Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Blaðsíða 17

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Blaðsíða 17
Jlagur-^TOröm Laugardagur 15. febrúar 1997 - 29 LIF O G LAND Land og þjóð Sigurður Bogi Sævarsson skrifar 1. f landi hvaða kaupstaðar er Leifsstöð við Keflavíkurflugvöll byggð? 2. Borgarijarðarbrúin, sem tek- in var í notkun fyrir bráðum 20 árum, þótti mikil samgöngubót. Hvaða ráðherra átti manna stærstan þátt í og tók af skarið um að brúin yrði byggð? 3. í hvaða kauptúni á Vestfjörð- um dvaldist Sigfús Halldórsson tónskáld snemma vetrar 1952 þegar hann samdi lagið um Litlu fluguna? 4. Myndin sem hér sést til hlið- ar var tekin við messu í Ábæ í Austurdal í Skagafirði um versl- unarmannahelgina á sl. sumri. Fyrir hvað komst kirkja þessi og viðburður þar í fréttir nú ný- lega? 5. Bólu-Hjálmar var best þekkt- ur sem Skagfirðingur. En á hvaða bæ við Eyjafjörð var hann fæddur árið 1807? 6. Spurt er um 1833 metra hátt fjall í Austurlandskjördæmi, sem er hið hæsta á landinu ut- an Hvannadalshnjúks. Hvert er þefta ijall? 7. Undir fngólfsfjalli, skammt frá Selfossi, sat fngólfur Arnar- son landnámsmaður fyrsta vet- Það bólar á halastjömu uppgötvuðu tveir áhuga- stjörnuskoðendur nær samtímis áður óþekkta halastjörnu sem stefnir inn að sólu. Hana bar þá í stjörnumerkið bogmanninn en sólstjörnurnar sem það mynda eru óralangt utan sólkerfis okk- ar. Halastjarnan hlaut heitið Hale-Bopp eftir mönnunum tveimur sem tókst að greina hana í sjónaukum þótt hún væri þá enn utan við Júpíter, í um 1100 milljóna kílómetra fjar- lægð (jörðin er 150 milljón kíló- metra frá sólinni). III. Hale-Bopp geysist nú æ nær sólinni. Halinn vex að sama skapi og fyrirbærið verður æ bjartara. Halastjarnan hefur nú þegar mælst um hríð 250 sinn- um ljóssterkari en Halley var í svipaðri fjarlægð. Kjaminn er greinilega myndarlegur. Það stefnir því í fagra ljóssýn, eink- um í sjónaukum, þegar hala- stjarnan verður nálægt sólu í vetur og vor. í febrúar, mars og apríl ætti hún að sjást vel með berum augum í Mið- og Norður- Evrópu, um 15-30 gráðum yfir sjóndeifdarhring, einna best skömmu fyrir sólarupprás og eftir sólsetur. Eftir þetta ljar- lægist Hale- Bopp sólu og gleð- ur væntanlega augu síðari kyn- slóða í næstu umferð. Halastjörnur eru merkilegt fyrir- bæri. í febrúar, mars og apríl ætti halastjarna Hale-Bopp að sjást með berum augum í í Mið- og Norður-Evrópu, um 15-30 gráðum yfir sjóndeildarhring, einna best skömmu fyrir sólarupprás og eftir sólsetur. Ari Trausti Guðmundsson skrifar I. Halastjörnur eru sérkenni- leg fyrirbæri. Þegar þekktasta halastjarnan, Halley, kom síðast í nánd jarðar 1987, gátu menn bæði ljós- myndað hana vel og rannsakað með ýmsu móti. Halley, sein kemur að okkur á rúmlega 70 ára festi gengur hring um sólu eins og reikistjörnurnar og er sýnileg héðan og allbjört meðan hún er næst sólinni. Nú er vitað að hver halastjörnukjarni er risastór snjóbolti eða ísfiikki, úr frystum lofttegundum og ryki. f sólnánd gufar upp af honum, lýsandi lofthjúpur umlykur kjarnann og lýsandi hala leggur aftur af hjúpnum meðan fyrir- bærið þýtur um lofttómið útí geimnum að sólinni, og síðan frá henni að nýju á hringferli sínum. Stór halastjörnukjarni getur verið 10-50 km í þvermál en þunnur halinn nær milljónir