist að hefta útbreiðslu. geta iiðið nokkur ár þar til veikinnar verður vart á ný. Þannig hefur hún hagað sér í Evrópu oftast nær. Veikin er þekkt í mörgum Asíulöndum, víða um Afríku og Suður-Ameríku en hefur aldrei horist til Islands svo vitað sé. Menn óttast nú aö hún geti borist til landsins með fólki eða varningi, sem hefur mengast, með dýraaf- urðum eða dýrum. Það væri gífur- legt áfall. Heitið er á alla að vera á varðbergi og láta vita um það sem máli skiptir. Áskorun Islendingar sem ferðast á næst- unni til Stóra-Bretlands eru beðn- ir um að viðhafa sérstaka varúð, foröast að fara um landbúnaðar- svæði og alls ekki heim á bónda- bæi, hafa með sér hrein föt í plast- poka til heimferðar en setja í plast- poka fýrir heimferð fötin sem not- uð voru. Við komu til íslands aftur er öruggast að taka alls engin mat- væli með sér og setja í þvott og sótthreinsun fyrir notkun á Islandi ferðafatnað og skófatnað. Strangt bann er við því að hafa með sér til landsins hvers konar hrá matvæli. Þeir, sem hafa nú þegar farið um Iandbúnaðarsvæði á Stóra-Bret- landi eftir að veikin koni upp, þurfa að leita upplýsinga hjá emb- ættisdýralækni og koma ekki ná- lægt dýrum (klaufdýrum) hér á landi í a.m.k. fimm daga eftir kom- una. Um veikina Gin- og klaufaveiki er bráðsmit- andi veirusjúkdómur. Orsökin er apthoveira af picornaflokki. Hún er skæð en ekki bráðdrepandi. Al- gengt er 5% drep- ist, aðallega ung- viði. Stundum er dánartalan mun hærri og nær jafnvel 50% þeg- ar verst gegnir. Að jafnaði valda (ýigikvillar mestu tjóni og gera gin- og klaufaveiki að einum versta og skaðlegasta sjúk- dómí, sem þeldí- ist. Af veirunni eru margir stofn- ar. Gripur sem veildst af einum stofni verður ónairtiur fyrir honum en ekki öðrum og getur því veikst síðar af öðrum stofni. Svipað er með bólusetningu, sem er dýr og gefur vörn í aðeins hálft til eitt ár. Því er aðeins bólusett þar sem veikin er landlæg. Allt kapp er lagt á að uppræta veikina þar sem þess er nokkur kostur og verjast því að hún bérist til landa þar sem hún er óþekkt. Dýr sem sýkjast eru fyrst og fremst klaufdýr svo sem: nautgripir, kindur, svín og geitur, villt klaufdýr (hreindýr) en einnig rottur. Tekist hefur að sýkja vmis tilraunadýr. Þau munu þó ekki veikjast af sjálfsdáðum en geta e.t.v. borið með sér smitefnið. Ekki má blanda þessari vciki sam- an við mannasjúkdóm með sama enska nafni. Smitleiðir Smitefnið dreifist auðveldlega með lifandi dýrum og afurðum þeirra, mjólk, jafnvel gerilsneyddri og með ósoðnu kjöti bæði fersku og frosnu og með unnum vörum, sem ekki hafa fengið næga hita- meðferð. Smit getur borist með fólki og fatnaði - einkum skófatn- aði, fóðri og fóðurumbúðum, gripaflutningstækjum, með dekkj- um bíla og hverju því sem mengast hefur. Smithætta er því veruleg samfara heimsóknum í héruð þar sem sjúkdómurinn hefur komið upp, en einnig getur verið hætta á smiti í þeim héruðum þar 'sem sjúkdómurinn hefur ekki enn ver- ið greindur, því að smituð dýr skil- ja út veiruna seni veldur sjúk- dómnum áður en þau veikjast. Veiran hefur fundist í mjólk og sæði 4 dögum áður en einkenna varð vart. Þegar sjúkdómurinn er í hápunkti er veiran í blóði og öllum vefjum líkamans. Gripir, sem lifað hafa af veikina geta stöku sinnum verið smitberar mánuðum saman eftir að þeir eru orðnir heilbrigðir. Hiti sólarljós og sótthreinsiefni eyða veirunni en kuldi og myrkur halda í henni lífi. Við hagstæð skil- vrði getur hún lifað Iengi utan lík- ama dýra, frá fáum dögum og allt að hálfu ári. Smit veröur með úða eða rykkornum um öndunarveg eða þá um meltingarveg. Einstök dýr, sem lifað hafa af veikina geta hýst smitefnið þar til þau devja eðlilegum dauða. I stöku tilfellum geta spörfuglar og jafnvel vindur borið smit milli bæja. Varla þarf að óttast, að far- fuglarnir beri með sér smitefn- ið til Islands. Einkeiuii