Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 17
|Dagur-®ímtrat
Laugardagur 8. febrúar 1997 - 29
LÍF O G LAND
Land og þjóð
Sigurður
Bogi
Sævarsson
skrifar
1. Spurt er um verslunarstað á
Suðurnesjum, sem tók af í
miklu sjávarflóði 1799. Æ síðan
hefur verið siður að kenna mik-
il brimveður við staðinn. Hver
var verslunarstaðurinn og hvað
eru veður þessi kölluð?
2. Spurt er um helli í Hallmund-
arhrauni í Borgarfirði. Hvað
heitir hellirinn, sem er þekkast-
ur fyrir þjóðsögu um átján
skólasveina úr Skálholtsskóla,
sem þar höfðust við eftir að
þeir struku úr skólanum?
3. Spurt er um þjóðkunnan ís-
lending, sem fæddur var árið
1894 á bænum Kóranesi á Mýr-
um og lést 1972. Hver var mað-
urinn?
4. Sigtryggur Guðlaugsson var
lengi skóiastjóri að Núpi við
Dýraíjörð. Fyrir hvað urðu
hann og Hjaltína Guðjónsdóttir,
eiginkona hans, þekkt - og
hverjir eru tveir landsþekktir
synir þeirra?
Er einhver þama úti?
greiðlega loftsýnir (sem geta
auðveldlega verið náttúrulegar)
sem geimför á ferð. Margir úr
þeim hópi halda líka að raun-
vísindamenn afneiti tilvist utan-
jarðarlífs eða haldi að geimver-
ur geti ekki heimsótt jörðu
vegna strangra skilyrða sem
þeir setja um sannanir alls
þessa. Ilvorutveggja er rangt.
Traust rök og haldbærar sann-
anir eru ekki sammerk blindu á
náttúruna. Vísindaleg varkárni
ber vitni um virðingu fyrir nátt-
úrunni.
III.
Langflestir náttúrufræðingar
gera ráð fyrir líkum á lífi, bæði
frumstæðu og mjög þróuðu, ut-
an jarðar. Vitsmunaverur eru
þó væntanlega sjaldgæfar, ef til
eru, í hlutfalli við Qölda sól-
stjarna og þá sólkerfa sem þeim
fylgja. I okkar vetrarbraut
skipta sólkerfm tugum millj-
arða ef reikistjörnur eru al-
gengar umhverfis sólir. Og vetr-
arbrautir eru til milljörðum
saman. Mjög sértæk skilyrði
þarf til lífs og líkurnar á þeim
einmitt litlar miðað við fjölda
hnatta. Þó að sums staðar
dveljist vitsmunaverur eru enn
minni líkur á að þær geti skotist
hingað, tæknivandans vegna.
Með þessa vitneskju að leiðar-
ljósi er best að skoða umheim-
inn.
„Langflestir náttúrufræðingar gera
ráð fyrir líkum á lífi, bæði frum-
stæðu og mjög þróuðu, utan jarð-
ar,“ segir Ari Trausti m.a. í pistli
sínum.
Ari Trausti
Guðmundsson
skrifar
I.
Engin skýr mörk eru til milli
raunveruleikans og trúar-
bragða eða á milli heimspeki og
náttúruvísinda. Það sem menn
sjá og skynja er jafnoft metið
huglægu mati sem hlutlægu.
Þess vegna er reynt að gera
mjög strangar kröfur til svo-
nefndra sannanna á tilvist fyr-
irbæra eða til skýringa á ýmsu
því sem gerist í náttúrunni. Til
dæmis duga hvorki ljósmyndir
né kvikmyndir áhorfenda, sem
sjá Lochness skrímslinu eða
snjómanninum Yeti bregða fyr-
ir, sem óhyggjandi sannanir. Ef
sanna ætti að menn geti setið í
lausu lofti þarf að framkvæma
vandaðar tilraunir í völdu og
hlutlausu umhverfi en eiðfestar
frásagnir eða ljósmyndir duga
ekki. Því óvenjulegra sem fyrir-
bærið er þeim mun vandaðri
verða sannanirnar að vera. Um
sýnir eða hluti sem staðfesta að
Iíf sé utan jarðar gildir að gera
verður mjög strangar kröfur
um sönnunarbyrði.
