Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. MARS 2 00 1 - 29 FRÉTTIR Ofreis vegna farms og hætti við flugtak FraMflugvél sem Flugleiðir leigðu of- reis í flugtaki á Kefla- vikurflugvelli í vik- uuui og varð að hætta við flugtak. Grunur uin að rauglega hafl verið staðið að hleðslu farmsins. Leigufraktflugvél frá Lúxemborg þurfti að hætta við flugtak í miðri atrennu sl. þriðjudag á Keflavíkurflugvelli og gaf flug- stjórinn þau fyrirmæii í kjölfarið að endurskoða yrði hvernig farminum var hlaðið í vélina. Heimildir Dags herma að vélin, sem er af gerðinni DC-8, hafi sigið niður að aftan í flugtakinu, þ.e.a.s. ofrisið vegna þess hugs- anlega að of mikill farmur hafi verið aftast í henni. Flugmann- inum tókst að stöðva vélina í tíma og urðu ekki meiðsli á fólki eða skemmdir á vélinni. Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flug- Ieiða, staðfesti atvikið í samtali við Dag í gær en sagði að Flug- leiðir bæru enga ábyrgð í málinu heldur erlenda félagið. Forsaga máls- ins er að fraktvél Flugleiða var kyrrsett fyrr um daginn vegna fíkniefnamáls. Vélin var kyrrsett af tollyfirvöldum í fjórar klukku- stundir og sú seinkun þýddi að breyta varð áætl- unum. Flugleið- ir-frakt, dóttur- fyrirtæki Flug- leiða, ákvað að leigja inn vél frá flugfélaginu CargoLyon í Luxembourg af gerðinni DC8, með þriggja manna áhöfn, til að flytja héðan farm, einkum ferskan fisk til Liege í Belgíu. Eftir að flugmað- urinn hafði hætt við flugtakið var farið yfir hleðsluna en síðan flaug vélin til Liege og skilaði af sér farminum. Guðjón segir að Flugleiðir hafi gert svokallaðan „blautleigu- samning" við fyrirtækið eða wetlease sem þýði að þar með sé allt forræði á höndum út- lendinganna. Þótt innlendir hlaðmenn hafi séð um farm- inn, séu þau mál alfarið á ábyrgð flug- stjórans og fyr- irtækis hans. „ Við þekkjum því ekki í smáatrið- um hvað gerð- ist, nema að nokkur töf hlaust af,“ segir Guðjón Arngrímsson. Heimildarmenn blaðsins inn- an flugheimsins telja sumir hvetjir atvikið alvarlegt og benda á svipað atvik í sams konar vél þegar DC-8 var í flugtaki í Mi- ami á Flórída árið 1997. Þá fórst vélin og tjórir menn með. Banda- ríska flugslysanefndin komst að þeirri niðurstöðu að vélin hefði verið ranglega hlaðin. Hjá Rannsóknarnefnd flug- slysa sagði Þormóður Þormóðs- son að vitneskja væri um tilvikið en rannsóknarnefndin hefði ákveðið að aðhafast ekkert vegna þess. Þormóður tók fram að er- lendu aðilarnir hefðu ekki látið vita af atvikinu og hefðu verið farnir úr landi þegar málið spurðist út. Það var Loftferðaeft- irlitið sem lét rannsóknarnefnd- ina vita síðar. Þormóður segir óvarlegt að tala um að vélin hafi verið ranglega hlaðin en engin skýring finnst þó betri á því að flugstjórinn varð að hætta við og kanna hleðsluna betur. Spurður hvort vitneskja lægi fyrir um hvort vélin hafi ver- ið nálægt brautarendanum þegar hún stöðvaðist, sagði Þormóður: „Nei, ég held að hann hafi náð að hætta við áður en hann fór á þann hraða, að tvísýnt gæti orðið um ákvörðun." - BÞ Guðjón Arngrímsson: Berum ekki ábyrgð. Skýrsla um ríkis- styrld gagnrýnd Niðurstaða sérfræðinga um sjávarútvegsmái olli vonbrigðum. Færeyska landstjóm- in lifir enn Líf land- stjórnarinn- ar í Færeyj- um var framlengt í gær er sam- komulag náðist í morgun á milli Anfinns Kallsbergs, lögmanns og formanns