Venjulega véikj- ast öll klaufdýr á bænum. Ein- stöku skepnur geta þó fengið veikina án þess að sýna sjúkleg einkenni, Mikil- vægt er að stað- festa sjúkdóminn sem allra fyrst, svo verjast megi frékari út- breiðslu. Bvrjun- areinkenni í nautgripum eftir 2ja til 14 daga meðgöngutíma eru hár- hiti (40.5-41°C), lystarlevsi, devfð stirðleiki í hrevfingum. Blöðrur myndast í munni og á fótum milli klaufna og við klaufhvarf og oft á spenum, froðukenndir slefutaum- ar fara frá munni. Mjólkurkýr geldast og horast niður. Blöðrurn- ar springa, þá myndast sár, sem vf- irleitt hafast illa við með ígerðum og blóðeitrun. Ymsir aðrir fylgi- kvillar sjást og geta einnig valdið miklu tjóni svo sem fósturlát, hjartasjúkdómar, bólgur í legi og meltingarvegi. Hjá svínum ber mest á deyfð og lystarleysi, krömp- um, skyndilegri helti, legum og tregðu til hreyfinga. Blöðrur sjást oft á trýni. Hjá sauðfé ber mest á Ivstarleysi og helti. Kindurnar standa í kryppu og tregðast við að hreyfa sig, blöðrur eru milli klaufa og á klaufhvarfi og síðar ígerðir eftir að blöðrurnar hafa sprungið, blöðrur sjást ekki alltaf í munni en finnast þá á bitgómi og stundum á tungu. Veikin leggst vægar á sauð- te en nautgripi og svín. Hjá hrein- dýrum eru einkennin yfirleitt væg. Dýrin slefa. Vökvablöðrur finnast í munni en ekki eða sjaldan um klaufir. Villt klaufdýr eru þýðingar- miklir smitberar í sumumlöndum. Aðgerðir Menn eru hvattir til að lýlgjast með gripum sínum reglulega með áðurnefnd einkenni í huga, Til- kynna skal embættisdýralækni eða yfirdýralækni strax um grunsamleg einkenni. Metið þá, hvort ástæða sé til að dýralæknir komi þegar í stað til að rannsaka málið án kostnaðar fyrir eiganda. Ef grunur um gin- og klaufaveiki er eindreg- inn skal eigandi stöðva alla umferð og flutning að og frá bænum uns dýralæknir kemur og leggur mat á stöðuna. Ef grunur er staðfestur er öllum skepnum á sýktum býlum og þeim skepnum, sem sennilegt er að orðið hafi fyrir smiti lógað og þær eru settar í gröf með húð og hári og brenndar í gröfinni. Sam- göngur viö sýkta bæi eru stöðvaðar og hömlur lagðar á ferðir fólks og llutning dýra á svæði umhverfis hinn sýkta stað. Síðan er sótt- hreinsað rækilega, hús, hlöður, haugkjallarar og umhverfi auk- tækja og annars búnaðar. Oftast hefur verið notuð 1% upplausn af vítissóda í vatni. Mildari efni en jafnvirk eru nú fáanleg t.d. Virkon S. sem hefur verið til sölu hér. Veiran drepst fljótt en nokkrir mánuðir eru Iátnir líða áður en gripir eru fluttir inn í húsin á ný, fáir í fyrstu til að láta reyna á hvort smitinu hafi verið útrýmt. Breytingar í rflásstjóm Margt hefur verið skeggrætt undanfarið um hugsanlega breytingu á ríkisstjórninni. Rit- stjóri Pressunnar hefur gengið svo langt að lofa að éta hattinn sinn ef kenningar hans ganga ekki eftir. Ekki ætla ég að draga hann að landi, þó ég taki undir kenninguna um brotthvarf Dav- íðs Oddssonar úr ríkisstjórn. Kenning Hrafns Jökulssonar er nefnilega ekki eins fjarstæðu- kennd og ætla mætti við fyrstu sýn. Fari svo að Davíð hætti, þá mun margt fara á flot í íslenskri pólitík og ætla ég í þessari grein að leiða líkum að því hver verði næsti forsætisráðherra. Áður útgefnar yfirlýsmgar Við myndun ríkisstjórnarinnar 1999 var m.a. bryddað upp á þeirri nýjung að varaformenn flokkanna mynduðu stjórnina. Einnig var það gefið út að breyt- ingar vrðu gerðar á ríkisstjórn- inni um mitt kjörtímabil. Þótti mörgum „Kremlarfræðingum" það ótvírætt bera merki þess að formenn stjórnarflokkanna væru báðir á útleið úr stjórnmálum og að varaformennirnir ættu að taka við. Sú kenning á nú ekki lengur við um Framsóknarflokk- inn, en er hins vegar í fullu gildi hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn og í fullu samræmi við yfirlýsing- ar forsætisráðherra þess efnis að hann ætli ekki að verða ellidauð- ur í