Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 8. febrúar 1997 íDagur-SEmirrat Atvinnu -martröð stjómmálamaimsins Margir stjórnmálamenn sem hafa dottið út af þingi á síðari árum hafa lent í vandræðum með að fá atvinnu ef þeir hafa ekki gengið að henni vísri. Flestum ber saman um að frægasta dæmið um þetta sé Jóhann Ein- varðsson, fyrrverandi þingmað- ur Framsóknarflokksins, sem var atvinnulaus um nokkurt skeið áður en hann var ráðinn framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurnesja. Aðrir hafa einnig lent í vandræðum, til dæmis Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins. Nú orðið virðast stjórnmála- menn líta á það sem staðreynd að margir þeirra eigi erfítt með að fá vinnu og hafa ýmsar skýr- ingar á reiðum höndum. Guð- rún Helgadóttir telur til dæmis að lýðveldið ísland sé svo ungt að þjóðin sé ekki farin að átta sig á því hvað alþingismenn hafí víðtæka reynslu á bak við sig. Halldór Blöndal telur að lit- ið sé svo á að alþingismenn kunni ekki við sig nema í sjálf- stæðum störfum því að þeir rekist illa með öðrum. Tafir vegna endurkjörs „Miklar tafir verða frá vinnu ef þingmaður hyggur á endurkjör og ætlar að ná þingsæti sínu á nýjan leik,“ segir Halldór og tel- ur að átök á þingi komi ekki niður á stjórnmálamönnum þegar þeir detta út af þingi. „Áður fyrr var auðveldara fyrir menn að fá kennslu og þá voru háskólamenntaðir menn færri, rýmra á vinnumarkaði og samsetning þingmanna önnur. Ég held að skýringin sé sú að menn telji að þingmaður þurfi vinnu þar sem hann er sjálf- stæður og hefur nokkur manna- forráð, hann eigi ekki létt með að lúta annarra verkstjórn," segir hann. Óviðfelldið og óþægilegt Málmfríður Sigurðardóttir sat á þingi fyrir Kvennahstann árin 1987-1991 og lenti í erfiðleik- um með að fá vinnu þegar hún datt út af þingi vorið 1991. Hún leitaði sér að vinnu við próf- arkalestur en fékk ekki þrátt fyrir áralanga reynslu við ís- lenskukennslu. í árslok 1991 fékk hún vinnu sem bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri og segir að heilmikið íjaðrafok hafi orðið út af því. Málmfríður rekur atvinnuleysi sitt bæði til stjórnmálaþátttökunnar og ald- urs. „í vandræðum mínum fór ég í heimilisaðstoð við gamalt fólk og fatlaða í Reykjavík og fólki fannst það aldeilis stórfurðulegt að sjá mig þarna. Fólki fannst þetta ekki viðfelldið og þegar ég fann þau viðhorf fannst mér það mjög óþægilegt,“ segir Málmfríður. Pólitíkin skemmir fyrir Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, datt út af þingi vorið 1983 og lenti í erfiðleikum með að fá vinnu fram á vor 1984. Þá fékk hann hálfs dags starf sem fram- kvæmdastjóri Norræna félags- ins. Hann telur að því meiri af- skipti sem menn hafi af stjórn- Stjórnmálamenn á íslandi lenda margir hverjir í erfið- leikum með að fá vinnu þegar þeir detta út afAl- þingl Þetta er rakið beint til stjórnmálanna auk þess sem þeir eru íflestum til- vikum á þeim aldri sem erf- itt er að fá vinnu. málum þeim mun erfiðara sé fyrir þá að fá vinnu, hvort sem þeir hafa setið á þingi eða ekki. „Þeir sem eru í stjórnmálum eru áberandi í þjóðlífinu og fá á sig mikla gagnrýni. Almenning- ur er ekki hrifinn af þeim eða telur þá ekki hæfa til að gegna öðrum störfum. Ég veit ekki um marga stjórnmálamenn sem hafa farið í önnur störf öðruvísi en að það hafi verið gagnrýnt. Þess vegna vilja margir hæfir, karlar og konur, ekki gefa kost á sér til stjórnmálanna vegna þess að það skemmir fyrir ef menn ætla sér starfsferil utan stjórnmálanna," segir Sighvat- ur. Aukastarfið