kílómetra frá kjarnanum. Talið er að kjarnarnir séu ættaðir úr ystu hlutum sólkerfisins, úr íimbulkulda og myrkri langt ut- an við Plútó, en þar sýnist vera belti úr svona „íssmástirnum". Einkum Júpíter og Satúrnus ná að skekkja brautir einstakra slíkra stirna með þyngdartogi sínu (aðdráttarafli) og beina þeim inn í sólkerfið. II. Halley-halastjarnan reyndist ekki sérlega falleg að sjá 1987 en 11 árum árum hafði West- halastjarnan þó glatt augu fólks og æ síðan hafa bæði lærðir og leikir verið á „útkikki“ eftir þessum gestum utan úr jörðum sólkerfisins. Skemmst er að minnast Schumacher-Levy sem brotnaði fyrst í mörg stykki sem rákust svo á Júpíter. I júlí 1995 ur sinn á íslandi. Sunnan undir Ijallinu er einstök hólstýta, og liggur Suðurlandsvegur milli hennar og fjallsins. Hvað heitir hólstýtan? 8. Spurt er um kaupstað á Norðurlandi eystra, sem forð- um gekk undir nafninu Bögg- visstaðasandur. Núverandi nafn fékk staðurinn þegar vegur hans sem þéttbýlisstaðar efld- ist. Hvað lieitir þessi staður nú? PS. í þætti þessum fyrir hálfum mánuði var ranglega sagt að Hallgrímur Pétursson hefði samið sálminn Allt eins og blómstrið eina í minningu Steinunnar, dóttur sinnar. Þennan sálm orti Hallgrímur um Iiagnheiði biskupsfrú í Skál- holti, sem stundum er nefnd „fimmþúsundkonan“. Á þessari missögn biðst ég velvirðingar. >iiA|Ba '8 l|oi|ii!unSo>i i IiajíBus g ■pUOJJSSQJBqiBAS B IPUBI|[EH y £ ■QBSuBCj SUBII JBJIOI JB)[S3U -QJBf BflXp QB QIA BUUBUI iSjXjgJBq Iljjntf So - æqy b uinuiQjBSnfqjiq i jnijasgjBf jba uubh 'niSiJiJapi B ipuoq uossuop iS|;»ii ‘uqosjBfæqy i Qiujuqjiíuqps buio jso| uinjpjs,<[s jy 'fr ■pupjjSBQJBa b uinipqqAaa y £ IiqBunjjofJi jjio Bjjaq -QBjnSuoSuiBS ijjæquia ipuSaS ‘jbuui -jBnjq nSuiSS.tq uin qubjs jb qoj uos -SQinSis ’3 JopnBH uuunSuisauSjoa 'Z siQjaSpuBS ipuB[ j ja Qojssjiaq j ijoas Fluguveiðar að vetri (6) Þurrflugur aftur Stefán Jón Hafstein skrifar S g gleymi aldrei fyrsta þurrflugukvöldinu mínu. Mig hafði lengi langað til að „lenda í“ þurrfluguveiði eins og ég hafði heyrt karlana tala um í Ármönnum. En aldrei hafði gefið fyrr. Þetta var í Laxá í Mývatnssveit, ég fór niður með eyjum þar sem lygn breiða er milli hólma og áin fellur síðan af broti niður streng. Ég kastaði nobbler, enda ein veiðnasta straumflug- an að mínu fáfengilega mati. Ég lét fiuguna reka rólega... svona eins og maður gerir þegar maður á ekki von á neinu. Allra síst að draum- ur draumanna rætist. Ég hafði ekki séð fisk. Þá kom allt í einu dökkur skuggi upp undir slútandi trjágrein rótt hjá mér, bakuggi og svo sporður, hálfur, og svo blakaði hann sporðinum makindalega. Þetta var of gott til að vera satt. Ég kastaði, ofan við og þvert út frá þar sem fiskurinn var að gæða sér á einhverju í vatns- skorpunni. Þegar línan var komin af stað með lygnum straumnum og nálgaðist fisk- inn dró ég hægt að mér og lét fluguna koma syndandi rólega, skáhallt niður undan fiskinum og svo framfyrir hann. Þar stoppaði hún, dillaði skottinu á trjónuna á honum og hann... tók rólega. Meðan ég furðaði mig á því að hann var bara með hálfan neðri skolt en virtist hafa haft það fínt samt í ánni gerðist undrið. Ég leit út á breiðuna. Þessi hafði bara verið fyrsti fiskur upp. Uggar, bök, sporðar - út um allt. Draumurinn! Titr- andi leitaði ég að