pólitík. Fyrir formann Sjálf- stæðisflokksins sem einu sinni hefur yfirgefið skip sitt með mjög afdrifaríkum afleiðingum skiptir miklu máli að hverfa á braut með yfirveguðum hætti og lágmarka þannig það tómarúm sem getur myndast þegar öflug- ur leiðtogi hverfur á braut. Rétt tímasetning fyrir slíka ákvörðun er því mjög mikilvæg til þess að nýr foringi fái ráðrúm og tfma til þess að styrkja stöðu sfna og undirbúa flokkinn fyrir næstu kosningar. Slík tímasetning er því annaðhvort núna eða ekki fvrr en eftir næstu kosningar 2003. Goggunaröðin En ekki er sopið kálið þó í aus- una sé komið. Nýr formaður á erfitt með að styrkja stöðu sína ef hann kemur að því borði sem nú er fullskipað. Davíð og Hall- dór hafa setið við ríkisstjórnar- borðið síðan 1995 og ráðið því sem þeir vilja og því er það úti- lokað fyrir nýjan formann að koma að því óbreyttu nema hafa til þess öflugan stuðning sam- ráðherra sinna. Hinn útvaldi En hvað segir Fram- s okiiarílokk u ri iiii við ])ví? Er hann tilhúinn að láta Sjálfstæðis- flnkkimi fá sjö ráð- herrastóla á móti fimm hjá þeim? Svarið er já! erfðaprins Davíðs er alveg örugg- lega ekki óskakandidat þeirra sem kannski sáu sjálfan sig í sömu sporum. Til þess að styrkja hinn nýja formann í sessi þurfa fleiri en forætisráðherra að víkja. Forsætisráðherrann þarf því að taka sterkasta eða sterkustu for- mannsefnin á eftir arftakanum með sér útúr ríkisstjórninni til þess að skapa svigrúm fyrir nýjan foringja. Hinn stóri þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er líka með marga innanborðs sem sækjast eftir því að verða ráðherrar og því myndi það verulega stvrkja nýjan formann í sessi ef hann fengi strax svigrúm til þess að koma með „sína menn" með sér inn. Ekki væri nú verra að ná svona eins og einum ráðherra- stól af framsókn til þess leggja enn betur í púkkið með foringj- anum nýja. Fækka ráðhemun hjá framsnknl? En hvað segir Framsóknarflokk- urinn við því? Er hann tilbúinn að láta Sjálfstæðisflokkinn fá sjö ráðherrastóla á móti fimm hjá þeim? Svarið er já! I ljósi reynsl- unnar kemur í Ijós að for- mennska í stjórnmálaflokki og embætti utanríkisráðherra fer ekki vel saman. Alþýðuflokkur- inn lenti í þessu með Jón Bald- vin og Framsóknarflokkurinn nú með Halldór. Vandinn er ekki sá að erfitt sé að ná í menn í síma eða þeir séu svo lengi í förum milli landa, heldur það að utan- ríkisráðherrann er að fjalla um mál sem snerta almenning með óbeinni hætti en ráðherrar ann- arra málaflokka. Það er megin- skýringin auk þess sem utanrík- isráðherrann er meira í öðrum kreðsum en þeim sem ræður at- burðarásinni á Islandi. Annar vandi Framsóknarflokksins er sá að helmingurinn af þingflokkn- um er í ríkisstjórn þannig að vinnuálag í nefndum á aðra þingmenn er of mikið. Staðan verður sú að þingmennirnir eru svo uppteknir í vinnunni að þeir hafa ekki tíma til að vera í póli- tík. Það er því ekki slæmur kost- ur fyrir Framsóknarflokkinn að gefa eftir eitt ráðherrasæti til Sjálfstæðisflokksins á móti því að Halldór Ásgrímsson verði for- sætisráðherra. Með þessu leys- ast vandamál beggja flokkanna. Stóri flokkurinn fær fleiri ráðu- neyti og léttir þannig á þrýstingi frá forystumönnum kjördæma sem telja sig eiga rétt á ráðherra- stólum og minni flokkurinn létt- ir á vinnuálagi þingmanna auk þess sem hann tekur forystu í ríkisstjórn. Það væri hægt að halda áfram og raða nöfnum í og úr ráðherrastólum, en ég læt það ógert. Einnig má Ieiða hugann að því hvort þessi atburðarás tengist borgarstjórnarkosningum eftir rúmt ár, en það er frekar efni í aðra grein. Meginmálið er að báðir stjórnarflokkarnir ná með þessu að styrkja stöðu sína til framtíðar. Sjálfstæðisflokkur- inn með nýjan formann og Framsóknarflokkurinn tekur aft- ur forystu f ríkisstjórn eftir alltof langt hlé.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.