Þjóðarflokksins og Högna Hoy- dals, formanns Þjóðveldisflokks- ins og ráðherra sjálfstæðismála um áframhaldandi stjórnarsam- starf í Færeyjum með Sjálf- stjórnarflokkum sem er þriðja hjólið undir vagninum til að tryggja meirihluta. Frumvarp Högna Hoydal, sem allt varð vitlaust út af, snerist um það að fast væri haldið við fullveldisáform Færeyinga á næstu 12 árum, en án þess þó að þjóðaratkvæðagreiðsla um þau væri tímasett. Anfinn Kalls- berg hafði slegið af þjóðarat- kvæðagreiðsluna fyrir hönd Þjóðarflokksins sem ráðgerð var 26. maí nk. Hann frétti af fram- lagninu frumvarps Högna Hoy- dal til Bretlands og hraðaði heimför gegnum Kaupmanna- höfn. - GG Eimskip hagnaðist Hagnaður Eimskipafélags ís- lands og dótturfélaga eftir reikn- aðan tekjuskatt nam 520 millj- ónum króna árið 2000 saman- borið við 1.436 milljónir króna árið 1999. Hagnaður fj'rir reikn- aðan tekjuskatt er aftur á móti 176 milljónir króna. Á fundi fiskinefndar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, FAO sem lauk í gær var in.a. til umræðu ný skýrsla sérfræðingahóps FAO um ríkisstyrki í sjávarútvegi, en ís- lensk stjórnvöld hafa unnið markvisst að því, m.a. á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, FAO og OECD, að gert verði al- þjóðlegt samkomulag um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi. Megin- niðurstöður skýrslunnar eru þær að þrátt fyrir að sterk rök séu fyr- ir því að ríkisstyrkir hafi áhrif á viðskipti með sjávarafurðir og ýti undir aukna sóknargetu og rányrkju þá liggi ekki fyrir full- nægjandi upplýsingar þessu til staðfestingar. Afla þurfi frekari upplýsinga og svara þurfi fjöl- mörgum spurningum. Niður- staða sérfræðinganna vakti von- brigði á fundinum og var skýrsla þeirra harðlega gagnrýnd fyrir of fræðilega nálgun viðfangsefnis- ins. Að tillögu Islands, sem studd var m.a. af Argentínu, Ástralíu, Bandaríkjunum, Chile, Namib- íu, Nýja Sjálandi, Noregi og Perú samþykkti nefndin að vinnu sér- fræðinganna yrði haldið áfram og að leitað verði svara við þeim spurningum sem þeir létu ósvar- að. Á fundinum var samþykkt valfrjáls alþjóðleg framkvæmdaá- ætlun um ólöglegar, óskráðar og ótilkynntar fiskveiðar. Auk þess- ara mála voru til umfjöllunar mörg mál er varða hagsmuni ís- lensks sjávarútvegs eins og hvort CITES-samningurinn um við- skipti með dýr og plöntur í út- rýmingarhættu eigi að taka til viðskipta með fiskafurðir. 1 mál- flutningi íslensku sendinefndar- innar var einnig lögð sérstök áhersla á að hrint verði í fram- kvæmd samstarfsverkefni Al- þjóðabankans og FAO um aðstoð við þróunarríkin við að byggja upp ábyrga, og sjálfbæra fisk- veiðistjórnun. Islensk stjórnvöld áttu verulegan þátt í að móta þetta brýna verkefni, enda hefur Island verið leiðandi í þróunar- aðstoð á sviði sjávarútvegs. Mörg þróunarríki eiga auðug fiskimið og rúmlega 50% af fiskafurðum á alþjóðamörkuðum koma frá þró- unarríkjunum. Mörg þessara ríkja hafa hins vegar enga eða litla fiskveiðistjórnun og mörg þeirra eru berskjölduð fyrir rányrkju erlendra fiskiskipa. - GG Nautgriparæktarfélag íslands Á fundi kúabænda víða að af landinu, sem haldinn var í Borg- arfirði sl. miðvikudag, var ákveð- ið að hefja undirbúning að stofn- un Nautgriparæktarfélags Is- lands (NRFI), og verður stofn- fundur félagsins um miðjan marsmánuð. Markmið félagsins ] verður að stuðla að