Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 14
26 - Fimmtudagur 20. mars 1997 (®agur-'2Immtn PÁSKALÍFIÐ í LANDINU Vesturland um páskana Eyrnakonfekt og snjó- troðarar Fermingar verða vítt og breitt um Vesturland um páskana. Ýmislegt er síðan hægt að gera sér til dundurs milli þess sem vömbin er kýld með Hnallþór- um og öðru góðgæti undir Jökli sem og annars staðar. Eyrnakonfekt á Skaganum Á Akranesi stendur til boða eymakonfekt eftir miðnætti á föstudaginn langa, en þá mun hljómsveitin Konfekt leika þar fyrir dansi. Þess utan verður veitingasala eins og endranær. Barbró verður lokað um páskana. Byggðasafnið á Görðum er opið á virkum dögum en lokað yör helgar um vetrartímann, nema eftir nánara samkomu- lagi við safnvörð. Engar sýning- ar verða í listasetrinu Kirkju- hvoli fyrr en í maí. Laugardaginn 22. mars verð- ur opin töltkeppni hjá hesta- mannafélaginu Dreira að Æðar- odda og áheitaleikar íþróttafé- lagsins Þjóts í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Böll í Borgarnesi í Hótel Borgarnesi verður dans- leikur með liljómsveitinni Todmobile laugardagskvöldið 22. mars. Aðfaranótt annars í páskum mun hljómsveitin Sixti- es spila fyrir dansi í Mótel Ven- usi í Hafnarskógi og þar verður opið fyrir mat og gistingu nema á föstudaginn langa. Helgina 21.-23. mars er lokað vegna vinnufundar Fílharmóníu. Hljómsveit verður í Hreiðrinu í Borgarnesi föstudagskvöldið 21. mars. Safnahúsið í Borgar- nesi er opið alla virka daga frá kl. 14 til 18 en á fimmtudögum er auk þess opið milli kl. 20 og 22 á kvöldin en lokað um helg- ar. Skíði í Húsafelli Sundlaugarnar í Húsafelli verða opnar eins og endranær og þar er boðið upp á gistingu í gamla bænum auk nokkurra sumar- húsa. Hægt verður að fara í ferðir á Langjökul á vélsleðum eða bregða sér á skíði, en snjó- troðari verður á staðnum fyrir skíðafólk. í Ólafsvík fara allir sem vettl- ingi geta valdið á spurninga- keppni í Röstinni föstudaginn 21. mars en húsið opnar kl. 21:00. Á eftir verður dansleikur kráarstemmning og þar sem írska hljómsveitin Januson’s leikur. Þetta eru undanúrslit spurningakeppninnar, en það er árleg keppni sem staðið hef- ur í allan vetur. Karl strippar í Ólafsvík Karlmaður mun „strippa’* í Gistiheimili Ólafsvíkur laugar- dagskvöldið 22. mars, „við ætl- um að hressa aðeins upp á kon- urnar,“ segir staðarhaldari. Diskó á eftir. Tilboð verður á gistingu um páskana. Safna- húsið í Ólafsvík er lokað á vet- urna. Ferðir á Snæfellsjökul verða í fullu fjitri. Ýmist er hægt að kaupa sér far með snjótroðara eða leigja snjósleða. Skíðalyfta sem er í smíðum verður ekki komin upp um páskana, samt sem áður verður hægt að bregða sér á skíði. í Grundarfírði verður hægt að fara á ball eftir miðnætti á páskasunnudag með hljóm- sveitinni Dead Sea Apple og rokka til klukkan íjögur. „Ann- ars er pöbbastemmning og skemmtibiti,** segir stað- arhaldari. Á Krákunni verður veitingasala og opinn bar. Karfa í Hólminum I Stykkishólmi verður undanúr- slitaleikur í körfubolta föstu- dagskvöldið 21. mars, en þar mætast Snæfell og Valur. Leik- urinn byrjar kl. 20:00. Fátt annað er um að vera í Hólmin- um fram yfír páska, Byggða- safnið í Norska húsinu lokað en pöbbarnir opnir. í Búðardal verður trúbador á Gistiheimilinu Bjargi aðfaranótt laugardagsins eftir miðnætti föstudagsins langa. Þess utan verður opinn bar. ohr Ferðir á Snæfellsjökul eru alltaf vinsælar. Jazzklúbbur og „Na Nú Na“ Nýja jazzhljómsveitin „Na Nú Na“. Myn&.es Jazzklúbbur Akureyrar hef- ur nú starf að nýju eftir nokkurra ára hlé og eru nokkrir tónleikar framundan sem klúbburinn stendur að eða heldur í samstarfi við aðra. Jazzklúbburinn var formlega stofnaður 13. mars 1983 og starfaði af krafti í nokkur ár, nú á að endurvekja þennan kraft. Klúbburinn hyggst gangast fyrir tónleikum og þykir mönnum nauðsynlegt að tryggja með þessum hætti íjölbeytt tónleika- hald til handa jazzáhugamönn- um á Norðurlandi. í Jazzklúbbi Akureyrar eru nú um 60 félag- ar en þeir sem vilja gerast fé- lagar geta fengið sig skráða á tónleikum „Na Nú Na“ í kvöld á Kaffi Ólsen. Stjórn jazzklúbbsins skipa Jón Rafnsson formaður, Jón Hlöðver Áskelsson ritari, Ólafur Iléðinsson gjaldkeri og með- stjórnendur eru Erla Stefáns- dóttir og Sverrir Páll Erlends- son. Leitast verður eftir að fé- lagar fái afslátt á plötum sem Jazzís gefur út sem og að RÚ- REK og fleiri uppákomum. Ný jazzhljómsveit „Na Nú Na“ er nýstofnuð jazz- hljómsveit og liana skipa þeir Karl Petersen sem spilar á trommur, Stefán Ingólfsson á rafbassa, Iieimir Freyr Illöð- versson á píanó, Róbert Sturla Reynisson á rafgítar og Wolf- gang Frosti Sahr á saxófón. Þeir munu lialda sína fyrstu tónleika á fimmtudagskvöldið kl. 21.30 á Kaffí Ólsen á Akur- eyri. Þetta verður í fyrsta skipti sem hljómsveitin leikur opin- berlega en meðlimir hennar hittust síðasta haust og fóru að æfa saman ýmis uppáhaldslög. „Smáin saman bættust við lög eftir okkur sjálfa og í kvöld verður meirihluti laganna eftir hljómsveitarmeðlimi,** segir Karl Petersen. Tónlist sveitar- innar er að mestu samtíinatón- list og í rafmagnaðri kantinum þó hljóðstyrk sé haldið í skefj- um eins og kostur er. -mar

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.