þessum þremur þurrflugum sem ég átti, setti flotlínuna undir meðan ég bað vatnadísirnar að láta ekki dásemdina hverfa, og flugan var komin út. Bölvað klúðurs- kast, en þarna flaut hún á breiðunni og barst með straumnum niður að brotinu. Ég rýndi á rauðan vatnsflötinn, fiskar og kvöldsól! En ekkert gerðist. Flugan flaut niður breiðuna og yfir ugga og bök. Þegar flugan var komin niður undir brotið dró ég hana hratt að mér til að kasta upp fyrir fiskana aftur - búmm! Um leið og hún fór í kaf var fiskur á. Svona tók ég 7 fiska í röð á þurrflugu. Hún flaut yfir torf- una þar til ég kippti henni nið- ur undir vatnsskorpna, þá brást ekki að hann tók. Alveg gegn skólabókinni. Meðan ég sat og jafnaði mig eftir þessi fágætu undur sá ég að fiskarnir voru horfnir. Engin bök, engir sporð- ar. Ég beið, svo sem sáttur, en hafði hugsað mér að veiða til að sleppa síðasta hálftímann. Þá kom fyrsti hringurinn. Svo ann- ar. Svo margir. Þeir voru byrj- aðir að reka trýnin upp og súpa af yfirborðinu. Sama flug- an fór út eftir að ég hafði þurrkað af henni slím og blásið hressilega upp á henni hárin. Nú flaut hún tignarlega á breiðunni, barst með straumn- um og... húrra! Ekta þurrflugu- taka, alveg eins og í amerískri bíómynd, og fiskurinn brjálað- ur, stökk og bylti sér. Ég hef ekki hugmynd um hve marga ég tók. Allir fengu líf, flesta missti ég þar sem ég tók hart á þeim, en þetta var óstöðvandi ævintýri þar til klukkan sló tíu. í sumar var ég í öðrum flóa. Allt steindautt og ekkert gekk. Ekki var allan daginn. Mundi eftir gamalli sögu sem Kol- beinn Gríms- son og banda- rískur félagi hans, Len, sögðu mér; þeir höfðu „teasað“ hann upp (á máli Lens). Hvern- ig? Dregið þurrfiugur hratt inn á lygnum vatnsfletinum. Ég tók risastóra flugu sem mér hafði áskotnast í útlendum pakka, hnýtt eins og þurrfluga, en vængirnir ári útstæðir og langir, kraginn stór. Þurrfluga númer 6 eða 8? Hún fór nú út og ég dró hratt inn; fimm hring- ir komu upp í kringum hana! Það var fiskur undir, og hann var til í tuskið. Ég setti mun minni flugu undir, svarta með gráum væng, dró aðeins hægar, og fyrsti fiskur kvöldsins var á! Svona klár er maður nú sjaldn- ast. Skömmu síðar vorum við að veiða tveir, í sama flóa. Fiskar uppi út um allt! Hver þurrflug- an á fætur annarri út, alltaf glefsað í, en engin festa. Félag- inn var fransmaður, Bruno, sem hafði óhemju gaman af, en við skildum ekki hvernig stóð á þessu. ENGINN fiskur tók al- mennilega. Aldrei friður við færið. Ég veit ekki hvernig mér datt það í hug, en setti votflugu undir, tvíkrækju sem myndi ör- ugglega sökkva, en leit út alveg eins og þurrflugurnar sem hann var alltaf að höggva í. I fyrsta kasti kom dúndurtaka með hoppi og híi og rokum: 4 punda fiskur. Hann hafði kok- gleypt. Ég bað Bruno að prófa sömu flugu. Hann óð út. Þar sem hann lengdi í til að kasta datt flugan niður og fiskur var á! Bruno reif úr honum af undrun. Næsta kast var al- mennilegt. Dúndurfiskur stökk með það sama uppúr með flug- una í kokinu. Eftir langa mæðu var búið að þræla honum að bakkanum, en þá hvarf hann sjónum okkar, búinn að sarga sundur fína fransmannstaum- inn á tönnunum, enda flugan bersýnilega niður í koki. Þar með lauk þurrfluguveiðum okk- ar það kvöldið.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.