Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Blaðsíða 11
Jktgur-'3toramt C7TT+ ~ Laugardagur 15. febrúar 1997 - 23 ^ii^igur-CLltmmn 'iwhma Hver kannast ekki við að hlaupa út í sjoppu í hádeg- inu, kaupa eina samloku, löðrandi í majonesi, og gleypa hana á fimm mínútum? Ekki vegna þess að okkur þyki hún svo góð, eða teljum að hún sé holl, heldur vegna þess að þetta er fljótlegasta leiðin. Garnirnar eru hœttar að gaula og við getum haldið áfram að vinna. s g fór í heimsókn á vinnu- stað í vikunni þar sem starfsmönnum gafst kost- ur á að borða í mötuneyti. Fyrir 150 krónur gátu þeir fengið sér súpu, brauð með áleggi að eigin vali, ávexti og ýmiskonar græn- meti. Léttur og góður matur í önnum dagsins og fyrir þá sem eru að flýta sér er allt tilbúið. Eina sem þarf að gera er að hlaða á diskinn og borga einn matarmiða. Verðið er líka hlægilega lágt, en í þessu tilfelli var miðað við að starfsmenn þyrftu aðeins að greiða hráefn- iskostnað. Vinnustaðurinn sá um leggja til húsnæði og borga vinnulaun. Ég var nokkuð hugsi eftir þessa heimsókn mína. Þótti starfsmenn á vinnustaðnum vera nokkuð heppnir að eiga þennan valkost en velti því jafn- framt fyrir mér hvers vegna vinnuveitendur væru tilbúnir að halda uppi mötuneyti sem þeir Auður Ingólfsdóttir skrifar bæru augljóslega nokkurn kostnað af. Niðurstaðan af þessum vangaveltum var sú að kannski sé fyrirkomulag af þessu tagi til bóta fyrir alla, bæði vinnuveitendur og starfs- menn. Glaðir starfsmenn, góðir starfsmenn Ég er nefnilega ekki frá því að þegar upp sé staðið komi vinnuveitendur til með að græða á því að starfsmenn séu vel nærðir. Við erum alltaf að heyra um rannsóknir sem sýna fram á að rangt fæði, eða of lítið fæði, valdi einbeiting- arskorti og dragi úr starfsþreki. Og enginn vinnuveitandi vill þreytt og áhugalaust starfsfólk. Auðvitað ætti samt ekki að þurfa að stofna heilt mötuneyti bara til að við látum eitthvað af viti ofan í okkur. Þeir sem á ann- að borð hugsa um heilsuna vita að gróf brauðsneið með fersku grænmeti er mun æskilegra en franskbrauð með kokteilsósu og frönskum á milli og ættu að hafa næga virðingu fyrir sjálf- um sér til að velja eitthvað gott sér til handa. En það er þetta með tímann og skipulagið. Ótrúlegt hvað það vefst fyrir manni. Átak sem hefst á mánu- degi er runnið út í sandinn á miðvikudegi þegar pappírar fljóta um öll skrifborð og stress- ið er í hámarki. „Þeir sem á annaö borð hugsa um heilsuna vita að gróf brauð- sneið með fersku grænmeti er mun æskilegra en franskbrauð með kokteilsósu og frönskum á milli..." Hvað með skóla- krakkana? Kannski byrjar þetta strax á unglingsaldrinum. Það var a.m.k. á þeim árum sem ég hætti að smyrja mér nesti til að hafa með í skólann. Hvers vegna að eyða tímanum í það þegar voru ekki einu sinni nest- istímar lengur? Og hvergi var aðstaða til að setjast niður vildi einhver nýta frímínútur eða há- degishlé í nestisát. Hins vegar var lítil sjoppa hinumegin við götuna og þar möluðu verslun- areigendur gull. Hungraðir unglingar biðu í röðum eftir að kaupa eitthvað sem uppfyllti tvö skilyrði: nógu ódýrt og nógu fyllandi til að seðja hungur þeirra. Einfaldasta lausnin var súkkulaði. Fullt af hitaeining- um og miklu ódýrara en sam- lokurnar. Mér skilst að eitthvað hafi aðstaðan batnað í skólanum mínum síðan. A.m.k. búið að setja upp borð og stóla. Og sjoppan er ekki til lengur. En víða í skólum landsins er þó pottur brotinn í þessum efnum. Þó