Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 5
^Dagur-®htmm
Fimmtudagur 20. mars 1997 -17
PÁSKALÍFIÐ í LANDINU
Góðviðri og
nægur snjór
Nærri heilagleikanum
í fjallinu
„t>að er búið að tryggja að það
verður gott veður hér nyrðra
um páskana og það er nægur
snjór í íjallinu," segir ívar Sig-
mundsson, forstöðumaður
Skíðasvæðisins í Hlíðarijalli.
Hann segir að á góðum páska-
dögum hafi allt að 3.500 manns
verið við skíðaiðkanir í fjallinu -
og hafi ijölmennið gjarnan ver-
ið mest á föstudaginn langa.
„Nei, okkur fmnst við ekki
vera neitt að syndga uppá náð-
ina þótt við höfum opið í fjallinu
afla daga páskanna. Við hér í
ijaffinu erum að minnsta kosti
nær heilagleikanum á himnum,
en værum við niðri í bæ. Þá get-
uin við líka nefnt að Gunnlaug-
ur Garðarsson, prestur í Gler-
árkirkju, verður með helgistund
í Hlíðaríjalli kl. 13 á páskadag,"
sagði ívar.
Opið er í Hlíðarljalh alla
páskadagana frá kl. 10 til 17.
Meðal dagskráratriða í Illíðar-
ijalli um páskana er að á laug-
ardaginn er brettamót og
páskaeggjamót yngstu skíðaiðk-
endanna. Á páskadag verður
efnt til Flugleiðamóts í
skíðagöngu og þann dag er,
sem áður segir, helgistund í
Ijallinu. -sbs.
Aföstudaginn Ianga verða
Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar lesnir upp í
Akureyrarkirkju. Lesturinn
hefst kl. 12 á hádegi og stendur
fram eftir degi. Sem kunnugt er
þá eru sálmarnir ahs 50 og
upplesararnir eru jafnmargir.
„Ég hef valið upplesara
þannig að allt er þetta fólk sem
ég treysti því að geta komist
með sæmd frá verkefninu - og
Passíusálmarnir 50 lesn-
ir föstudaginn langa.
Upplesarar jafnmargir
og sálmarnir.
það hefur æft sig síðustu daga
til að geta komist vel frá verk-
efninu. Þessir lesarar koma úr
öllu litrófi mannlífsins, eru á
öllum aldri og úr öllum stéttum
og það finnst mér einmitt gefa
þessu mjög skemmtilegan blæ,“
segir Þráinn Karlsson, leikari á
Akureyri, en hann hefur um-
sjón með þessum lestri Passíu-
sálmanna.
Það var á föstudaginn langa í
fyrra sem fyrst var boðið uppá
lestur Passíusálmanna í Akur-
eyrarkirkju. Þá var sami háttur
hafður á, að hafa upplesarana
jafn marga og sálmana - og
segist Þráinn Karlsson vera
ánægður með þetta fyrirkomu-
lag. „En nú höfum við alveg
nýtt gengi og engir lesaranna
sem voru í fyrra eru aftur nú,“
segir hann. - Hann vill ekki til-
greina neina sérstaka upplesar-
ara sem sérstök stjörnunöfn -
en nefnir þó til gamans að það
verður Þóra Steinunn Gísladótt-
ir, ekkja séra Þórhalls Hösk-
uldssonar, sem les fyrsta sálm-
inn og Margrét Þórliallsdóttir,
fyrrverandi Ijósmóðir, les þann
fimmtugasta.
Sálmalesturinn í Akureyrar-
kirkju hefst kl. 12 á hádegi á
föstudaginn langa. Björn Stein-
ar Sólbergsson organisti leikur
á hljómmikið orgel kirkjunnar
milli lesturs hverra tíu sálma,
en búist er við að lestur þessi
taki í það heila alls um fimm
klukkustundir. -sbs.
Ó sú pína,
ó sú kvöl
Páskar á Akureyri 1997
Föstudagur 21. mars
Stærsti snjókarl á landinu búinn til á Ráðhústorgi.
Sjallinn. Diskótek á hæðum í Sjallanum.
Sunnudagur 23. mars - Pálmasunnudagur
Vélsleðadagur íjölskyldunnar á Súlumýrum í samvinnu við KEA
og Greifann.
Mánudagur 24. mars
Kl. 10
Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra útgefenda verður
opnaður og stendur til og með 7. apríl. Markaðurinn verður til
húsa á 2. hæð í Hafnarstræti 93, gengið inn hjá Stjörnuapóteki.
Opið frá 10 til 19, lokað verður á föstudaginn langa og skírdag.
í boði eru allt að 15 þúsund titlar.
Miðvikudagur 26. mars
íslist á Ráðhústorgi - Völundur Snær Völundarson heggur út í ís.
Á miðvikudeginum fyrir skírdag
tekur Völundur Snær Völundar-
son til óspilltra málanna og hegg-
ur út listaverk úr ís á Ráðhús-
torginu. Forvitnilegt verður að
fylgjast með þessu framtaki Völ-
undar - sem handlaginn er orðinn
í listaverkasmíð af þessu tagi.
Kl. 20.00
Leikfélag Akureyrar sýnir „Kossar og kúlissur".
Kl. 20.30
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 150 manna blönduðum
kór úr Eyjafirði. Flutt verða brot úr rússneskum hljómsveitar-
verkum og hið bráðskemmtilega Carmina Burana.
Um kvöldið
Fegurðarsamkeppni Norðurlands í Sjallanum. Ungfrú Norður-
land krýnd. Nýdönsk leikur að keppni lokinni.
Veitingahúsið Við Pollinn. PKK sér uin Ijörið.
Fimmtudagur 27. mars - Skírdagur
Um kvöldið
Hótel KEA. Ómar Einarsson og Jón Rafnsson leika léttan dinn-
erjass af fingrum fram.
Föstudagur 28. mars - Föstudagurinn langi
Kl. 12.00
Lestur Passíusálma hefst. Björn Steinar Sólbergsson leikur á
orgel kirkjunnar á klukkustundar fresti á meðan á lestri stend-
ur en reiknað er með að lesturinn taki um fimm klukkustundir.
Um kvöldið
Stjórnin leikur fyrir dansi í Sjallanum.
PKK á Pollinum.
Geirmundur Valtýsson, sveifiukóngur íslands, á Hótel KEA.
Laugardagur 29. mars
Kl. 13.00
Snjóbrettamót Holunnar í Hlíðarljalli.
KI. 20.00
Leikfélag Akureyrar sýnir „Kossar og kúlissur“ í Samkomuhús-
inu.
Á Hótel KEA leika Ómar Einarsson og Jón Rafnsson léttan dinn-
erjass af fingrum fram.
KI. 23.00
Flugeldasýning á Ilötinni frainan við Samkomuhúsið.
Sunnudagur 30. mars - Páskadagur
Kl. 13.00
Helgistund á Skafiinum í Illíðarljalli. Sr. Gunnlaugur Garðars-
son, sóknarprestur.
Kl. 14.00
Flugleiðatrimm í Hlíðaríjalli.
Kl. 15.00
Handboltaæfing fyrir alla krakka á aldrinum 8-12 ára í KA-
heimilinu. Duranona, Ziza og allir hinir strákarnir í KA-liðinu
mæta á svæðið.
Um kvöldið
Hljómsveitin Hunang í Sjallanum.
PKK spilar á Pollinuin.