Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Síða 1
Cagur-ÍEmrótn
Föstudagur 14. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 31. tölublað
Verið
viðbúin
vinningU/Ém
MyndS
RÁÐGEGN
TIMBURMÖN NUM
Rannsóknir sýna að skap
fólks þegar það drekkur
áfengi hefur afgerandi
áhrif á þynnku og timburmenn
og í raun meiri áhrif en sjálft
drykkjumagnið, samkvæmt nýj-
asta hefti læknablaðsins British
Medical Journals, BMJ. Sá sem
er í góðu skapi og brosir þegar
hann fær sér í glas fær miklu
síður þorsta, höfuðverk og
skjálfta en sá sem er í vondu
skapi. Það er þess vegna betra
að reyna á sig og fara til dæmis
að skokka frekar en að fara að
drekka þegar skapið er ekki
upp á það besta.
Þrjóskan
skiptir máli
Segja má að Einar Thoroddsen
læknir sé sérfræðingur í vín-
menningu íslendinga enda hef-
ur hann skrifað bækurnar Vínið
í Ríkinu. Hann segist hafa vissa
trú á því að maður sem sé
þrjóskur og ætli sér ekki að fá
neina timburmenn takist það
að hluta til þrátt fyrir drykkju-
magnið. Einar segist „oft hafa
séð mannflök, sem hafi verið
glöð daginn áður“ en séu að
sálast úr timburmönnum dag-
inn eftir. Menn, sem vakni
þunnir segi oft: „Ég vissi þetta,“
og svo: „Ég hefði ekki átt að...“
Það sé því viss fyrirfram upp-
gjöf í gangi hjá sumum.
„Það þarf ábyggilega gaum-
gæfilega rannsókn til að slá
einhverju föstu um þetta,“ segir
Einar og reiknar með að BMJ
slái ekki neinni vitleysu fram.
„Sumir segja að það megi
ekki blanda saman vínum. Mér
finnst það vitleysa. Ég hef ekki
Gott skap dregur
iír líkum á timbur-
mönnum og
þynnku eftir
drykkju meðan
hœttan á slœmri
líðan daginn eftir
er meiri ef maður
er í vondu skapi
þegar maður
drekkur.
trú á því,“ segir Einar og miðar
þá við sjálfan sig enda bendir
hann á að það sé eina viðmið-
unin sem hver og einn hafi.
„Sumir segja að timburmenn
fáist af útþurrkun og þess
vegna eigi að drekka vökva áð-
ur en farið er að sofa. Aðrir
segja að maður eigi að bíða
með að sofna meðan áhrifin
renna af manni,“ segir hann.
Lítið vitað
um timburmenn
Læknar og vínáhugamenn eru
sammála um að frekar lítið sé
vitað um timburmenn og engin
ein lækning við þeim enda mjög
einstaklingsbundið hvaða áhrif
áfengisdrykkja hefur. Það skipt-
ir þó talsverðu máli hvað er
drukkið enda séu „viss eitur-
efni“ í sumu áfengi sem valdi
höfuðverk daginn eftir. Læknar
segja að vodka og hreinn spírit-
us hafi til dæmis betri áhrif á
líðan manna eftir á heldur en
rauðvín og koníak enda séu
minni eiturefni í þeim fyrr-
nefndu.
„Þetta er það sem maður
hefur lesið," segir Einar og
mælir einna helst með því að
menn forðist sterka drykki og
drekki minna magn vilji þeir
forðast timburmenn daginn eft-
ir. -GHS