Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 9

Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR Frá undirskriftinni í gær. Fremstur er Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Fnunkvöðlasetnr - hvati að hugmyndum Urðir, félag sem KEA og Sparisjóður Svarf- dæla eru að stofna, hefur að meginmark- miði að efla og stuðla að nýsköpuu í at- viiiniilííi á Dalvík sem og við utanverð- an Eyjafjörð. Samkomulag um rekstur Frum- kvöðlaseturs á Norðurlandi var undirritað á Akureyri í gær. Að- standendur Frumkvöðlaseturs á Akureyri eru Atvinnuþróunarfé- lag Eyjafjarðar; Atvinnuþróunar- félag Þingeyinga; Háskólinn á Akureyri; iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið; Iðntæknistofnun ís- lands, sjóðurinn Tækifæri; Urð- ur, félag Sparisjóðs Svarfdæla og Kaupfélags Eyfirðinga og Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins. Frumkvöðlasetrin verða að Gler- árgötu 36 á Akureyri, við Hafn- artorg á Dalvík þar sem áður var skrifstofa Snæfells og að Garð- arsbraut 5 á Húsavík. Frumkvöðlasetur er hluti af stuðningsumhverfi við nýsköpun þar sem boðið er upp á aðstöðu fyrir frumkvöðla til að þróa og þroska sínar hugmyndir, og síð- an framkvæmda á fyrstu skref- um þess. Boðið er upp á skrif- stofurými með tölvu og síma og á staðnum verður ritari viðkom- andi aðilum til aðstoðar. Uppi eru hugmyndir um frekari þjón- ustu sem kynnt verður síðar eft- ir að stjórn Frumkvöðlaseturs Norðurlands hefur komið sam- an, sem og ráðning forstöðu- manns Frumkvöðlasetursins. Hólmar Svansson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir setrið eigi að vera atvinnuskapandi, en frum- kvöðlasetur eigi að auka Iífslíkur þeirra verkefna sem fái inni vegna þess baklands sem þau fá. Haldið við efnið „Þarna verður starfsmaður þeim til aðstoðar, heldur þeim við efn- ið og dregur að þær samstarfs- stofnanir sem eiga við verkefnið. Ef verkefnið snýst t.d. um út- flutning koma að því stofnanir eins og t.d. Utflutningsráð og viðskiptaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins á fyrstu stigum þess. Þannig gæti Iðntækni- stofnun komið að verkefni sem tengist t.d. efnatæknilegum rannsóknum. Þessi hugmynd hefur átt sér nokkurn aðdrag- anda, eða um tvö ár,“ segir Hólmar Svansson. Kaupfélag Eyfirðinga og Spari- sjóður Svarfdæla hafa stofnað félagið Urðir, og leggur hvor að- ili fyrir sig um 10 milljónir króna til félagsins en hlutafé verður 60 milljónir króna sem verður greitt inn á næstu fimm árum. Heiðrún Jónsdóttir, starfs- mannastjóri KEA, segir Urðir hafa að meginmarkmiði að efla og stuðla að nýsköpun í atvinnu- lífi á Dalvík sem og við utanverð- an Eyjafjörð en eitt fyrsta verk- efni Urða verður að taka þátt í Frumkvöðlasetri Norðurlands með 20 milljón króna framlagi sem og stofnun tæknigarðs með 10 milljón króna framlagi, en það verður í samvinnu við aðra og fjárfesta í efnilegum fyrir- tækjum í hátækni- og hugbúnað- argerð sem staðsett verða við ut- anverðan Eyjafjörð og stuðla að uppbyggingu atvinnulífs þar. Urðir munu leggja allt að helm- ing af stofnfé setursins fram og skapa því öfluga starfsaðstöðu á Dalvík. Stjórnarformaður Urða verður Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA en fram- kvæmdastjóri Friðrik Friðriks- son, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla. Góð reynsla að utan Ulfar Steindórsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, segir að Impra hafi verið með að- stöðu fyrir allt að 8 frumkvöðla, en þangað hafa þeir getað komið með sínar hugmyndir og fengið aðstöðu og aðstoð til að gera m.a. viðskiptaáætlanir og til- raunir með þau verkefni sem þeir eru að vinna að eða leita sér upplýsinga um markaði o.fl. Ulf- ar segir að erlendis þar sem slík aðstaða hafa verið sett upp hafi það oft leitt til þess að fyrirtæki hafi orðið til sem hafa vaxið og dafnað. Nýsköpunarsjóður kem- ur að verkefninu fjárhagslega og eins munu starfsmenn sjóðsins koma norður og aðstoða. Allt stuðningskerfi eins og Byggða- stofnun, Iðntæknistofnun, Ut- flutningsráð o.fl. koma að þessu verkefni með ákveðnum, skil- greindum hætti. Ulfar segir að gangi þetta verkefni vel á Norð- urlandi sé áhugi fýrir því að fara af stað með sambærilega starf- semi annars staðar á landinu. Tækifæri leggur fé til Frum- kvöðlaseturs á Norðurlandi til