Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 19

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 19
ÍDagur-®mtimx Laugardagur 8. febrúar 1997 - 31 Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson Grunnt er enn á þui góða - hjá fyrrum félögum í The Smiths Þrátt fyrir að hafa legið í gröf sinni í u.þ.b. tíu ár, eru mál hljómsveitarinnar áhrifamiklu frá Manchester, The Smiths, sem segja má að eigi stóran þátt í Brit rokkinu sem nú er svo ráðandi í breskri poppmenningu, enn ekki öll til lykta leidd. Líkt og þegar sveitin leystist upp er enn mjög svo grunnt á því góða milli aðal meðlimanna ijögurra sem skipuðu hana lengstum, Morrissey söngvara, Johnny Marr gítarleikara, Andy Rourke bassaleikara og Mike Joyce trommuleikara. Á það sérstaklega annars vegar við um þá Morrissey og Marr ann- ars vegar gegn Rourke og Joyce hins vegar, eins og mál hafa þróast fram á þennan dag. Snýst þetta eins og flestir geta ímyndað sér aðallega um pen- inga og þá nánar tiltekið þann gróða sem plötur Smiths hafa sérstaklega gefið af sér á síð- ustu árum í endurútgefnu geislaformi. Hlut í þessum gróða og reyndar þeim sem Smiths öðlaðist meðan að sveit- in var enn lifandi, hafa Morriss- ey og Marr, og þá einkanlega sá fyrrnefndi, ekki viljað sam- þykkja að hinir tveir ættu rétt á þar sem þeir hefðu lítt eða ekk- ert komið nálægt tónlistarsköp- uninni. Því hafa bæði Rourke og Joyce svarað með því að stefna hinum tveimur og hafa báðir haft sitt fram fyrir dómstólum. Sá munur er hins vegar á að annar fékk heldur betur meira en hinn. Rourke sem höfðaði sitt mál fyrir allnokkru lét sér nægja að samþykkja um 9 millj. ísl. kr. í sinn hlut og gekkst undir það í leiðinni að þar með væri kröfugerð af hans hálfu lokið fyrir fullt og fast, en Joyce hafði hins vegar mun harðari kröfu uppi og fékk að lokum sér dæmdar í hæstarétti rúmar 100 millj. ísl. kr. auk um 30 millj. í málskostnað. Var þessi dómur í máli Joyce einmitt kveðinn upp Kula Shaker með söngvarann Crispin Mills fremstan. Hefur hann að und- anförnu lagt Prodigy lið. Foruitnilegt samstarf Kula Shaker og Prodigy eru þótt ólíkar um flest séu, tvær af mest spenn- andi hljómsveitum Breta um þessar mundir. Sú fyrrnefnda var tvímælalaust nýliðasveit ársins 1996 með plötunni sinni, K og Prodigy þykir nú vera lík- legust að verða næsta breska „stórveldið" á heimsvísu að margra mati. Það eru því nokk- ur tíðindi að tveir af aðalmönn- um þessara hljómsveita, Crispin Mills úr Kula Shaker og Liam Ilowlett úr Prodigy, hafi samið lag saman, sem gert er ráð fyrir að verði á nýju plötunni með Prodigy er koma á út í apríl. Lagið hefur reyndar ekki ennþá verið nafngreint, en að sögn Mills var það Howlett sem hafði samband við hann eftir að hafa heyrt stórsmell Kula Shaker, Tattva, í útvarpinu og hrifist mjög af. Sendi hann Mills í framhaldinu snældu með ýms- um hugmyndum, sem svo samdi og tók upp eitt lag með Howlett og félögum hans í Pro- digy. Sem fyrr sagði er nafn ekki komið á lagið, en vinnu- heiti á því hefur t.d. verið, Your time has come. Ef svo vel tekst til og lagið vekur athygli, er ekki að vita nema að af frekara samstarfi geti orðið. nú skömmu fyrir síðustu jól og vakti að vonum mikla athygli í Bretlandi. Rourke hugsar sinn Sað nýju rið á mála- lokunum hjá Mike Joyce, var Andy Rourke inntur eft- ir viðbrögðum og jafnframt spurður hvort hann væri ekki svekktur með sinn hlut nú. Svaraði hann því til að svo væri ekki mjög að hann væri í öng- um sínum. Fyrst og fremst væri hann ánægður fyrir hönd Joyce og dómurinn sannaði að þeir tveir hefðu fyllilega haft rétt fyrir sér. Hann ætlaði nú svo auðvitað að hugsa sinn gang að nýju í ljósi þessa og ráðfæra sig við lögfræðinga, en það yrði bara að koma í ljós hvort grundvöllur væri fyrir hendi að Smiths á stnum um félögum. dýrðardögum. Þeir komu og fóru og nú er Iftill vinskapur með hinum fyrr- taka hans mál upp aftur. Um Morrissey vill Rourke ekki mik- ið segja