vexti og við- gangi nautgriparæktar á Islandi, þannig að tryggt verði eftir föng- um að hún fáist staðist þá sam- keppni við innfluttar nautgripa- afurðir sem þegar er hafin, og allt bendir til að muni fara mjög harðnandi í náinni framtíð. Markmiðum sínum hyggst fé- lagið ná með því að vinna að sem örustum erfðaframförum í kúa- stofninum á Islandi hvað varðar heilbrigði, afurðasemi, líkams- byggingu gripa og arðscmi, en án notkunar vaxtaraukandi lyfja, hormóna eða annarra slíkra að- ferða, sem rýrt gætu traust manna á hreinleika og hollustu afurðanna. Félagið mun m.a. stuðla að innflutningi á erfðaefni til að ná fram ofangreindum markmiðum og beita áhrifum sínum þannig að við setningu ræktunarmarkmiða verði ævin- lega tekið mið af nauðsynlegri hagkvæmni í búrekstrinum. - GG Högni Hoydal. HÆSTIRÉTTUR Sparisjóðabank- iim greiði bætur Sparisjóoabanki Islands hefur verið dæmdur af Hæstarétti til að greiða Einari Péturssyni 19 milljónir króna, auk dráttarvaxta og eina milljón krónur í máls- kostnað. Málið spannst út frá samningi um framleiðslulán, sem Rauðsíða ehf. gerði 1998 við tvo sparisjóði vestra, þar sem meðal annars var mælt fyrir um að lánveitendurnir skyldu fá til innheimtu allar kröfur Rauðsíðu á hendur kaupendum veðsettra afurða, nema sérstaklega yrði samið um annað. Rauðsíða seldi 1999 um 311 tonn af frystum þorski með skilmálum sem lýst var í símskeyti frá Einari, en hann seldi eða hafði milligöngu um sölu fisksins til erlends kaupanda gegn bankaábyrgð, sem Sparisjóðabankinn hafði milligöngu um að fá greidda. Þegar greiðsla barst Sparisjóða- bankanum var henni ráðstafað til Sparisjóðs Bolungarvíkur í andstöðu við fyrirmæli Einars, sem hafði ætlað sér þónokkurn hluta fjárins til endurgreiðslu útlagðs kostnaðar og umboðs- launa. Faðrr fær forræðið Hæstiréttur hefur dæmt föður forræði yfir syni sínum og um leið hafnað kröfu foreldra lát- innar móður barnsins um for- ræði. Sonurinn, sem fæddur er 1996, slasaðist illa í bílslysi sem grandaði móður hans. Hann fór í vistun meðan mál gekk fyrir dómstólum til viðurkenningar á faðerni hans, en þar taldist sannað að foreldrar hans hefðu verið í sambúð og því farið sam- eiginlega með forsjá barnsins. Því hefði faðirinn átt að fara með forsjána eftir andlát móður. Var faðirinn sýknaður af forsjár- kröfu foreldra móðurinnar vegna aðildarskorts þeirra. Þungur dómur- fyrir Laxaliud Fiskeldisfyrirtækið Laxalind hefur í Hæstarétti verið dæmt til að greiða Sæmundi Þórðarsyni, Skúla Þorvaldssyni og öðrum eigendum Vatnsleysu sf. yfir 40 milljónir króna. Vatnsleysufólk- ið krafðist þess að staðfest yrði riftun á leigusamningi um 150 hektara lóð og samningi um nánar tilgreindan afnotarétt af vatni. Samningana hafði Vatns- leysufólkið gert við Lindalax, en Laxalind tók síðar yfir réttindi og skyldur samningsins. Endurgjald vegna samning- anna, sem gerðir voru 1987, fór í vanskil, en Laxalind bar við að ósanngjarnt væri að hálfu Vatns- leysu sf. að bera fyrir sig ákvæði samninganna um endurgjald, m.a. þar sem umsvif fiskeldis- stöðvarinnar hefðu dregist mjög saman. Ekki var fallist á þá mót- báru Laxalindar. Hæstiréttur gekk lengra en undirréttur, sem dærndi Laxalind til að greiða Vatnsleysufólkinu „aðeins" tæp- lega 12 milljónir króna og hafn- aði riftunarkröfunni. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.