næstu fimm ára og verður með jafnstóran hlut og Nýsköpunar- sjóður o.fl. Heildarfjármagn verður um 40 milljónir króna á þessum fimm árum og hlutur Tækifæris 12,3%, eða 5 milljón- ir króna. Arne Vagn Olsen, sjóð- stjóri, segir að verið sé að búa til nýtt verkfæri til nýsköpunar á svæðinu, bæði með því að rækta grasrótina og að stuðla að því að framgangur verkefna verði eðli- legur. Arne segist vona að þetta verði góður hvati að viðskipta- hugmyndum og koma þeim bet- ur á framfæri. Reynslan að sunnan bendi til þess að það eigi að ganga, og íyrirtækið Net- albúm sé gott dæmi urn það. - GG curnar hefði verið stór dagur í vetnissögu landsmanna. Hann spáir því að eftir 20 - 30 ár verði það undan- tekning að hérlendis sjái menn bifreiðar sem knúnar eru með bensíni. Þá verður einnig hætt að ECTOS er vetuisstræt- isvagna verkefni, þ.e. nppbygging innviða fyrir vetnisdreifingu og akstri vetnisvagna í hefðbundnu leiðar- kerfi SVR og rannsókn- ir tengdar verkefninu. Kostnaður um 560 milljónir króna. flytja inn mengandi olíu nema í undantekningartilfellum. Hann telur að þess í stað verði Island orðið að útflutningslandi á vetni fyrir Evrópu og Ameríku auk útflutnings á hugviti. Hann telur ekki loku fyrir það skotið að í ná- inni framtíð geti landsmenn orðið framleiðendur að bílavélum fram- tíðarinnar, en stóru bílaframleið- endurnir stefna að fjöldafram- leiðslu vetnisbíla 2004 - 2005. Hjálmar minnir einnig á að það sé mjög mikilvægt að hafa fengið stuðning frá ESB við þetta verk- efni. Ávinningurinn af því sé m.a. sá að Evrópa og raunar allur heim- urinn líti til þess hvernig menn ætla að halda á þessum málum í smáríkinu Islandi. Enda séu allar aðstæður til þess mjög góðar hér á landi til að vera forysturíki í þess- um efnum. Hjálmar spáir því að í framhaldinu muni rigna inn verk- efnum, þótt menn séu aðeins að stíga fyrstu skrefin af mörgum í áttina að vetnisvæðingu íslensks samfélags. Hann telur að það þurfi ekki að virkja sérstaklega fyrir þetta verk- efni. I því sambandi bendir hann á að í þessu gildir ekki hagkvæmni stærðarinnar, enda sé talið að það þurfi ekki nema 4-5% af nýtanlegri orku fyrir vetnið. Hann bendir einnig á að heimarafstöðvar bænda víðs vegar um landið geti orðið verulegir þátttakendur í þessari framleiðslu. Flókið og viðaxniMð Jón Skúli Björnsson framkvæmda- stjóri og verkefnisstjóri ECTOS segir að verkefnið framundan sé raunhæft og vel það þótt það sé bæði flókið og viðamikið. Gert er ráð fyrir að 30 - 40 ársverk séu við heildarverkefnið. Það hefði þó skipt sköpum að fá aðila eins og Daimler Chrysler, Norsk Hydro og Shell með í þetta verkefni auk innlendra aðila. Með því að hafa þetta samevrópskt verkefni hefðu menn fengið styrk frá ESB sem er sá stærsti sem ís- lenskt fyrirtæki hefur fengið fram til þessa. Þá sé búið að undirrita og samþykkja það sem til þarf og því sé ekkert að vanbúnaði að hefj- ast handa í samræmi við fram- kvæmdaáætlunina. Sem dæmi þá munu Iðntækni- stofnun og Háskóli Islands og aðr- ir sjá um ýmsar forrannsóknir, SVR mun keyra vetnisvagnana, Skeljungur sér um upphyggingu vetnisstöðvarinnar, Norsk Hydro kemur með tæknina, Shell Hydrogen kemur með sína dreif- ingarþekkingu og Daimler Chrysler kemur með bílana. Það verða þrír vagnar til að byrja með. Ef vel tekst til vonast menn til að einkabílar komi í framhaldinu, enda eiga þá allir innMðir fyrir vetnisdreifingu að verða klárir í borginni. Þá sé einnig mikill áhugi á að byrja með notkun vetnis um borð í skipum. Hann segir að landsmenn muni verða áþreifanlega varir við þá vinnu sem framundan er. Það fyrs- ta sem verður sýnilegt er m.a. upp- bygging innviða fyrir vetnisdreif- ingu og t.d. bygging sjálfrar vetnis- stöðvarinnar. Hún á að verða til- búin áður en fyrstu vetnisstrætis- vagnarnir koma. Aðspurður hvort menn séu hún- ir að fá land fyrir stöðina segir hann að verið sé að undirbúa og ganga frá því hvar hún verði stað- sett. Hann segist vonast til að það verði byggð heildarstöð frá upp- hafi, þ.e. að Skeljungur muni byggja einnig dreifingu fyrir bens- fn, dísel, verslun og annað. Hann leggur áherslu á að vel sé að þessu staðið frá upphafi því þarna sé í fyrsta skipti sem slíkir innviðir fyr- ir vetnisdreifingu séu byggðir inni í borg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.