hlýtur hið sama að gilda um unglinga eins og okkur sem fullorðin erum, að einbeitingin verði betri sé fæðan í lagi? Hvað ætli þau borði í hádeginu, krakkarnir í Singapore? nií) #í Lei eimilis- hamið Amerískur ostakrans 50 g ger 2'/ dl. mjólk 3 msk. brœtt smjör 1 tsk. salt i egg ca 450 g hveiti 75 g rifinn ostur Smjörið og mjólkin brædd sam- an, haft ylvolgt. Saltinu, egginu 50 g af ostinum og helmingnum af hveitinu bætt út í. Hnoðað saman og hveiti bætt út í þar til þetta er orðið mjúkt deig. Látið hefast með stykki yfir í ca. 45 mín. Deigið hnoðað aftur og skipt í tvo hluta, sem svo eru rúllaðir í lengjur. Lengjunum er svo snúið saman og formað í hring á smurðri ofnplötu. Kransinn látinn hefast í ca. 30 mín. Smurðu með saman- hrærðu eggi og ostaraspinu og smávegis sesamfræi stráð yfir. Kransinn bakaður við 220° neð- arlega í ofninum í ca. 20-25 mín. Rúsínubollur 3 dl. mjólk 50 g sykur Örl. salt 50 g ger 50 g smjör 30 g súkkat 50 g rúsínur Rasp utan af einni appelsínu 1 tsk. kardimommur 400-450 g hveiti Egg til að pensla bollurnar með. Hitið mjólkina með smjörinu, salti og sykri, haft ylvolgt. Gerið hrært út í. Blandið rúsínum, súkkati, appelsínuraspi, kardi- mommum og hveiti saman og bætið því út í smátt og smátt þar til verður mjúkt deig. Breiðið stykki yfir skálina og látið deigið hefast í 30 mín. Hnoðið deigið létt saman og bú- ið til ca 12-14 bollur, látið þær á pappírsklædda bökunarplötu og látið þær hefast aftur í ca. 30 mín. Smyrjið bollurnar með hrærðu eggi og bakið þær í ca 15 mín. við 200°. Góðar á morg- unverðarborðið. Góð brauðsamloka m/osti og skinku Fjórar þunnar brauðsneiöar Sinnep 4 skinkusneiðar 4-8 sneiðar af mildum osti 2 egg 2 msk. vatn 15 g smjör til að steikja úr Smyrjið brauðið með þunnu lagi af sinnepi, leggið skinkuna og ostinn á og þrýstið sneiðun- um vel saman. Ilrærið eggin með vatninu á djúpum diski. Rétt áður en við ætlum að bera samlokurnar fram látum við þær á diskinn með eggjahrær- unni, blotna á báðum hliðum og steikjum þær svo í smjörinu á pönnu. Veijið álpappír utan um handfang pönnunnar og látið pönnuna inn í bakaraofn í ca. 5 mín. við 225° þar til osturinn hefur bráðnað. Með heitri súpu, sérlega gott. Góð lítil máltíð '/ dós aspas 500 g rœkjur 2/ dl hrísgrjón 1'/ tsk. karrí 1 '/2 dl rjómi 1 dl majones 2 egg Ca 1-1'/ dl. rifinn ostur. Hrísgrjónin soðin í 5 dl vökva (soðinu af aspasinum og vatni). Karrí sett út í soðið. Soðin hrísgrónin sett í botninn á eldföstu móti. Rækjunum og aspasinum stráð yfir. Eggin að- skilin. Rauðurnar hrærðar með majonesinu og þeyttur rjóminn blandaður í. Stífþeyttum eggja- hvítunum blandað saman við síðast og hrærunni smurt yfir rækju- og aspasfyllinguna í forminu. Stráið rifna ostinum yfir og formið sett í 225° heitan ofn í ca 15 mín. Kardimommu- súkkulaðikaka 250gsykur 250 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 tsk. vanillusykur 3 msk. kakó (sigtað) 1 /2 tsk. kardimommur 150 g smjörlíki 3 egg 1 /2 dl mjólk Egg og sykur þeytt saman í þykka eggjafroðu. Mjólkin og brætt smjörlíkið hrært út í og svo samanblandað hveitið, lyfti- duftið, vanillusykurinn, kardi- mommurnar og sigtað kakóið. Hrært létt saman. Deigið sett í smurt skúffuform. Kakan bökuð við 180° í ca 35 mín. Bökunar- tíminn fer eftir stærð mótsins. Prófið með prjóni hvort kakan sé bökuð. Svo má smyrja kökuna með bræddu súkkulaði, svo hún verði regluleg sparikaka.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.