Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 15
Ælagur-Œtmtmt Laugardagur 8. febrúar 1997 - 27 KONUNGLEGA SIÐAN Skopmynd af hinni ægilegu Karólínu af Brunswick. (Teiknar- anum hefur þótt við hæfi að hafa hana í nærbuxum þó hún væri þekkt fyrir að ganga ekki í slíkum fatnaði). minna á að fyrr á öldum haí! ástandið verið miklu verra. Þetta er nafn Karólínu af Brunswick, sem var uppi á 18. öld. Hjúskapur Karólínu og Ge- orgs IV. sem stofnað var til árið 1795 var óumdeilanlegur hryll- ingur í konunglegum skilningi og Karólína var hreint út sagt ægileg. Svo ægileg að á hennar dögum varð þessi þjóðvísa til meðal Breta: Most gracious Queert, we thee implore To go away, and sin no more But, if that effort be too great To go away, at any rate. Eins og flestir karlmenn af Hannoverætt var Georg IV. með fallega andlitsdrætti og afar að- laðandi framkomu. Hann þótti tilfinninganæmur, viljasterkur og algjörlega sjálfmiðaður - og þegar hann þurfti á því að halda þá átti hann það til að verða hamstola. Ofan á allt þetta unni hann listum og var svo mikið snyrtimenni að sam- tímamönnum hans, sem könn- uðust tæplega við þann eigin- leika, þótti nóg um. Karólína frænka hans af Brunswick Wol- fenbutte var fullkomin and- stæða Georgs. Drottningin var sóði! Karólína af Brunswick var ruddaleg hvernig sem á það var litið og útlit hennar endurspegl- aði það. Andlitið var rautt og veðurbitið, - en að sjálfsögðu unni smekkmaðurinn Georg að- allega postulíns-dísum með eplakinnar. Hár hennar var svart, strítt og fitugt, en Georg hreifst af mjúkliðuðu ljósu hári, sem var hreint og gljáandi. Framkomu hennar var ábata- vant svo ekki sé meira sagt. Hún bókstaflega hrein þegar hún hló - eins og stunginn grís. En það sem gerði hana sérstak- lega óaðlaðandi var hvað hún var sóðaleg. Lyktin af henni var hræðileg, hún gekk ekki í nær- BÚBBA hefur iðað í skinninu að segja ykkur frá Karólínu af Brunswick, einni umtöluð- ustu eiginkonu breskra konunga fyrr og síðar. Sög- ur af henni eru iðulega dregnar fram þegar jafnvel hinir konungshollustu Bret- ar eru komnir á þá skoðun að breska konungsjjöl- skyldan sé að tapa sér - og konungsveldinu. Ef það má draga einhvern lærdóm af sögu konunga og drottninga þá er hann sá að konunglegur hjúskapur er oft afar brothætt fyrirbrigði. Ég hef fjallað um skilnað þeirra Karls og Díönu í Bretlandi og ef mig misminnir ekki þá var fyr- irsögnin á þeirri frásögn minni „Konungsveldi í uppnámi," og það var og er ekki ijarri lagi vegna þess að menn töluðu um að skilnaðurinn boðaði endalok konungsveldis í Bretlandi. í því samhengi ræddu menn um að það væri ekki einleikið þetta með börnin hennar Elísabetar, öll væru þau skilin nema Ed- ward, enda maðurinn ókvænt- ur. Skilnaður Önnu prinsessu var til þess að gera ósköp penn í samanburði við skilnaði bræðra hennar þeirra Karls og Andrésar. Skilnaðir þeirra bræðra fóru eiginlega fram á síðum blaðanna og var engu eirt. Allt þetta umtal var lagt út þannig að konungsljölskyldan væri úr takti við nútímann og gæti ekki staðið undir því að leiða þjóðina þegar einkalíf ein- stakra meðlima hennar væri fótum troðið, og það kannski ekki að ástæðulausu, á forsíð- um flölmiðla um gjörvalla heims- byggðina. Konungurinn var snyrti- menni... En bíðum við! í öllu umrótinu sem fylgdi skilnuðum Windsor- anna á undanförn- um árum skaut eitt nafn úr hinni kon- unglegu sögu upp kollinum við og við eins og rétt til að Kvennamaðurinn Ge- org elskaði frú Fitz- herbert En af hverju giftist Georg Kar- ólínu? Jú, á því er einföld skýr- ing. Georg skuldaði svo óheyri- lega mikið, milljónir punda að því er sagt var, og það á tímum þegar lágmarkslaun voru tvö pund á ári. Og þingið vildi ekki greiða skuldina nema að Georg kvæntist og hefði hægt um sig. Georg naut mikillar kvenhylli en sagt var að hin kaþólska ekkja frú Fitzherbert ætti ein hjarta hans. En einmitt vegna þess að hún var ekkja og kaþ- ólsk mátti Georg ekki ganga að eiga hana. Og þess vegna kvæntist hann konu sem faðir hans valdi handa honum, þrátt fyrir