Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 11
D^ur LAUGARDAGVR 3. MARS 2001 - 35 ERLENDAR FRÉTTIR Eyðileggmgm erhafiii Þetta 1600 ára gamla Búddalíkneski er 53 metra hátt, en Afganir byrjuðu að skjóta á það í gær með fallbyssum og sprengjuvörpum. Talibanastjómin í Afganistan lætur al- þjóðleg mótmæli sem vind um eyran þjóta og er þegar byrjnð að eyðileggja allar stytt- ur í landinu. Þvert ofan í alþjóðleg mótmæli, meðal annars frá öðrum múslimaríkjum, sagðist Tali- banastjórnin í Afganistan í gær vera byrjuð á því viðamikla verk- efni að eyðileggja allar mynda- styttur sem fyrirfinnast í land- inu. Þar eru ekki undanskildar ævaforn menningarverðmæti á borð við Búddalíkneskin tvö í Bamiyan, sem eru meira en 38 og 53 metra há og höggvin í gegnheila kletta. Allar styttur í þjóðminjasafni Afganistans í Kabúl fara sömu leið, og versl- unareigendur í landinu fengu jafnframt þá skipun að eyði- leggja allar styttur sem þeir væru með í fórum sínum. Mullah Mohammad Omar, æðsti leiðtogi Talibana í Afganistan, kemur ekki auga á neitt æðra gildi þessara ævafor- nu menningarverðmæta.- Hann og félagar hans sjá ekki að um neitt annað en „skurðgoð" sé að ræða, og hika því ekki við að eyðileggja þessi líkncski til þess að koma í veg fyrir alla skurð- goðadýrkun, enda banna íslömsk lög allt slíkt. Töluverðu magni sprengiefna var safnað saman við stóru stytt- urnar tvær í Bamiyan, og sögð- ust Talibanarnir þegar vera byrj- aðir að skjóta á þær með fall- byssum og sprengivörpum. Sprengiefni var einnig komið fyrir undir styttunum til þess að auðvelda eyðilegginguna. Reutersfréttastofan skýrði frá því í gær að almenningur í Afganistan sé ósáttur við þessar framkvæmdir, og það cigi líka við um suma embættismenn Tali- banastjórnarinnar. Talibanastjórnin hefur ekki aðeins bannað styttur, heldur eru Ijósmyndir einnig bannaðar og sjónvarp sömuleiðis. Þetta bann gildir á öllu því svæði sem Talibanastjórnin ræður yfir, en það er um það bil 90% af Iand- inu. Talibanastjórnin nýtur einung- is viðurkenningar þriggja ríkja í heiminum, en það er Pakistan, Sádi-Arabía og Sameinuðu arab- ísku furstadæmin. Ljóst er að styttubannið verð- ur ekki til þess að bæta álit um- heimsins á stjórnvöldum í Afganistan, en nú síðast íjanúar lögðu Sameinuðu þjóðirnar nýj- ar refsiaðgerðir á landið f\rrir að reka þjálfunarbúðir hryðjuverka- manna og hafa skotið skjólshúsi vfir hinn eftirlýsta hrvðjuverka- mann Osama bin Laden. Fjölmargar ríkisstjórnir bæði vestrænna landa og íslamskra landa fordæmdu í vikunni þessar umdeildu aðgerðir Talibana- stjórnarinnar og hvöttu þá til þess að hætta við að eyðileggja ómetanleg menningarverðmæti, að ógleymdum þeim löndum þar sem búa fjölménnir hópar búddista, svo sem Taíland, Sri Lanka og Nepal. Indverska stjórnin bauðst jafn- vel til þess að taka að sér umsjón stóru Iíkneskjanna í Bamiyan. Múslimar cru einnig fjarri því að vera á einu máli um að aðgerðir Talibanastjórnarinnar séu rétt- mætar, og héldu lærðir múslim- ar því fram að þær séu andstæð- ar íslamskri trú, þar sem hún feli í sér virðingu lyrir öðrum menn- ingarheimum. 9BI Nýr vamarmálaráðherra TEL AVIV - Verkamannaflokkurinn í ísr- ael hefur útnefnt fyrrum hershöfðingja, Binyamin Ben-Eliezer, sem varnarmála- ráðherra í nýrri þjóðstjórn. Um leið og út- nefningin varð ljós kom hann fram og hvatti Palestínumenn til að halda ró sinni, hætta ofbeldi og snúa sér að samn- ingaviðræðum á ný. Ben-Eliezer er fædd- ur í Irak og er 65 ára gamall. Hann varð með sannfærandi hætti hlutskarpastur þeirra sem komu til greina f þetta emb- ætti en valið var um menn í miðstjórn flokksins. I samtölum við fréttamenn eft- ir að útnefndingin lá fyrir sagði hann að áherslur sínar beindust að því að tryggja öry'ggi Israels á ný gegn þeirri ógn sem stafar af uppreisn Palestfnu- manna og besta leiðin í þeim efnum væri að taka upp viðræður og láta af gagnkvæmum drápum. Dolly í klóm gin- og klaufaveiM LONDON - Einhver frægasta kind mannkynssögunnar, Dolly sem var einræktuð um árið, er ásamt fjölda annarra klaufdýra komin í sóttkví vegna sívaxandi útbreiðslu gin- og klaufaveikinnar. Veikin