Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 - 31 RITSTJÓRNARSPJALL AUtaf sama sagan Það kemur iðulega fyrir þá sem starfa í hringiðu blaðamennsk- unnar og eru að fjalla um mál- efni líðandi stundar að þeim f'innst þeir vera að skrifa nánast sömu fréttirnar eða greinarnar aftur og aftur. Að mörgu leyti er það þó eðlilegt. Hver árstíð hef- ur sínar fréttir. Það er sauðburð- ur, loðnuvertíð, afkomutölur fyrirtækja og fleira og flcira. En menn eru nú sem betur fer laus- ir við fréttahringekjuna sem jafn- an fylgdi ákvörðun fiskverðs hjá verðalagsráði sjávarútvegsins á sínum tfma eða tilkynningum um hækkun vísitölunnar! Sama greinin enn Það er hins vegar sjaldgæfara að menn standi sig að því að ætla að fara að skrifa sömu greinina um stjórnmálaviðhorfið aftur og aftur. Rétt eins og pólitíkin og pólitískt umhverfi væri hluti af þessum náttúrusveiflum sem við miðum líf okkar enn svo mikið við. Þetta gerðist þó þegar ég settist niður til að skrifa þetta greinarkorn sem átti að fjalla um ástandið í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna og horfurnar fyrir komandi kosningar. Dejavú -tilfinningin helltist vfir mig \áð tilhugsunina eina saman. Eg áttaði mig á því að trúlega væri ég að skrifa sömu geinina, eða tilbrigði við sömu greinina í þriðja sinn að minnsta kosti! Sama stefið Stefið sem allar þessar greinar hafa snúist um er einfalt: - Sjálf- stæðismönnum í Reykjavík er hugsunin um að vera í minni- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur tilfinningalega óbærileg. Vegna þess hve miklar tilfinningar eru bundnar við það að halda eða ná völdum í borginni verður hegðun þeirra á tíðum órökrétt og svo hlaðin tilfinningasemi að þeir stórskemma fyrir sjálfum sér og ná aldrei vopnum sínum gegn yf- ir\'eguðum og vel undirbúnum pólitískum andstæðingum. Og þessi þrá sjálfstæðismannanna brýst m.a. fram í því að þeir ætla alltaf að finna einhverja nýja og nýja töfralausn, nýjan og nýjan leiðtoga - nýjan og nýjan gæðing sem færa á Sjálfstæðisflokknum borgina á ný með einhvers konar ofurskori í pólitískum fjórgangi. Markúsarsaga Þetta byrjaði með Markúsi Erni Antonssyni, sem kom ekki vel út í könnunum í aðdraganda kosn- inga 1994. Þá þegar komu fram raddir - ekki sist innan úr Sjálf- stæðisflokknum sem efuðust um að Markús væri rétti maðurinn til að taka við af Davíð og Ieiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Enda var Markús fenginn til að draga sig í hlé og Árni Sigfússon var leiddur fram sem sá A- flokks gæðingur er tryggja skyldi völd sjálfstæðismanna í borginni. Korter í þrjú Strax þá man ég eftir að hafa skrifað grein íTímann sáluga um Þetta byrjaði allt með Markúsi sem átti ekki að vera nógu góður leiðtogi til að vinna borgina. Síðan hefur þetta alltaf verið sama sagan, menn fara og leita að leiðtoga fyrir hverjar kosningar. að slík hestaskipti í miðju straumvatni virkuðu illa korteri fyrir kosningar. Að Árni minnti einna helst á pólitíska útgáfu af korter í þrjú gæjum skemmti- staðanna, sem á elleftu stundu þreif til allra þeirra kjósenda sem á vegi hans urðu í von um að þeir væru til í tuskið. Enda kom á daginn að borgin tapaðist J\rátt fyrir hetjulega baráttu Arna. Hann komst bara aldrei alveg út úr þeirri klemmu að flestir litu á hann sem eins konar reddingu. Og þegar hann svo tapaði borg- inni var ljóst að hann hafði framið synd sem ekki yrði svo auðveldlega fyrirgefin af áhrifaöflum í flokknum. Guðrún Péturs Eins og menn muna þá byrjuðu efasemdarraddirnar um leiðtoga- hæfileika Arna aftur að láta á sér kræla fyrir síðustu kosningar. Þá var lengi, lengi, látið í veðri vaka að skipt yrði um leiðtoga borgar- stjórnarflokksins og einhver ut- anaðkomandi fenginn til að taka við flokknum og leiða hann. Þessum orðrómi var ekki hvað síst haldið lifandi af sjálfstæðis- mönnum sjálfum og lengst af var talað um að Guðrún Pétursdótt- ir gæti orðið fínn mótframbjóð- andi gegn Ingibjörgu Sólrúnu. Hún væri einmitt þessi heims- borgaralega týpa sem gæti skák- að borgarstjóranum og unnið borgina aftur fyrir sjálfstæðis- menn. En allan þann tíma, sem þessi umræða var í gangi - og rétt er að ítreka að þreifst ekki síst á næringu innan úr