II.
Sjái einhver „fljúgandi disk“
eða geimveru og skýri frá því
dugar ekki að taka orðin sem
sönnun þess né heldur myndir
sem lagðar eru fram.
Engar haldbærar sönnur
hafa verið færðar á heimsóknir
utan úr alheiminum til jarðar
og gildir einu hvort um er að
ræða „skýrslur Bandaríkjahers"
eða þúsundir frásagna og
mynda sem til eru. En trú færir
fjöll og afar stór hópur er sann-
færður um tilvist vitsmunavera
utan jarðar og tíðar heimsóknir
þeirra hingað. Menn túlka
5. Landsvæði í Skagafirði, sem
liggur milli tveggja vatna, er al-
þekkt álfabyggð. Hvert er þetta
svæði?
6. Laxá í Aðaldal er ein besta
og vinsælasta laxveiðiá lands-
ins. Hvað heita fossarnir neðst í
ánni, sem þykja góður veiði-
staður?
7. Sérstöku minjasafni hefur
verið komið upp í kaupstað á
Austurlandi, sem áður var
nefndur Búðareyri. Hvert er
núverandi nafn staðarins og
hverskonar safn er þar?
8. Myndin hér að ofan er af
húsum Skíðaskólans í Kerlinga-
íjöllum, sem eru í svokölluðu
Árskarði. Stjórnandi skólans er
velþekktur og starfaði m.a. við
fjölmiðla. Hver er maðurinn og
hvaða útvarpsþátt annaðist
hann lengi?
nuidjVAjf) j Buiuijj^iaiunSjoui
iSuai JSIQBUUB 'UOSSJIPUJQ .11.:1111p[If\ 'g
lUJBSBfUHUSQIJJS
ddn Q!uio>( quoa jnjoq iqjijbqXou y ' i
•JESSOJJBQa' '9
soubjSoh 'S
BjjBtidins iíiua| ‘jnjspjti 80 uofjs
-njojsjngoA aj ‘jnu/tiH nia bjjioc[ Jiúiíg
jjjæjQjBg -uj.'Cj j)(5(acj ngjn uofq iibj f
•smsipiOA
-Q/C( ijosjoj jbuub ‘uossiiaSsy Jiogsy 'í'
JIKoqsjjn's z
•jnQ0ABpU0SBH iio JBpUBSBH l
Fluguveiðar að vetri (5)
Draumur
fluguveiðimannsins
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
urrfluguveiði er draumur
fluguveiðimannsins. Ég
veit ekki hve mörg ár liðu
frá því ég byrjaði að veiða á
flugu þar til draumurinn rætt-
ist, en þau voru nokkur.
Draumurinn er þessi: það er
hlýtt og mjúkt, lognkyrrt, speg-
ilslétt vatnið er alsett hringum,
fiskurinn vakir út um allt! Hann
er að taka á yfirborðinu, litlar
flugur sem fljóta á vatnsskorp-
unni. Eftir andartak er flugan
kominn út þar sem fiskurinn
sýndi sig, og...hann tekur!
í þessu okkar misviðrasama
landi þar sem sumar er meira á
almanakinu
en í raun
getur langur
tími liðið
milli þess að
draumar
sem þessi
rætist. En
þegar það
gerist er
ekkert
skemmti-
legra. EKK-
ERT!
Svo fræg
er þurr-
fluguveiði í
heimsmenn-
ingunni að
sumir halda
að þurr-
fluguveiði sé
EINA fluguveiðin. Að einungis
sé hægt að veiða á flugu þegar
svo háttar að fiskurinn taki
uppi, gári yfirborðið, í logni.
Þetta hélt ég lengi og fannst
geta verið nokkuð ódrjúg biðin
milli fluguveiðitúra. Nei, maður
veiðir alltaf á flugu, við allar
aðstæður, hátt og lágt, - en
þurrflugan er best. Reyndar svo
góð að sumir enskir aðalsmenn
kasta ekki nema þar sem fisk-
urinn tekur uppi. Svo miklir
heldrimenn geta. gengið dögum
saman á bakkanum, skimað og
beðið, en ekki dettur þeim í hug
að kasta blint fyrir fisk sem
heldur sig neðar! Slíkir heldri-
menn erum vér fæstir. En þegar
tækifærið gefst verður maður
að vera tilbúinn.