er orðið aðalstarf Guðrún Helgadóttir bendir á að í nágrannalöndunum tíðkist ekki að þingmenn verði at- vinnulausir, það sé einfaldlega séð til þess að þeir fái vinnu. Á íslandi í dag skipti meginmáli hvort um sé að ræða karl eða konu. Ef karlarnir hreyfi sig til sé strax farið að spekúlera hvað þeir verði látnir gera en lítið heyrist talað um konurnar. „Hitt er annað mál að þetta hefur ekki valdið mér neinum vandræðum því að ég hef þetta aukastarf sem nú er orðið aðal- starf,“ segir Guðrún og á þar við skrifm. „Þetta er angi af því sem er mjög séríslenskt að telja alla hluti of góða fyrir þá sem hafa komið nálægt Alþingi. í öðrum löndum eru störf þingmanna metin. En íslendingar vita ekk- ert verra en fólk sem hefur set- ið á þjóðþinginu. Lýðveldið okk- ar er ungt. Ég held að íslend- ingar hafi ekki skilið til fulls ennþá hvaða hlutverk þingið leikur í sjálfstæði þjóðarinnar," „Þetta er angi af því sem er mjög séríslenskt að telja alla hluti of góða fyrir þá sem hafa komið ná- lægt Alþingi," segir Guðrún Helga- dóttir. segir Guðrún og bendir á að það sé ef til vill vissara fyrir embættismenn að halda í starf sitt meðan þingsetan varir. Sýktir af pólitík? Þingmenn hafa öðlast víðtæka reynslu með þátttöku sinni í stjórnmálum, setu á þingi og þátttöku í ýmsum þingnefndum. Sigbjörn Gunnarsson bendir til dæmis á að menn sem sitji í ijárlaganefnd öðlist gríðarlega þekkingu á ljármálum íslenska ríkisins. Það sé ákveðin mennt- un og því sé ef til vill ekki vitur- legt að setja sem skilyrði að umsækjendur hafi háskóla- menntun. „Ýmsir telja eflaust að þeir, Halldór Blöndal: „Miklar tafir verða frá vinnu ef þingmaður hyggur á endurkjör og ætlar að ná þingsæti sínu á nýjan leik.“ Salóme Þorkelsdóttir: „Mér finnst stóra vandamálið snúa að viðhorf- um til þeirra sem eru eldri og búa yfir reynslu og þekkingu, sem menn vilja ekki nota.“ Málmfríður Sigurðardóttir: „Fólki fannst þetta ekki viðfelldið og þeg- ar ég fann þau viðhorf fannst mér það mjög óþægilegt." Sighvatur Björgvinsson segir að margir vilji ekki gefa kost á sér í stjórnmál vegna þess að það skemmi fyrir þeim ef þeir ætli sér starfsferil utan stjórnmálanna. sem hafa tekið þátt í stjórnmál- um á opinberum vettvangi og haft atvinnu af stjórnmálum, séu hugsanlega svo sýktir af pólitík að það komist ekkert annað að hjá þeim. Ég held að þessi skoðun sé fullkomlega röng,“ segir Sigbjörn. Hann tel- ur að það sé nánast orðin tíska að auglýsa eftir háskólamennt- un. „Ég held að prófið eitt sem slíkt sé ekki hinn endanlegi mælikvarði," segir hann. Starfsreynslan á við prófgráðu Salóme Þorkelsdóttur, fyrrver- andi forseta Alþingis, var hafn- að í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins fyrir síðustu alþingiskosn- ingar vegna aldurs og datt því út af þingi. Salóme tekur undir orð Sigbjörns og telur að starfs- reynsla af Alþingi sé á við góða prófgráðu hafi menn starfað vel á þingi. „Mér finnst stóra vandamálið snúa að viðhorfum til þeirra sem eru eldri og búa yfir reynslu og þekkingu, sem menn vilja ekki nota. Þetta gildir bæði um stjórnmálamenn og al- mennt í atvinnulífinu. Það hefur viðgengist á síðustu árum að menn, rétt yfir fimmtugt, eru settir út í kuldann. Þetta er kannski fólkið sem hefur starfað hvað best fyrir viðkom- andi fyrirtæki," segir hún. Salóme segist hafa „ræktað garðinn sinn“ frá því hún datt út af þingi, sinnt formennsku í Safnahúsinu og verið í forsæti fyrir Soroptimistasamband ís- lands. -GHS

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.