Sjálf- stæðisflokknum sjálfum - var verið að gengisfella Árna Sigfús- son og borgarstjórnarflokkinn í buga almennings. Enginn lands- maður var svo skyni skroppinn að geta ekki gagnáíyktað sem svo að þessi leit flokksins að nýjum leiðtoga stafaði af þvf að sá gamli hlyti að vera ómögulegur og eng- inn í borgarstjórnarflokknum væri heldur nógu góður! Eins og Fraiser Um þessa ótrúlegu gengisfell- ingu og áráttu að vilja sífellt leiða inn nýjan leiðtoga, man ég að ég skrifaði aftur grein hér í Dag. Ef minnið bregst mér ekki fannst mér þá sjálfstæðismenn hegða sér eins og hinn frægi sjónvarpsmaður Fraiser sálfræð- ingur hafði gert í einhverjum þætti, þar sem hann var svo yfir sig ástfanginn af tiltekinni konu að hann hegðaði sér eins og kjáni þegar hann var nálægt henni. Fyrir vikið fékk hann auð- vitað ekki konuna, enda hélt hún að hann væri stórskrýtinn! En þegar til kom var aldrei leiddur fram nýr alhliða gæðing- ur til að leiða sjálfstæðismenn í síðustu kosningum. Sjálfstæðis- menn tefldu því fram hinum gengisfellda borgarstjórnarflokki og töpuðu auðvitað borginni aft- ur. Þegar menn eru að takast á við alvöru pólitíska andstæðinga dugar skammt að senda fram á skeiðvöllinn gæðinga, sem eru orðnir slituppgefnir og þræl- mýldir eftir innri átök. Verðlaunahestur Og nú á aftur að senda inn á hinn pólitíska völl nýjan verð- launastóðhest í von um að hann geti fyljað Reykjavíkurborg því pólitíska f\li sem sjálfsstæðis- menn þrá svo heitt. Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur tekið við hlutverki Guð- rúnar Pétursdóttur, frænku sinn- ar frá því í aðdraganda síðustu kosninga. Að vísu er það ekki Árni Sigfússon sem lendir í gengisfellingunni að þessu sinni, heldur arftaki hans Inga Jóna Þórðardóttir. Ingu Jónu er raun- ar ekki einu sinni gefið tækifæri til að leiða flokkinn inn í kosn- ingabafáttu, því eins og menn muna tók hún við af Árna eftir síðustu kosningar. En umræðan um innkomu Björns Bjarnasonar og þær undirtektir sem slíkt fær í flokknum er auðvitað enn ein yfirlýsingin um að borgarstjórn- arflokkur Sjálfstæðisflokksins sé þannig samansettur að þar finn- ist ekki leiðtogar. Það gerist raunar þrátt fyrir að í þessum sama borgarstjórnarflokki séu einmitt nokkrir einstaklingar, fyrir utan Ingu Jónu, sem telja sjálfir að þeir gætu leitt flokkinn í borginni. Enda er greinilegt að mörgum borgarfulltrúum er hreint ekki skemmt yfir þessu út- spili Björns Bjarnasonar. Þannig hefur Júlíus Vífill Ingvarsson sagt - dálítið snúðugt - að Björn verði að tala skýrt út um það hvað vaki fyrir honum! Skýr skilaboð I öllu falli er Ijóst að Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík ætlar enn að halda sig við þetta sama hey- garðshorn og draga á langinn umræður um hugsanleg for- ingjaefni og nefna til sögunnar hina og þessa úti í bæ, sem allir eru auðvitað betri en þessir ræfl- ar sem mynda sjálfan borgar- stjórnarflokkinn! Skilaboðin til kjósenda eru skýr - úr því að flokksforusta Sjálfstæðisflokks- ins treystir þessu fólki ekki til stórræða, hví ættu þá kjósendur að gera það? Raunveruleg ástæða? Og enn virðist það ætla að verða hlutskipti blaðamanna eins og þess sem þetta ritar, sem ætla að skrifa um stöðuna hjá sjálf- stæðismönnum í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, að lenda í því að skrifa enn á ný nánast sömu greinina. Það virðist einu gilda þótt menn leiði hvern gæð- inginn inn í borgarpólitíkina á fætur öðrum án þess að upp- skera laun erfiðisins - sjálfstæð- ismenn virðast ekkert læra af þeirri reynslu. Spurningin núna er sú hvort Björn Bjarnason - eða jafnvel einhver enn annar nýr leiðtogi - lendi ekki einfald- lega í sömu vandræðum og þeir fyrri. Það væri alla vega skyn- samlegt hjá Sjálfstæðisflokknum að velta því fyrir sér, hvort það séu í raun persónur foringjanna sem eru að klikka í þessu dæmi öllu. Er ekki alveg eins líklegt - í ljósi alls þess fjölda sem komið hefur við sögu - að ástæða árang- ursleysisins liggi í það minnsta að hluta til í einhverju öðru? Eins og til dæmis þeirri mál- efnapólitík sem flokkurinn hefur boðið upp á í höfuðborginni?! BIRGIR GUÐMUNDS- SÖN S ^ f á’i SKRIFAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.