hávær mótmæli móður Ge- orgs, Karlottu af Mecklenburg, sem hafði haft spurnir af hneykslanlegu framferði Karól- ínu frá ættingjum sínum í Þýskalandi og þvx' miður átti ílest af því við rök að styðjast. Það er sérkennilegt ættarein- kenni á Ilannoverfeðrum að þeir þola ekki elsta son sinn. Sérfræðingur í viðrekstri Karólína var algjörlega ódönn- uð og kunni enga mannasiði. Ein af sérgreinum hennar var að leysa vind með ógnarhávaða og skemmti hún sér konunglega við það - einnig meðan á brúð- kaupi hennar og Georgs IV. stóð. Jarlinn af Malmesbury, sem hafði verið sendur til Brunswick til þess að semja um hjúskaparskilmálana, lýsti því yfir að hann hefði aldrei fyrir- hitt nokkra manneskju sem væri jafn illa til þess fallin að gegna þeirri þjóðfélagsstöðu sem hún var borin til. Ilann ráðlagði koungsijölskyldunni að gæta þess að standa þannig að vindurinn bæri ekki fnykinn af brúðinni til þeirra. Það ráð átti eftir að koma í góðar þarfir. Við giftingarathöfnina, sem fór fram að kvöldi til, varð Ge- org svo mikið um þegar hann sá Karólínu að hann krafðist þess að fá koníak til þess að þrauka athöfnina. Um miðnætti var hann orðinn svo keng- drukkinn að hann „datt út“ þegar hann var borinn til hjónasængurinnar. Sagt var að bróðir hans, furstinn af Cum- berland, sem seinna var ákærð- ur fyrir morð, nauðgun og siija- spell, hafi tekið að sér að fram- föt- um og hirð- meyj- ar hennar skömm- uðust sín fyrir það hversu fötin henn- ar voru blettótt og skítug. Ge- org þótti þetta viður- styggUegt. Val Georgs III. á kvon- fangi fyrir son sinn staðfestir þetta. - Minna mátti nú gagn gera! Snyrtimennið Georg IV. var vegna skulda neyddur til að giftast Karólínu sem var hrikalegur sóði. (Hennar helsta skemmtun var að leysa vind með miklum tilþrifum). kvæma hinar jákvæðu hjúskap- arskyldur á brúðkaupsnóttina. Hvað svo sem er hæft í þessum sögum þá er eitt víst að Karó- lína fæddi dóttur innan hæfilegs tíma. Eftir fæðinguna lýsti Ge- org IV. því yfir að þau hjónin myndu ekki búa saman eða deila hjónasæng. Hirðmeyjar féllu í yfir- lið sökum ólyktar Faðirinn, Georg III, reyndi allt hvað hann gat að til þess að vernda Karólínu. Ekki hjálpaði það uppá að hneykslanleg framkoma hennar gekk fram af allri þjóðinni, þar með talið þeim sem helst studdu hana til þess að byrja með. Hún þekkti engin takmörk og þegar henni var opinberlega borið á brýn að eiga Ijölda elskhuga var dóttir hennar tekin frá henni og Karó- lína send til meginlands Evr- ópu. Þar gekk hún framaf öllum sem hún kom nálægt, dansaði klæðalítil við leigufylgisveina, tók sér sikileyskan elskhuga og dansaði hálfnakin um stræti. Ilegðan hennar var slík að eng- inn Englendingur sem var vandur að virðingu sinni vildi kannast við hana. Henni var ekki sagt frá trúlofun dóttur sinnar og henni var ekki boðið að vera viðstödd brúðkaup hennar. En Karólína átti eftir að snúa heim aftur til Englands. Og hriðmeyjarnar byrjuðu aftur að falla í yfirlið vegna ólyktarinnar af henni. Georg IV. var harð- ákveðinn í að Karólína skyldi aldrei verða krýnd drottning. Hann ákvað að losa sig við Karólínu og brá á það ráð að setja réttarhöld yfir henni til þess að sanna að Ixún væri óhæf til þess að vera drottning. Það hefði hann ekki átt að gera. Lögfræðingarnir nutu þess svo að vera í sviðsljósinu að þeir veltu sér upp úr einkamálum konungsíjölskyldunnar og rétt- arhöldunum ætlaði aldrei að linna. Fór svo að réttarhöldin leystust upp í hreinan farsa og engin niðurstaða fékkst. Menn fóru nú að undirbúa krýningu Georgs IV. sem átti eftir að verða sú íburðarmesta og dýrasta í sögunni. En Karó- línu var ekki hleypt inn. Ilún kom að lokuðum dyrum West- mister Abbey þar sem krýning- in fór fram og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir var henni ekki hleypt inn. Stuttu seinna birtist hún í leikhúsinu á sömu sýningu og konungurinn og var henni gíf- urlega vel fagnað. En hxin var augljóslega ekki heil heilsu og nokkrum dögum síðar dó hún af meltingartrufiunum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.