Nú nægir dálkur eins og
þessi ekki í 10 ár til að ijalla
um allar hliðar þurrfluguveiða.
En við byrjendur get ég sagt að
þetta er ekki jafn flókið og það
gæti sýnst af hástemmdum um-
ræðum um efnið, og þetta loka-
stig fluguveiðinnar er það eina
sem gefur hið fullkomna ástand
sem Búdda kenndi við Nirvana.
Algleymi.
í fyrsta lagi kastar maður
venjulega stutt, flotlínu. Það er
kostur. Taumurinn verður að
vera nokkuð langur og grannur
- en ekkert óhóf í þeim efnum.
Flugan þarf ekki að vera agnar-
smá. Black Gnat no. 10 getur
verið fullboðleg, auðvelt að sjá
hana, og sjá tökuna! Besta byrj-
endaflugan?
Kannski er mesta listin fólgin
í því að láta fluguna sitja rétt á
vatnsskorpunni. Hvað er rétt?
Það veit enginn nema fiskurinn.
Stundum vill hann stórar flugur
sem sitja djúpt í yfirborðsfilmu
vatnsins, stundum smáar sem
fljóta hátt. Ef ég má af auðmýkt
bjóða heilræði (sem algjörlega
vanhæfur byrjandi í þessari
aldagömlu listgrein) vil ég
halda því fram að eitt gefist
betur en annað: reyna nógu
margt. Þegar maður sér fiskinn
taka og veit hann er í stuði get-
ur í raun ekkert komið í veg
fyrir að maður veiði hann -
nema eigin klaufaskapur. Regla
númer eitt: fluga sem virkar,
virkar strax. Ef 3-4 köst yfir
fiska í töku gefa ekki högg er
kominn tími á nýja flugu, eða
kannski bara snyrta hana til
svo hún sökkvi aðeins betur,
eða leggja hana fyrir með hæg-
um drætti, eða... Ekki hanga
lengi á sömu aðferðinni, reyna
stöðugt nýtt, þangað til...
Já, þurr-
fluguveiði er
ekki bara
fólgin í því að
láta fluguna
fljóta þangað
til fiskur bít-
ur á. í sumar
leið þurfti ég
að draga
hana inn
millisekúndu-
broti hraðar
en nam
straumhraða
til að töfra
fram tökuna!
í stöðuvatni
að kvöldi í
roki dró ég
löturhægt
gegnum
öldutoppana: Bingó!
(Missti dúndurbleikju út í
rökkrið eftir snapra viðureign -
sá hana aldrei - en hún rauk
með h'nuna tvisvar út, tók grá-
vængju no. 16.) Já, og svo var
það litla bleikjan sem ég plat-
aði. Sat á steini yfir aðdjúpum
ál og lét agnarsmáa flugu detta
niður á vatnið, spegilslétt og
tært. Það var lærdómsrflct að
sjá htla fiskinn koma úr djúp-
inu, 2-3 metra, rakleiðis upp
eins og öryggið uppmálað, ná
miði og taka með skvampi.
Fiskurinn var ekki að taka
uppi, en þarna var rétt fluga á
réttum stað! Ég held við reyn-
um þurrflugu alltof sjaldan.
Það er óþarfi að vera með
minnimáttarkennd gagnvart
guði. Þurrfluguveiði er vissu-
lega listgrein guðs, en hann fyr-
irgefur okkur mistök og við Iær-
um af þeim.
Verða þurrflugufiskar brjál-
aðri en aðrir? Ég held það
bara, þeir taka svo óttalausir og
afslappaðir, svo öruggir með
sig. Er erfiðara að ná þeim?
Já, flugan er lítil, situr oft
grannt, taumurinn veikur, taug-
arnar þandar. Maður missir
fleiri. En hver einn slíkur er á
við tonn af maðkafiski. Meira í
næstu viku.
Ps. Fluguveiðimenn geta skrifað
dálkinum með sögur eða
athugasemdir.
Fluguveiðar: Dagur-Tíminn
Strandgötu 31 600 Ak.
netfang ritstjori@dagur.is.
Símbréf: 462 7639.
Vinsamlegast látið aðra
veiðimenn vita af dálkinum!