Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 8. febrúar 1997 ^Dagur-®mrám
Sæunn Axelsdóttir er 55 ára og hefur alla tíð búið á Ólafsfirði. Hún er hér ásamt sonunum fjórum sem eiga fyrirtækið og reka með henni, Ásgeiri Loga, Axel, Frímanni og
þeim yngsta, Kristjáni Ragnari sem er 19 ára.
Sæirnn býður
sægreifunum byrginn
Hún vill takast á við hlutina og œtlar að rífa
rekstur frystihússins á staðnum upp. Hún for-
dœmir kvótahrask óprúttinna aðila og segir mál
að linni. Það þurfi hreinlega að skikka menn til
að nota það fé innanlands sem þeir fá ef þeir
selja kvóta eða hlutabréf út á kvóta.
Sæunn Axels ehf. í Ólafsfirði
er leigutaki Hraðfrystihúss
Ólafsfjarðar næstu fimm
árin. Sæunn Axelsdóttir, konan
á bak við nafnið, er bjartsýn á
að sér og sonum sínum takist
að færa út kvíarnar og ná betri
rekstrarárangri en núverandi
eigendur sem tóku ákvörðun
mn að loka frystihúsinu.
„Við vitum alveg hvað við
ætlum okkur að gera og erum
ekki að ana út í neina óvissu.
Okkar styrkur er sá að við höf-
um markaðina en oftast er veiki
hlekkurinn sá að fólk fer af stað
og hefur ekki söluna. Hana höf-
um við, auk þess sem við höfum
verið að gera svipaða hluti áður
þótt aðrir hafi unnið vöruna að
hluta og við svo selt hana.“
Sæunn Axels ehf. rekur salt-
fiskverkanir bæði í Reykjavík og
í Ólafsfirði og hefur fyrirtækið
verið óhrætt við að sækja á
óhefðbundin mið. Segja má að
heimurinn allur sé undir, mikið
er selt á Brasilíumarkað, til
Argentínu og Kanada.
Og velgengnin, segir eigand-
inn, stendur í beinum tengslum
við það að fyrirtækið hefur ekki
verið að selja sömu afurðir og
allir aðrir og eins rennur varan
viðstöðulaust út. „Það þýðir
ekkert að berja hausnum við
steininn, markaðirnir ráða og
maður verður að vera tilbúinn
að sveiflast með þeim.“
Og það hefur frystihúsa-
reksturinn í landinu ekki gert?
„Ekki eins og hann er í dag,
en hitt er annað mál að það
þarf oft bara.nýtt blóð og ungt
fólk til að skynja markaðinn,
sveiflurnar eru svo miklar.
Menn hafa hugsað dæmið vit-
laust, það þarf ekkert að remb-
ast við dýrar afurðir í dýrum
umbúðum, maður verður bara
að vera vakandi. Ég myndi ekki
vilja sjá Sæunni Axels í dag ef
við hefðum bara haldið áfram
að eltast við að salta. Við tókum
ákveðna áliættu að fara yfir í
allt annað en aðrir voru að gera
og höfum aldrei staðnað sem er
auðvitað strákunum að þakka.
Þeir hafa sýnt og sannað, að
það sem þarf er að vera sýknt
og heilagt með markaðinn á
hreinu, ferðast um og fylgjast
með.“-
Markaðsaugun
Ungu mennirnir sem halda Sæ-
unni ehf. vel markaðstengdri
eru synir Sæunnar og Ásgeirs
Ásgeirssonar, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, þeir Ásgeir
Logi, Axel, Frímann og Kristján
Ragnar. Þeir hafa allir brenn-
andi áhuga á rekstrinum og
kemur ljómandi vel saman, Sæ-
unn vill meina að í raun vinni
þau hjónin nú með þeim en
ekki öfugt.
Ásgeir Logi sér um rekstur-
inn í Ólafsfirði, Frímann er í
Reykjavík og sér um þurrfisk-
söluna til Brasilíu auk yngsta
bróður síns, Kristjáns, sem
stundar nám í Verslunarskólan-
um og Axel vinnur eins og
nokkurs konar móðurtölva frá
Barcelona.. „Axel er mikill
tungumálamaður og ferðast um
allt til að fylgjast með mörkuð-
um og passar þar með upp á að
við séum ekki að framleiða eitt-
hvað til að setja í geymslur eða
vinna aðra
handarbaka-
vinnu. Þegar
hann gefur
merki verðum
við að vera til-
búin að breyta
vinnslunni.
Vandi frysti-
húsanna er
tengingarleysi
við markaðina,
það er dýrt að
borga vexti og
geymslur undir
afurð sem ekki
selst jafnharð-
an. En það er
ekki aðalvand-
inn, hann er sá
að óprúttnir
aðilar hafa
braskað með kvótann frá byrj-
un og eru að leggja byggðarlög-
in í landinu í rúst.“
Sölusamtökin spilla
fyrir á erlendum
mörkuðum
Tilhugsunin um það hvernig Ól-
afsfjörður liti út eftir fimm ár ef
Hraðfrystihúsið hefði ekki verið
opnað aftur, þ.e. ef Sæunn ehf.
hefði ekki verið til staðar, gerir
Sæunni reiða.
„Hvernig ég
hefði séð Ólafs-
fjörð eftir fimm
ár? Þar með
erum við kom-
in að vendi-
punkti og við
skulum bara
taka hugsun-
ina lengra,
hvernig sjáum
við ísland eftir
fimm ár? í
raun þori ég
ekki að hugsa
þá hugsun til
enda ef þessu
linnir ekki, að
óprúttnir aðil-
ar braski með
kvótann og þar
með byggðar-
lögin. Það voðalegasta í dag er
þetta brjálæði út, á markaðnum
með kvótann. Þessir menn eru
að selja kvótann sem þeir fá
„Það voðalegasta í
dag er þetta hrjál-
œði úti á markaðn-
um með kvótann.
Þessir menn eru að
selja kvótann sem
þeirfá upp í hend-
urnar og hagnað-
inn fara þeir meira
og minna
með erlendis. “