er að verða alger martröð fy'rir evrópskan landbúnað og hún breiðist stöðug út til nýrra staða. í gær var tilkynnt um enn fleiri tilfelli þar sem veikin hafði uppgötvast f Bretlandi en á sama tíma reyna þjóðir Asíu og Bandaríkjanna að herða mjög allar umgengnisreglur við Bretland, þar sem veikin er útbreiddust. Forsmekkurinn af pólitísk- um deilum vegna málsins fékkst í gær þegar Tony Blair forsætisráð- herra Breta hundskammaði verslunarkeðjur fyrir að þröngva bænd- um til að selja kjöt á svo lágu verði að þeir nevddust til að fórna ýms- um gæða- og eftirlitsstöðlum til þess eins að geta tekið þátt í sam- keppninni. Binyamin Ben-Eliezer. Bandaríki Afríku SIRTE, Libyu - Leiðtogar Afríkuríkja sem hittust á fundi í Líbýu í gær samþykktu mikla ályktun um nauðsyn þess að stofna Bandaríki Afríku, en diplómatar þessara sömu ríkja sögðu að þessi yfirlýsing væri heldur Iaus f sniðum og fátt þar sem hönd á festi. Því bæri frekar að líta á þetta sem framtíðarsýn sem menn hefðu þó sumir leiðtogar eins og Gaddafý' Lí- býuforseti legði mikla áherslu á að þetta mál fengi sem bestan og skjótastan fram- ___________ gang. I lok þessa leiðtogafundar var þó samþykkt að setja á fót samband ríkjanna sem tæki mið af því sem er að gerast í Evrópusambandinu. Nýja Afríkusambandið á að hafa ráð- herraráð, samafrískt þing, Afríkudómstól og sameiginlega mvnt. Hvort og hvenær þessum áformum verður hrint í framkvæmd er síð- an-önnur saga. Gaddalý lýsti þessari samþykkt sem tímamótum í mannkynssögunni, en aðrir voru ekki alveg eins vissir. Mammar Gaddafy. Dauðarefsing fyrir skattasvindl BEIJING (Reuters) - Sjö manns voru í gær dæmdir til dauða í Kína fyrir skattasvindl f suðurhluta Iandsins þar sem heitir Guangdong. Þetta eru fýrstu dómarnir í umfangsmiklu spillingarmáli sem er það stærsta scm upp hefur komið frá því að kommúnistar komust til valda í landinu árið 1949. ■ FRÁ DEGI LAUGARDAGUR 3. MARS 62. dagur ársins, 303 dagar eftir. Sólris kl. 8.28, sólaralag kl. 18.53. Þau fæddust 3. mars • 1845 Georg Cantor, þýskur stærðfræð- ingur. • 1847 Alexander Graham Bell uppfinn- ingamaður og kennari heyrnarlausra. • 1914 Asger Jorn, danskur listmálari. • 1951 Hjörleifur B. Kvaran borgarlög- maður. • 1962 Jackie Joyner-Kersee, bandarísk fþróttakona. TIL DflGS Þetta gerðist 3. mars •1918 sömdu Rússar um frið við Þjóð- verja og Austurríkismenn í fýrri heims- styrjöldinni, rúmu hálfu ári fvrir stríðs- lok. •1931 ákváðu Bandaríkjamenn endan- lega að gera sönginn um „stjörnuprýdda fánann" að opinberum þjóðsöng sínum. • 1984 var kvikmynd Þorsteins Jónssonar Atómstöðin frumsýnd. Vísa dagsins Nóg hefir önd mín undra þegið; ég em hið ytra óviti nær. En hið innra allir skjdlfa súlar rninnar silfurstrengir. Matthías Jochumsson Afmælisbam dagsins Bandaríska kvikmyndastjarnan Jean Harlow var ein aðalkvnbomban á fjórða áratug síðustu aldar. Hún fæddist í Kansas City þann 3. mars árið 1911 og hefði því orðið níræð í dag. Hún lést hins vegar í Los Angeles árið 1937, að- eins 26 ára gömul. Hún lék fy'rst í stutt- um grínmyndum og lengri grínmynd með Laurel og Hardy, en sló síðan í gegn í myndinni Hell’s Angels árið 1930 og var ein vinsælasta leikkonan næstu árin. Kosturinn við lélegt minni er að maður get- ur notið sömu góðu hlutanna oftar en einu sinni í fýrsta sinn. Friedrich Nietzsche (1844-1900) Heilabrot Hún er eineygð, sjónlaus, fótalaus og handalaus en með langan hala" og getur valdið sársauka ef menn gæta sín ekki í umgengni við hana. Hver er hún? Sfðasta gáta: Tveir mafíuforingjar, köllum þá A og B, settust niður á bar og fengu sér báðir sams konar dry'kk með klaka. Hvor- ugur vissi að þeir voru í bráðri lífshættu, því launmorðingi hafði byrlað þeim eitur. A drakk sinn drykk í rólegheitum, en B skellti sínum í sig í hvelli og pantaði strax annan. Að fáeinum mínútum datt A niður dauður, en B fann ekki fyrir neinu og lifði banátil- ræðið af. Hvernig stóð á því? Lausn: Eitrinu var komið fy'rir í ísmolun- um, sem bráðnuðu í glasinu hjá Aen B var búinn að drekka úr sínu glasi áður en ísinn bráðnaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.