Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 8. febrúar 1997 íDagur-ŒmttraT Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar Svissneska bankakerfið er lík- lega eitt hið frægasta í heimi, enda hefur gífurlegur auður, sem oft lyktar ekki beinlínis af heiðarleika, leynilega flotið í gegnum svissneska banka í áraraðir. Svissneskir bankar eru þó ekki einungis mikilvægir fyrir ríka peningamenn, af öll- um stærðum og gerðum, heldur og fyrir fátæka skákmeistara (og aðra listamenn!). Sú er að minnsta kosti raunin um hinn ágæta „Credite Suisse“-banka, sem hefur í mörg ár verið helsti fjármagnsaðili mikilvægra al- þjóðlegra skákmóta í Sviss. Það var því mikið áfall fyrir sviss- neska skákmenn, og skákheim- inn yfirleitt, þegar „Credite Su- isse“ lýsti því yfir á dögunum að frá og með árslokum 1997 myndi fjárveitingum til skák- móta verða að mestu hætt. Eins og Werner Widmer segir í tíma- ritinu „Schachwoche", kom þetta þó að sumu leyti ekki á óvart. Skákheimurinn er í al- varlegri kreppu nú á dögum og það reynist æ erfiðara að finna íjármagn til að halda skákvið- burði. Það naigir að renna aug- S K Á K Kreppa í Sviss um yfir verðlaunafé sem í boði er á sterkum alþjóðlegum skák- mótum til að sjá í hvert óefni er komið. Flestir trúa ekki sínum eigin augum. Af ótta við of stórt fjárhagslegt tap, þurfa sterkir stórmeistarar að hugsa sig Richard Forster. tvisvar um áður en þeir leggja land undir fót til að keppa við jafningja annarra landa og fá þannig tækifæri til að bæta sig. Þá er farið í þeirri von að tapa ekki of miklu, og ef heppnin er með manni að koma út á sléttu. Sem betur fer dregur Qár- magnsleysi ekki úr gildi skák- listarinnar sem slíkrar, rétt eins og reyfari eftir Grisham verður ekki að merkilegri bókmennt- um en skáldskapur Shakespe- are, jafnvel þótt langtum fleiri milljónir kaupi og lesi hinn fyrri. Og sem betur fer halda margir áfram að vera trúir snilligáfu sinni í skák, jafnvel þótt flestir gætu lifað mun betra ljárhagslegu lífi, og líklega not- ið fleiri frístunda, með því að helga sig einhverju öðru. En enginn getur láð skákmeistara sem hættir að tefla nú á dögum. Miðað við aðstæður er það í raun alltof skiljanlegt. Ætla Svisslendingar að gefast upp nú þegar „Credit Suisse" hefur dregið sig í hlé? Ef marka má frábæra frammistöðu ungs, svissnesks Fide-meistara á ný- afstöðnu opnu alþjóðlegu móti í Genf í Sviss, þá virðast þeir ekki af baki dottnir. Mótið var bæði sterkt og fjölmennt. Á meðal 168 þátttakenda voru 16 stór- meistarar og 13 alþjóðlegir meistarar. Það var hins vegar hinn 21 árs gamli Fide-meistari Richard Forster, sem „Schachwoche" kallar „hetju mótsins", sem kom, sá og sigr- aði...svona næstum því. Forster tapaði ekki einni