annað en að honum hljóti að líða ekki allt of vel eftir þessi málalok. Framkoma hans í málinu hafi ekki verið söngv- aranum til framdráttar né til þess fallin að vinna honum traust. Annars segist haim al- mennt hugsa vel til þess tíma er Smiths var við lýði og allt lék í lyndi í sveitinni. Einskis væri að iðrast, en Morrissey er ekki lengur (og Marr sjálfsagt ekki heldur) einn af þeim sem Ro- urke sendir jólakveðju. Rourke er annars enn á fullri ferð í tón- listinni og hefur nú ásamt fyrr- um trommara Happy Mondays, Gary Whelan, stofnað nýja og spennandi hljómsveit sem kall- ast Delicious. iiiáLÍkii ujlLi Jáii L á j k I ii.iiikÁ .iJkÁLÁii i IM i l.i i íikAii íkUi k. L.iii t . .i iíLk k áL fe P O P P l.i . , iá J , r 'T . i r r» u w 1 "*v "v f ! i f i á i A » V Mfff’ * F ~ * f t f f! k k á . — • Gítar- og fiðluleikari ís- landsvinanna góðu í Pulp, Russell Senior, hefur nokkuð óvænt sagt skilið við hljóm- sveitina. I fregn frá sveitinni segir að ástæðan fyrir þessu sé aðallega sú, að Senior hafi hætt til að láta draum sinn um aðra hljómsveit rætast. Skiln- aðurinn sé hins vegar án allra leiðinda og að Pulp óski hon- um alls hins besta í framtíð- inni og muni sakna hans. Leit að eftirmanni er ekki á döf- inni, a.m.k. í bráð, en þess í stað eru Jarvis og hinir með- limir Pulp sem eftir eru, á kafi við að undirbúa upptökur á nýrri plötu. • Fyrir utan að njóta mikilla vinsælda, hefur það vakið at- hygli margra við þætti þeirra Árna Þórarinssonar og Ingólfs Margeirssonar í Sjónvarp- inu, Á elleftu stundu, hversu fínt og hressilegt kynningarlag þáttarins er. Má því til gamans og upp- lýsingar segja frá því, að þarna er á ferðinni dágóð- ur svartur gítarleikari frá Texas að nafni, Tut Jones og kallast lagið Excited. Er Tutu einn af þessum þús- undum gítarleikara í Texas sem meira en vel verð- skulaði að öðlast frægð. • Garbage, með trommar- ann og upptökustjórann Butch Vig og söngkomma dulúðlegu frá Skotlandi, Shirley Manson, fremst í flokki, sem svo hressilega hefur slegið í gegn með fyrstu samnefndu plötunni sinni frá 1995, er nú komin vel á veg með að vinna sína aðra plötu. Hljómsveitin var á nær stanslausu tónleikaferða- lagi frá útgáfu frumburðarins langt fram á síðasta ár, en tók samt lítið sem ekkert hlé held- ur hófst handa við að vinna nýju plötuna. Hennar bíða menn nú með mikilli eftir- væntingu. Hvenær hún kemur út er hins vegar ekki alveg vit- að, nema að vonast er til að þ- að verði vart síðar en í sumar. • Heyrst hefur að Peter Ga- briel sé eitthvað að taka upp samstarf að nýju við sína gömlu félaga í Genesis. Eru þetta ugglaust stórtíðindi fyrir marga, en rúm 20 ár eru frá því að hann hætti í hljómsveit- inni. Mun enginn annar en Óskar Páll Sveinsson, fyrrum upptökustjóri og starfsmaður Ríkisútvarpsins, sem nú býr og starfar í London, hafa ljóstrað þessum miklu tíðind- um upp í viðtali á útvarps- stöðinni Bylgjunni og skilst Poppsíðunni að hann sjálfur vinni nú fyrir þessar víðfrægu stjörnur. Sem sagt, ekkert smáræði á ferðinni, sem spennandi verður að heyra meira af. • Depeche Mode, ein af líf- seigari tölvupopphljómsveit- um Bretlands, hefur nú að nýju náð að rétta úr kútnum eftir töluverða erfiðleika þrjú síðustu árin eða svo, aðallega vegna fíkniefnavanda söngv- arans Davids Gahan. Nýtt lag, Barrel of a gun, er nú komið út og fylgir svo plata í fullri lengd fljótlega í kjölfarið. Gleður þetta án efa margan aðdáanda sveitarinnar, sem vísast voru orðnir vondauf- ur um að hún léti heyra í sér aftur. • Plata sem ugglaust margir vilja óðir og upp- vægir heyra, er Oasis - Unplugged, en hún er nú að koma eða er rétt komin út a.m.k. í Ameríku. Má segja að um nokkurs konar forskot á sæluna verði þar að ræða, en nýrrar plötu frá ofursveitinni mun vera að vænta innan fárra mán- aða ef allt gengur að ósk- um. Shirley Manson er nú ásamt félögum sínum í Garbage byrjuð að vinna nýja plötu.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.