Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 1
Arekstur Veður-
stofu og hersíns
Einstætt atvik þegax
heræfing Bandaríkja-
manna var tekin fram
yfir háloftaveðurmæl-
ingar á Keflavíkur-
flugvelli. Frostrign-
ing og ísing þennan
dag gera málið enn al-
varlegra. Boðskipta-
vandamál segir upp-
lýsingafulltrúi.
Mikilvægar veðurathuganir féllu
niður á Keflavíkurflugvelli í
fyrradag þegar bandaríski herinn
meinaði íslenskum veðurathug-
unarmönnum að sinna lög-
bundnu öryggishlutverki sínu í
háloftamælingum. Yfirmaður á
Veðurstofu Islands segir málið
alvarlegt og hefur veðurstofu-
stjóri sent formlega kvörtun til
varnarliðsins.
Heræfmgin spiHti
Tvisvar á sólarhing eru sendir
upp belgir frá Keflavíkurflugvelli
og er tilgangur þess að kanna
sviptivinda og fleira tengt veður-
fræði í háloftunum. Mælingar
þessar þykja sérlega mikilvægar -
ekki bara fyrir ísland heldur
heims-
byggðina
alla - enda
um hlekk
alþjóðlegri
veðrakeðju
að ræða.
Þegar ís-
Iensku veð-
urathugun-
armennirnir
hugðust
sleppa
belgjunum í
hádeginu í
fyrradag, bar hins vegar svo við
að bandaríski herinn meinaði
þeim um það og urðu þeir frá að
hverfa. Astæðan var yfirstand-
andi heræfing.
Einstætt tilvik
Torfi Karl Antonsson sér um
samskiptin við Keflavíkurflugvöll
fyrir Veðurstofu íslands. Hann
segir atvikið einstætt. „Eg get
staðfest að mönnunum var
meinaður aðgangur að því hús-
næði sem við verðum að nota við
þessar mælingar og þetta er litið
alvarlegum augum. Mælingarnar
eru á vegum Alþjóða flugmála-
stofnunar-
innar og það
er slæmt að
þær falli
niður. Sér-
staklega
eins og
veðrið var
þennan dag
þ.e.a.s.
frostrigning
og ísing.
Það er baga-
legt að þetta
skyldi hafa
komið fyrir. Við erum að tala um
mjög mikilvægt öryggistæki,"
segir Torfi Karl.
Að sögn hans er ekki vitað til
að æfingar hersins og veðurat-
huganir hafi áður skarast með
þessum hætti. Strangt til tekið
hafði herinn enga heimild til að
grípa frammi' fyrir mælinga-
mönnunum og hefur Veðurstof-
an ákveðið að bregðast við atvik-
inu. „Ég veit ekki annað en að
veðurstofustjóri hafi haft sam-
band við þá þarna suður frá og
komið formlegum athugasemd-
um á framfæri," segir Torfi Karl.
„Það er raunverulega verið að
grípa frammí fyrir okkar lög-
bundna eftirlitshlutverki."
Boðsklptavandamál
Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi
varnarliðsins hafði ekki heyrt um
málið þegar blaðið bar þetta
undir hann í gær. Hann sagði
það þó rétt að reglubundnar her-
æfingar hafi farið fram undan-
farna daga og liður í þeim æfing-
um væri að loka af það svæði þar
sem verðurmælingarnar fara
fram. Engum væri hleypt um
svæðið nema með sérstöku leyfi
og svo virtist sem varðmenn á
svæðinu hafi af einhverjum
ástæðum ekki fengið boð um að
hleypa Veðurstofunni um svæð-
ið. Slfk boðskiptavandamál
kæmu því miður annað slagið
upp. Þetta mál yrði eflaust kann-
að og yfir það farið þégar menn
gerðu upp þessa æfingu.
Dagur náði ekki í veðurstofu-
stjóra vegna málsins í gær. — BÞ
MiMI and-
staða við
Bjöm
Andstæðingar
Björns
Bjarnasonar
menntamála-
ráðherra voru
duglegir við að greiöa atkvæði
um spurningu Dags á Netinu.
Dagur spurði: A Björn Bjarna-
son að verða borgarstjórnaefni
Sjálfstæðisflokksins? 5.334 grei-
ddu atkvæði. Þar af sögðu 69%
nei, en 31 % voru fylgjandi því að
Bjöm tæki forystuhlutverkið að
sér.
Nú er hægt að greiða atkvæði
um nýja spurningu Dags á Net-
inu, svohljóðandi: Sigrar Guðni
Agústsson í varaformannskjöri
framsóknar? Slóðin er sem lyrr
visir.is
vísir.is
Hreinsunarstarf stáð víða yfir í Kringlunni í gær og þurfti m.a. að fægja þessa foriáta diska sem Reykjavíkurmærin
handleikur. Hún tók störfum sínum með jafnaðargeði og bara brosti framan í heiminn þrátt fyrir brunann í fyrra-
dag. - mynd: þúk
Stuðningur
fékkekki
byr
Stuðningsyfirlýsing við Ingu
Jónu Þórðardóttur, sem kynnt
var óformlega í borgarstjórnar-
flokki sjálfstæðismanna sl. mið-
vikudag, fékkst ekki samþykkt
þannig að hún yrði birt. Þó mun
hópur borgarfulltrúa hafa undir-
ritað stuðningsyfirlýsinguna.
Aðrir hafa hafnað sh'kri yfirlýs-
ingu og borið því við að þetta
væri ekki tímabær aðgerð. Eftir
því sem næst verður komist mun
Guðlaugur Þór Þórðarson hafa
talað fyrir þessari yfirlýsingu og
hafði ætlað að nota hana til „að
bakka sig út úr yfirlýsingum um
að hann væri tilbúinn að axla
leiðtogahlutverkið ef Inga Jóna
væri á útleið“ eins og það var
orðað af einum viðmælanda
blaðsins - og líka vegna stífs
hernaðar sem stuðningsmenn
hans héldu uppi honum til
handa þegar á einum netmiðl-
anna var spurt hvert væri næsta
borgarstjóraefni flokksins. Þessi
tvö atriði meðal annars kveiktu
mikið bál meðal borgarfulltrúa
sjálfstæðismanna í Reykjavík
sent flestum þóttu aðferðir Guð-
laugs óviðeigandi.
Áfall?
Tillagan var þó aldrei tekin form-
lega á dagskrá fundarins og er
niðurstaðan túlkuð nokkuð mis-
jafnlega af sjálfstæðismönnum
og borgarfulltrúum sem Dagur
ræddi við í gær. Sumir telja hana
mikið áfall fy'rir leiötogann á
meðan aðrir telja þetta ekki veik-
leikamerki. Þannig henda
stuðningsmenn lngu Jónu í
borgarstjórnarflokknum á að
margir hafi viljað styðja hana og
mótbórurnar hafi fýrst og fremst
verið á þeim forsendum að þetta
væri ekki rétta leiðin til þess að
sty'ðja leiðtogann. Þeir sem
gagnrýnni eru á störf Ingu Jónu
segja það í sjálfu sér áfall fyrir
hana að ályktun af þessu tagi
hafi ekki flogið í gegn. — SBS
Ásmimdar-
staðabræður
berjast
bls. 26
Leiguvél Flugleiða
í kröppum dansi
bls. 29
Frumkvöðla-
setur
stofnað
bls. 32 33