einustu skák, og vann stórmeistara á borð við Gulko, Tukmakov og Scher, og hélt jöfnu á .móti stórmeistur- unum I. Chenkin, Ye Jiangchu- an og D. Gurevich. Sigurvegari mótsins var Pólverjinn Wojtkiewicz, sem ásamt Forst- er, D. Gurevich, Tukmakov og Dautov fékk 6,5 vinninga. Við skulum líta á tvær skákir frá mótinu þar sem Svisslendingar láta til sín taka, Forster annars vegar og Fabrice Liardet hins vegar. Og svo skulum við vona að svissneskir bankar ranki við sér...og haldi áfram að sinna skákgyðjunni eins og hún á skilið. Hvítt: Forster, Sviss Svart: Scher, Rússlandi Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Bc4 e6 7. Be3 a6 8. Bb3 Be7 9. f4 0-0 10. Df3 Rxd4 11. Bxd4 b5 12. 0-0-0 Bb7 13. Hhel Bc6 14. De2 Dc7 15. g4 e5?! 16. Be3 b4 17. Rd5 Rxd5 18. Bxd5 Bb5? 19. Df2 Hac8 20. g5 exf4 21. Bxf4 a5? 22. e5! dxe5 23. Bxe5 Bc5 24. Df4 Da7 25. Be4! 1-0 Hvítt: Fabrice Liardet, Sviss Svart: Peng Xiaomin, Kína Kóngs-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rge2 0-0 6. Rg3 e5 7. d5 a5 8. h4 h5 9. Bg5 c6 10. Be2 cxd5 11. Rxd5 Be6 12. Bxh5 Bxd5 13. cxd5 gxh5 14. Rxh5 Rbd7 15. Df3 Hc8 16. 0-0 Hc2 17. Hfcl Hxb2 18. Hc3 a4 19. Hacl Hxa2 20. Df5 a3 21. Rxg7 Kxg7 22. Hg3 Kh8 23. Bxf6+Rxf6 24. Hc8 1-0 Nú er ljóst hverjir munu keppa í tvímenningnum á Bridgehátíð sem fram fer um næstu helgi. 18 pör koma frá Bandaríkjun- um og 11 frá Færeyjum. Ilafa Færeyingar aldrei verið fjöl- mennari. Keppendur eru eftir- farandi í stafrófsröð: Ada M Gollub-Patricia A Jost BNA Aðalsteinn Jörgensen-Matthías Þorvalds- son Alan Sontag-Mark Feldman BNA Anna Guðlaug Nielsen-Guðlaugur Nielsen Anton Haraldsson-Sigurbjörn Haraldsson Amar Geir Hinriksson-Kristján Haralds- son Ambjörn Sivertsen-Hans J. Petersen Fær- eyjar AUi Jóhannesson-Jónas Jónsson Árant Berjastein-Pól Egholm Færeyjar Ámi Hannesson-Oddur Hannesson Ásmundur Pálsson-Sigurður Sverrisson Baldvin Valdimars-Hjálmtýr Baldursson Bjöm Theódórsson-Kristján Blöndal Björn Þorláksson-Vignir Hauksson Bogi Simonsen-Ama Mekkelsen Færeyjar Bryndís Þorsteindóttir-Guðrún Jóhannes- dóttir Böðvar Magnússon-Jón Hiimarsson Carl Mikkelsen-Hallberg Arnfríðsson Fær- eyjar Carol Aitken-Harriet Weiler BNA Clara Balasako-Nataly Golden BNA Dolores Kempel-Phylhs Rudd BNA Earl Leberge-Margaret LeBerge BNA EgiU Guðjohnsen-Runólfur Pálsson Eiríkur Hjaltason-Hjalti Eh'asson Elizabeth DuBoyse-Diana Macaulay BNA Elliott Myers-Fay Myers BNA Erla Sigurjónsdóttir-Guðni Ingvarsson Esther Jakobsdóttir-Valgerður Kristjóns- dóttir Eyðun Jensen-Eyðun Joensen Færeyjar Eyþór Jónsson-Omar Olgeirsson Finn Ougaard-Högni Jacobsen Færeyjar Finnbjörn Olsen-Jens P. Nolsöe Færeyjar Friðþjófur Einarsson-Guðbrandur Sigur- bergs Garðar Garðarsson-Óli Þór Kjartansson Gary