Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 3
Íkgur-Œmrirat Laugardagur 8. febrúar 1997 -15
Skiptir kynþokkinn máli í atvinnulífinu? Ef svar-
ið er jákvœtt, er hann okkur til framdráttar eða
trafala? Hvort er líklegra að konur eða karlar
geti nýtt sér kynþokka til að koma sér áfram í
lífinu? Er kynþokkinn eitthvað sem við sjáum
eða skynjum?
essar spurningar, og fleiri
tengdar kynþokkanum,
voru til umræðu á
skemmtistaðnum Astró í gær-
kvöldi á dagskrá sem tengdist
Jafnréttisdögum Stúdentaráðs
Háskóla íslands. Heyrum hvað
fyrirlesararnir fjórir hafa um
máhð að segja.
Hvað er kynþokki?
Jónína Leósdóttir, blaðakona
hjá Fróða, leggur áherslu á að
nauðsynlegt sé að skilgreina
hvað sé kynþokki, áður en hægt
sé að meta
hvort þetta
fyrirbrigði
sé fólki til
trafala eða
framdráttar.
„Kynþokki
er ekki eitt-
hvað aug-
ljóst eins og
t.d. þegar
verið er að
tala um rautt hár,“ segir hún.
Þegar búið er að komast að
niðurstöðu um hvað sé kyn-
þokki telur Jónína hugsanlegt
að hann skipti máli í sumum at-
vinnugreinum en öðrum ekki.
„T.d. breytir voða litlu hvort
kona lítur út eins og Marilyn
Monroe eða er eitthvað öðruvísi
í laginu ef hún er að grúska í
málvísindum. Ef hún er aftur á
móti að vinna með fólki, sér-
staklega ef hún þarf að sann-
féera fólk, selja því eitthvað eða
annað slíkt, þá getur kynþokk-
inn verið til framdráttar.“
Misnotkun leiðir til falls
„Kynþokki er eitt af því sem
manneskjan hefur. Sumir eru
gáfaðir, sumir eru sterkir, sum-
ir eru vel að sér í einhverjum
sértækum málum og sumir eru
kynþokka-
fullir. Ég
held að kyn-
þokkinn geti
tvímæla-
laust verið
til fram-
dráttar en
ef hann er
misnotaður
getur hann
þó orðið viðkomandi að falli,“
segir Hallur Ilelgason, dag-
skrárstjóri Bylgjunnar.
-Gildir það sama um kyn-
þokka karla og kynþokka
kvenna?
„Vegna valdahlutfallsins í
heiminum tel ég reyndar að
konur geti nýtt sér kynþokkann
betur þar sem þær eru yfirleitt
að eiga við yfirvald af hinu kyn-
inu. I atvinnulífinu og valdatafli
samfélagsins eru karlar, í lang-
flestum tilfellum, að sækja á,
sættast við eða leita til kyn-
bræðra."
Hvorki fjötrar né frami
„Ég fæ ekki í fljótu bragði
séð hvort að það að vera talinn
kynþokkafullur séu fjötrar eða
frami. Hvorugt held ég,“ segir
Þorsteinn J. Vilhjálmsson,
dagskrárgerðarmaður á
Stöð 2.
Vangaveltur Þorsteins
snúast aðallega um hvern-
ig kynþokki kemur fram í
því sem við sjáum ekki. „Þá
á ég t.d. við
hvernig
rödd hefur
áhrif á það
sem okkur
kann að
þykja kyn-
þokkafullt.
Einnig ein-
staka orð
sem eru
kynþokkafull. Ekki brosið eða
brjóstin, sem við sjáum, heldur
frekar það sem við skynjum í
sambandi við kynþokkann."
Sjálfsmyndin mikilvæg-
ust
„Mín niðurstaða er sú að
spurningin hvort kynþokki sé
fjötrar eða frami snúi ekki að
umheiminum, þ.e.a.s. hvernig
aðrir upplifi minn kynþokka og
hvernig aðrir bregðist við hon-
um. Miklu frekar snýr þessi
spurning að hverjum og einum
og ætti
kannski
frekar að
hagar hann sér einfaldlega
þannig og ef einhver hefur eitt-
hvað við það að athuga er það
hans vandamál. Mér finnst
þetta vera spurning um frelsi
hvers einstaklings til að fá að
vera hann sjálfur." AJ
líður
mér
vel?“ segir
Elsa B. Vals-
dóttir, lækna-
nemi og formaðm-
Heimdallar.
