Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 4
16 - Fimmtudagur 20. mars 1997 Ef vel viðrar getum við vænst þess að 6.000 til 7.000 manns verði hér á Akureyri um páskana. Það er hámarkið, því Akureyrarbær ber hreinlega ekki fleiri ferða- menn að vetrarlagi. Hér verður sitthvað í boði þessa daga, en uppistaðan eru vetraríþróttirn- ar. Þær eru helsta aðdráttarafl- ið, enda er Akureyri í sífelldri sókn í þeim efnum," segir Guð- mundur Birgir Heiðarsson, for- stöðumaður Upplýsingamið- stöðvarinnar á Akureyri. Akureyri alltaf páskabær „Satt best að segja fxnnst mér Akureyri alla tíð hafa verið páskabær. Hingað norður hefur ævinlega komið mikill Qöldi ferðamanna um páska - og því er hefðin orðin sterk,“ segir Guðmundur. Hann segir að Flugleiðir og fleiri aðilar bjóði uppá hagstæð fargjöld norður um páskana - og séu í gangi hagstæð tilboð á helstu hótel- um, gististöðum og matsölu- stöðum bæjarins. Þá séu kaup- menn á Akureyri einnig að koma sterkt inn í þetta, enda sé vöruverð og öll þjónusta versl- ana í bænum vel samkeppnis- fær við það sem býðst til dæmis „Akureyri hefur alla tíð verið páskabœr. Hingað hefur œvinlega komið mikill fjöldi ferðamanna um páska - og því er hefðin orðin sterk. “ á Reykjavíkursvæðinu. Vetraríþóttir grunnur dagskrárinnar „Vetrariþróttir eru auðvitað grunnur þeirrar íjölbreyttu dagskrár sem hór verður í boði um páskana. En svo ég tali fyrir sjálfan mig þá ætla ég að setja mig í færi að komast á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands og 150 manns kórs úr Eyjafirði, sem mun á miðviku- dagskvöldinu fyrir skírdag flytja brot úr rússneskum hljóm- sveitaverkum og verkið Carm- ina Burana. Þá get ég einnig nefnt að þetta sama kvöld er Fegurðarsamkeppni Norður- lands í Sjallanum og þar verður Fegurðardrottning Norðurlands krýnd. Þannig verður yflr páskana afar margt að gerast í skemmtanalíflnu - sem og á sviði lista- og kirkjuviðburða," segir Guðmundur Birgir. Markaðurinn er alltaf að stækka Víða á landinu verður sitthvað um að vera um páskana. Má nefna Skíðavikuna á ísafiði - og margir hugsa sér, ef að líkum lætur, til þess að sköða jakana á Skeiðarársandi. Fleira mætti nefna. „Ég vil meina að engin sam- keppni sé milli einstakra aðila um ferðamenn, sem á annað borð fara á sljá um páska. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft er ferðamennska á vetrum alltaf að aukast. Eftir því sem auglýst er meira þeim mun meira „Hér verður sitthvað í boði um páskana, en uppistaðan eru vetr- aríþróttirnar. Þær eru helsta að- dráttaraflið," segir Guðmundur Birgir Heiðarsson. Mynd: jhf stækkar markaðurinn. Það er fráleitt að menn séu með þessu að kroppa augun hver úr öðr- um. En þegar fólk ætlar í hreina og klára skemmtiferð þá velur fólk Akureyri. Hingað eru greiðar samgöngur og allt að- gengi að þjónustu og skemmtun er eins og best verður á kosið. Leiðin liggur norður,“ segir Guðmundur Birgir. -sbs. í sveitina og í feraiingarveislu „Mun ekki sitja auðum höndum.“ Ef ég nú bara vissi það, þá myndi ég segja þér það,“ segir Helgi Sigur- jónsson á Akureyri, aðspurður um hvað hann ætli að gera um væntanlega páska. „Ef til vill verð ég nú bara heima um páskana. En það kemur líka vel til greina að bregða sér eitthvað af bæ; þá til sona minni tveggja sem búa á Torfum og Finnastöðum x Eyjafjarðarsveit. Síðan hefur það nú oft verið þannig að ég hef verið í fermingum um páskana. Jú vel á minnst. Ég verð við einmitt í einni ferin- ingarveislu á skírdag - þannig að þú heyrir að ég mun ekki sitja auðum hönd- um um páskana," segir Helgi Sigurjóns- son. -sbs. Helgi Sigurjónsson. „Ungar, egg og kanínur út um allt“ Guðfinna Hallgrímsdóttir Ætla að hafa það virkilega gott“ s g ætla að hafa það virkilega gott um páskana. Borða páskaegg, en verja sem mestum tíma með börn- unum. Nei, ég verð ekkert á skautum eða skíðum eða þvíumlíku,“ segir Guð- finna Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur á Akureyri, og hlær - aðspurð um páskagleðina á sínu heimili. „Á mínu heimili verður mikið um egg, kanínur, gula unga og páskaliljur. Þetta verður út um allt,“ segir Guðfinna. Hún segist vænta þess að um páskana komi ættingjar sínir í Reykjavík norður á Ak- ureyri í heimsókn. „Nei, það eru engir sérstakir páskasiðir í minni fjölskyldu," segir hún. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.