Athelstan-Tom Smith BNA Geirlaug Magnúsdóttir-Torfi Axelsson Georgia Tanner-Charles Stratton BNA Gísli Hafliðason-Ólafur Þór Jóhannsson Guðjón Bragason-Aðalsteinn Sveinsson Guðjón Einarsson-Bjöm Snorrason Guðlaugur R. Jóhannsson-Öm Arnþórsson Guðmundur Eiriksson-Björgvin Þorsteins- son Guðmundur G. Pétursson-Kjartan Ás- mundsson Guðmundur Grétarsson-Sigurður Sigur- jónsson Guðmundur Hermannsson-Helgi Jóhanns- son Guðmundur Páll Arnarson-Þorlákur Jóns- son Guðmundur Sveinsson-Valur Sigurðsson Gylfi Baldursson-Jón Hjaltason Halldór Már Sverrisson-Brynjar Valdimarsson Halldór Svanbergsson-Óli Már Guðmunds- son Halldór Þorvaldsson-Baldur Bjartmarsson Hallgrímur Hallgrímsson-Guðni Hallgrúns Harr Tudor-Barbara Wallace BNA Haukur Ingason-Jón Þorvarðarson Heather Dhondy-Jeremy Dhondy Bretland Henri Szwarc-Philippe Cronier Frakkland Herchel Tovsky-Anette Tovsky BNA Hjördís Eyþórsdóttir- Curtis Cheek Ísl/BNA Hjördís Siguijónsdóttir-Ragnheiður Niel- sen Hreinn Björnsson-Tryggvi Bjamason Hrólfur Hjaltason-Oddur Hjaltason James McDonell-Donna McDonell BNA Jens Jensson-Ármann Lárasson Jóannes Mouritsen-Heðin Mouritsen Fær- eyjar Jóhann Magnússon-Kristinn Karlsson Jón Baldursson-Bjöm Eysteinsson Jón Steinar Gunníaugsson-Gestur Jónsson Jón Viðar Jónmundsson-Agmar Kristins- son Jónas P. Erlingsson-Steinar Jónsson Jórun Johannesen-Randi Jacobsen Fær- eyjar Judith Avila-Marguerite Maile BNA Júh'us Siguijónsson-Hrannmar Erlingsson Karl Einarsson-Karl G. Karlsson Karl Sigurhjartarson-Snorri Karlsson Kjartan Jóhannsson-Hjálmar Pálsson Kristian Magnussen-Björg Róin Færeyjar Kristinn Kristinsson-Erlingur Ö. Amarson Kristinn Ólafsson-Jón Ingþórsson Kristín Guðbjömsdóttir-Björn Amórsson Kristján Már Gunnarsson-Helgi Helgason Liz McGowan-Ken Baxter Bretiand Lynne Beisswenger-Sandra Lovering BNA Magnús Magnússon-Sigurður Vilhjálmsson Michel Lebel-Christian Mari Frakkland Siegrist-Siegrist Belgía Munawar Sawimdin-Dadan Waradia Indó- nesía Murat Serdar-Ragnar Jónsson Oddmar Danielsen-Henrietta Svenstmp Færeyjar Ólafur Lárusson-Hermann Lárusson Ólína Kjartansdóttir-Þóra B. Ólafsdóttir Óskar Elíasson-Esra-Esrason Páll Valdimarsson-Ragnar Magnússon Peter Pitell-Beatrice Pitell BNA Ragnar Halldórsson-Björn Amarson Rita Seaman-Janice Seaman BNA Runólfur Jónsson-Sigfinnur Snorrason Santje Penelewan-Franky Karwur Indó- nesía Sigfús Þórðarson-Gunnar Þórðarson Sigfús Öm Árnason-Friðjón Þórhallsson Sign'ður Sóley Kristjánsdóttir-Haroild Jordan Sigtryggur Sigurðsson-Bragi Hauksson Sigurður B. Þorsteinsson-Helgi Sigurðsson Sigurður Þorvaldsson-Guðmundur H. Sig- urðsson Sigurjón Ilarðarson-Haukur Árnason Símon Símonarson-Páli Bergsson Skúh Skúiason-Jónas Róbertsson Stefama Skarphéðinsdóttir-Gunnlaug