Elsa telur að sjálfs-
mynd einstaklings hafi
meiri áhrif á hvort honum
gangi vel, en álit annarra.
„Ef einhverjum líður vel í
kynþokkahlutverkinu
Strákar, stelpur ogtölvur
Eiga strákar tölvuöldina? „Já, auðvitað, eins
og þeir eiga allt annað sem er gaman og
skemmtilegt eða gróðavœnlegt, “ er svar Þor-
valds Sverrissonar, vísindaheimspekings.
Birna Bragadóttir, tölvunarfrœðingur, er ekki
sammála. „Tölvuöldin er eins opin okkur og
hugur okkar er opinn, “ segir hún.
Að mati Þorvalds eru aðallega þrír hlutir sem skipta máli í
heiminum. í fyrsta lagi gróði, öðru lagi sköpun og þriðja lagi
réttlæti. Strákarnir eigi gróðann og tækifærin til sköpunar
en ekki stelpur. „Við hirðum gróðann sem verður til á tölvu-
öldinni og það erum við sem fáum að leika okkur með þetta
nýja verkfæri."
Þorvaldur segir freistandi að halda að tölvur komi til með
að gegna hlutverki í jafnréttisbaráttu kvenna en slíkar
væntingar séu bara rugl. Enginn munur sé á tölvum og öðru
að því leyti að alltaf endi það þannig að konur vinni skít-
verkin. „Þær fá valmyndina en við búum valmyndina til og
stjórnum þar með lífi þeirra kvenna sem vinna við tölvur út
um allan heim. Auðvitað er ekkert réttlæti í þessu en svona
er heimurinn."
Og Þorvaldur er ekki bjartsýnn á að breytingar séu í
vændum. „Þetta er umhverfi þar sem fikt borgar sig og að
þora að fikta án þess að vera hræddur við að eyðileggja eitt-
hvað mikilvægt. Markviss fiktnáttúra er annaðhvort ekki til
staðar, eða alin úr stelpum. Ég veit ekki hvort. Stelpur fikta
í ótrúlega leiðinlegum hlutum, hanga inni
á klósetti og mála sig eða leika sér með
einhverjar tuskur. Þetta er umhverfi
þar sem allir möguleikar eru tæmdir á
mjög stuttum tíma.“
Ólíkar aðferðir en jafngildar
Birna Bragadóttir, tölvunarfræðinemi, er
ekki sammála Þorvaldi um að stelpur
standi strákum að baki á tölvuöld vegna
hræðslu við að fikta. Hún telur að stelpur
beiti gjarnan annarri aðferð en hún só jafn-
gild þeirri sem strákarnir nota.
„Þegar ég mæti fyrirstöðu í mínu námi þá
bakka ég. Ég dreg mig í hlé og leggst yfir vanda
málið. Strákarnir fara aðra leið. Þeir bakka ekki
heldur stökkva. Ef þeir kunna ekki eitthvað þá bara
sleppa þeir því. Þetta eru tvær aðferðir og í mínum
huga eru þær jafngildar. Séð frá karlmanninum er að
ferð konunnar, eða mín aðferð, ekki árangursrík því
hún tekur of langan tíma.
-En þér sjálfri, finnst þér þín aðferð virka jafn-
vel?
„Eftir yfirleguna veit ég meira mn sviðið. Og
þegar ég mæti svipuðum verkefnum veit ég bet-
ur hvar ég er stödd. Þannig að mín aðferð skil-
ar sér, en á lengri tíma.“
Birna segir að hún hljóti að vera bjartsýn
fyrir hönd kvenna, annað væri uppgjöf. Hún
telur því ekki að eigna eigi strákum tölvuöld-
ina. Séu hugir stúlkna opnir standi tækifæri
tölvunnar einnig þeim til boða. AI