Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 2
14 - Fimmtudagur 20. mars 1997
r
|Dagur-®tmfatn
PÁSICALÍFIÐ í LANDINU
í páskamessu
á Silfrastöðum
Páskar eru anna-
tími prestsins
„Núna fer að komast vor
fiðringur í mig.“
s
g ætla að komast eitthvað á hest-
bak uppi í Víðidal um páskana,
einsog ég geri reyndar oft. Þá ætla
ég að komast í mína heimasveit norður í
Flatatungu í Skagaílrði. Ef til vill fer ég
eitthvað víðar um ef vel viðrar. Þannig
reyni ég til dæmis alltaf að komast í
messu hjá séra Döllu Þórðardóttur í
Miklabæ, sem messar í Silfrastaðakirkju
í Blönduhlíð á páskadag," segir Árni
Gunnarsson, aðstoðarmaður félagsmála-
ráðherra.
„Nú er daginn farið að lengja mjög og
þá reyni ég að nota daginn sem mest til
útivistar. Þannig nýt ég þess vel að vera
til, enda fer núna að komast vorfiðring-
ur í mig,“ segir Árni.
Hann segist gefa pólítísku vafstri al-
gjört frí yfir páskahátíðina, nógan tíma
taki það samt. Þannig sé Samband
ungra framsóknarmanna, þar sem Árni
er formaður, með ráðstefnu um land-
búnaðarmál á Selfossi um komandi helgi
og strax eftir páskana verði efnt til nám-
Árni Gunnarsson.
skeiðs um fjölmiðla og Alnetið. „Fyrir ut-
an þetta tvennt er í nógu öðru að snúast,
þannig að páskanir eru fyrir mér góður
tími til afslöppunar og þess að hvíla hug-
ann.“ -sbs.
Sr. Sigríður Guðmarsdóttir.
Páskarnir eru einhver mesti anna-
tími ársins hjá mér. Þess vegna
finnst mér gott að láta karlinn
dekra við mig þessa daga, þá sjaldan að
ég er heima. En ef stund gefst reyni ég
Helgistund í skíðabrekkum
Ólafsfjarðar á páskadag.
að fylgja íjölskyldunni eitthvað á skíði
uppí Qall, þó ég sé reyndar ekki mikil
skíðakona sjálf. Ég fylgist með strákun-
um mínum, sem eru tíu, sjö og þriggja
ára, hlykkjast niður brekkurnar. Ég er
reyndar alveg logandi hrædd um þann
yngsta og þegar hann rennir sér þá loka
ég augunum,“ segir Sigríður Guðmars-
dóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði.
Sigríður Guðmarsdóttir hefur verið
sóknarprestur Ólafsfirðinga síðasta eina
og hálfa árið. Þar í bænum syngur hún
Ijórar messur yfir hátíðarnar, á skír-
dagskvöld, föstudaginn langa, á páska-
dag og á annan í páskum verður messað
í Hornbrekku - dvalarheimili aldraðra. -
Á páskadag verður og efnt til helgi-
. stundar í skíðabrekkunum, ofan við
kaupstaðinn. „Messusókn í bænum er
ágæt um páskana, best á páskadag,"
segir Sigríður. -sbs.
Vænti íjörugra dansleikja
Einsog svo oft áður verð ég
að syngja um þessa
páska. Við í Todmobil er-
um með dansleik í Vestmanna-
eyjum, sem hefst eftir miðnætti
á föstudaginn langa. Þá þurfum
við að komast til baka uppá
land á laugadeginum. Eftir mið-
nætti á páskadag erum við síð-
an með ball í Hótel Selfossi. Þá
reynslu hef ég að böll á Selfossi
og í Vestmannaeyjum eru alltaf
fjörug og skemmtileg og því er
á góðu von. En síðan erum við
að spila að kvöldi annars í
páskum í Óperukjallaranum í
Reykjavík. Þar hef ég aldrei áð-
ur komið fram á dansleik þann-
ig að ég veit ekki hverju við eig-
um von á þar,“ segir Andrea
Gylfadóttir, söngkona hljóm-
sveitarinnar Todmobil.
„Þetta er afar venjuleg
páskahelgi fyrir mér. Þær eru
yfirleitt vinna, og ég þekki lítið
annað eftir síðustu árin,“ segir
U •fl
• mm
Pfaff saumavélar Braun rakvélar
frá kr. 28.830,- frá kr. 4.780,-
Hárblásarar
frá kr. 999,-
Krulluburstar
frá kr. 1.680,-
Sendum í póstkröfu
KAUPLAND
Sími 462 3565 • Fax 461 1829
„Todmobil verður með
þrjá dansleiki um
páskana. “
Andrea. Hún væntir þess þó að
sér gefist einhverjar frístundir
um þessa páskahelgi, svo sem
að komast á gönguskíði.
„Það eru engar ferðir til
Vestmannaeyja á föstudaginn
langa. Því gæti farið svo að við
yrðum að fara þangað út á skír-
dag. Þá yrðum við að gera okk-
ur eitthvað til dundurs úti í Eyj-
um yfir bændadagana. Svo oft
hef ég verið að spila í Eyjum að
ég er búin að skanna staðinn
nokkuð vel og veit að þetta er
náttúruperla." -sbs.
Andrea Gylfadóttir.
Ætla á skíði í fjallinu
um páskana
Engir sérstakir
páskasiðir hjá mér og
mínum.
Ef veðrið verður jafn gott
og það var um síðustu
helgi ætla ég mér að vera
í íjallinu á skíðum um páskana.
Nei, ég er ekki mikil skíðakona,
en get svona bjargað mér. Ég er
að reyna að koma krökkunum
mínum í skíðaform, fimmtán
ára stelpu og sex ára strák,“
segir Kristín Hjartardóttir,
hótelstjóri Hótel Norðurlands á
Akureyri.
Kristín Hjartardóttir.
„Nei, það eru engir sérstakir
páskasiðir sem hafa myndast
hjá mér og mínum. Ekki aðrir
en þeir að borða páskaeggið að
morgni páskadags. En að öðru
leyti hlakka ég til þess að
slappa af með íjölskyldunni um
páskana, borða góðan mat og
sitthvað á þeim nótum,“ segir
Kristín ennfremur.
Búist er við talsverðum
straumi ferðamanna til Akur-
eyrar um páskana. Nokkuð er
um bókanir á Hótel Norður-
landi. Segist Kristín I-Ijartardótt-
ir eitthvað þurfa að vera í vinn-
unni um páskana og sinna
hótelgestum - þó hún ætli engu
að síður að eiga sem besta frí-
daga yfir hátíðina. -sbs.