Ein- arsdóttir % Stefán Guðjohnsen-Ingvar Hauksson Stefán Stefánsson-Hróðmar Sigurbjöms- son Sturla Snæbjömsson-CecU Haraldsson Svala Pálsdóttir-Vignir Sigursveinsson Sveinn Pálsson-Sveinbjöm Jónsson Sverrir Ármannsson-Sævar Þorbjömsson Valgarð Blöndal-Rúnar Magnússon Vilborg Sveinbjarnardóttir-Stefanía Svein- bjamardóttir Vilhjálmur Sigurðsson-Þráinn Sigurðsson Þorbergur Hauksson-Böðvar Þórisson Þórður Sigfússon-Sam Serwat Þröstur Kristófersson-Stefán Garðarsson Varapör: Randver Ragnarsson-Guðjón S. Jensen Guðbrandur Guðjohnsen-Magnús Þorkels- son Þórólfur Jónasson-Friðgeir Guðmundsson Sveinn Aðalgeirsson-Guðmimdur Halldórs- son Jón Árnason-JökuU Kristjánsson Una Árnadóttir-Jóhanna Sigurjónasdóttir Sveinn Ragnarsson-V'ilhjálmur Sigurðsson Rósmundur Guðmundsson-Brynjar Jóns- son Guðmundur Guðmundsson-Gísli Sveinsson Friðrik EgUsson-Snorri Steinsson Frá Bridgesambandi Nl. vestra í byrjun febrúar fór fram svæð- iskeppni Nl. vestra í sveita- keppni og var mótið jafnframt undankeppni fyrir íslandsmót. Mótið var spennandi og skemmtilegt og endaði með sigri sveitar Björns Friðriksson- ar en með honum spiluðu al- nafni hans, Björn Friðriksson, Lárus Sigurðsson, Unnar Guð- mundsson, Ingibergur Guð- mundsson og Gunnar Sveins- son. Þeir skoruðu 141 stig en næstu sveitir urðu þessar: 2. Sv. Þormóðs ramma 136 stig 3. Sv. Kristjáns Blöndal 103 stig 4. Sv. Farfugla 102 stig 5. Sv. Stefáns Berndsen 95 stig Fjórar sveitir komast á ís- landsmótið en sveit Kristjáns spilaði án þátttökuréttar. í butl- erútreikningi urðu eftirfarandi pör hæst: 1. Kristján Blöndal-Rúnar Magnússon 17,76 2. Lárus Sigurðsson-Björn Frið- riksson 17,3 3. Ingibergur Guðmundsson- Gunnar Sveinsson 16,8 Stefán Jóhannsson var keppnisstjóri og stóð sig frá- bærlega að sögn mótsgesta. Spilað var á Kaffi Krók. Þrautin 4 D863 ^ÁD ♦ 8653 * KD6 N S 4 GT974 ¥K 764 ♦ ÁKD * 5 Andstæðingarnir skipta sér ekki af sögnum, samningurinn er 4 spaðar og vestur spilar út tígultíu. Austur lætur tvistinn. Hvernig er best að spila? Hér þarf að varast stungu. Ef tígultían er ein á ferð þá er sagnhafi dæmdur en spila- mennskan verður að gera ráð fyrir 3-1 legu í trompinu og tígl- inum 4-2. Mjög Iíkleg skipting. Ef spilað er trompi strax í slag 2, er spilið niður. AUt spilið 4 D863 4 Á52 *AD ♦ 8653 * KD6 N 4 K ^T853 V A V G92 ♦ T9 ♦ G742 * T872 S 4 ÁG943 4 ‘ GT974 * K764 ♦ ÁKD * 5 Rétt er að spila strax laufi til að klippa á samgang andstæð- inganna og búa til laufslag. Austur drepur með ás og skilar tígli til baka. Þú drepur og ferð inn í blindan á hjartaás. Kastar síðan tíguldrottningu í lauf- drottningu. Nú er trompi spilað og þegar austur spilar tígli er trompað hátt heima.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.