Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 12
24 - Fimmtudagur 20. mars 1997
®agur-®útrám
Full búð af spennandi
fermingartilboðum
Mini samstæða
m/geislaspilara.
fermingartilboð
24.900 kr.
Vönduð hleðslu-
rakvél frá Philips.
Fermingartil-
boð 6.500 kr.
Giæsileg þriggja diska stereo samstæða
frá Philips, hlaðin nýjungum.
Fermingartilboð 42.600 kr.
Urval af ferðatækj-
um m/geislaspilara
frá 13.800 kr.
Enn fremur mikið úrval af hárblásurum og
kruilujárnum frá Revlon,
nú á frábæru fermingartilboöi
Skrifborðslampar - 4 litir.
kr. 2590,-
Hárklippisett, 13 fglgihlutir 3.490 kr.
Hitachi 14" sjónvarp m/ísl. textavarpi 24.900 kr.
Sendum í póstkröfu hvert á land sem er.
SIEMENSBÚÐIN
Glerárgötu 34 • 600 Akureyri • Sími 462 7788
í raftækjadeild:
Þ- Hárblásarar, margar gerðir
► Ferða-geislaspilarar
► Krulluburstasett
► Úrval af rafmagnsrakvélum
► Símar-----------------
Útvörp m/geislaspilurum
frákr. 990, -
■ /C-:.
frá kr. 1.890, -
frá kr. 1.890, ■
HNAKKUR
m/öllu
kr.31.365 -
stgr.
Gerðu þérferð - það borgarsig!
f Veiðihornin u:
► Veiðivörur
Útilífsvörur
► Gönguskór
^ Tjöld
► Svefnpokar
► Fatnaður og margt fleira
Raðgreiðslur allt að 36 mánuðir: VISA
"«.'<• ,.
CD
f
Neftóbakslyktina vantar
Dagsbrún og Framsókn
hafa nú skipað sér
miðsviðs í yfir-
standandi kjaradeilum þeg-
ar samninganefndir félag-
anna kolfelldu gerðan
samning í fyrrakvöld. Bar-
áttu- og verkfallsgleði Dags-
brúnarmanna kom mönn-
um í Karphúsinu nokkuð í
opna skjöldu því stærstur
hluti samninganefndanna
sem kolfelldi nýgerðan
samning var þá nýbúinn að
vera að semja um þennan
sama samning.
En Garri hefur sem
kunnugt er
litla trú á
því að hlut-
irnir séu
eins og þeir
virðast vera
og þess
vegna er
nauðsynlegt
að skoða
stöðuna hjá
þeim Dags-
brúnar-
mönnum
aðeins bet-
ur.
Áfall
Halldórs
í Dagsbrún hafa orðið for-
ingjaskipti og þetta er fyrsta
alvarlega vinnudeilan sem
Dagsbrún gengur í gegnum
eftir að Gvendur Jaki dró
sig í hlé. Þetta er því í raun í
fyrsta sinn eftir Guðmund
að verulega reynir á það
hvor Halldór Björnsson sé í
rauninni óumdeildur foringi
í félaginu. Niðurslaðan virð-
ist ljós, andstæðingar Hall-
dórs geta í raun hrósað
sigri því áfallið fyrir hinn
nýja foringja var mikið þeg-
ar hann ver gerður aftur-
reka með samninginn í
fyrrakvöld.
Sannleikurinn er sá að
Dagsbnin er, þrátt fyrir
mikinn slagkraft út á við,
klofinn í herðar niður og þó
Þórarinn „fimmti" kalli þá
„úlfahjörð" minnir félagið
meira á villuráfandi kjöltu-
rakka, sem snusa af öllum
og öllu en vita ekki al-
mennilega í hvaða átt þeir
eiga að fara. Það sem vant-
ar er neftóbakslyktin og
sennilega er það hún sem
öll leit hjarðarinnar gengur
út á að finna. Neftóbaks-
lyktin er hins vegar farin og
þar með sameiningartáknið
sem þrátt fyrir allt hélt fé-
laginu saman.
Jakinn var Dags-
brúnarstofnun
Hvað svo sem mönnum
annars
þótti um
Jakann þá
var hann
orðinn svo
samofmn
félaginu og
starfshátt-
um þess að
hann varð
óhjákvæmi-
lega ein af
burðar-
stoðunum í
sjálfsmynd
og skil-
greiningu
félagsins á
sjálfu sér. Nú er hann farinn
og í því tómarúmi sem hann
skildi eftir náðu að spretta
upp deilur milli manna um
arftaka, deUur sem menn
fullyrða að séu nú að hluta
til ábyrgar fyrir því sem er
að gerast í samninganefnd-
inni. Halldór er nú kominn í
erfiða stöðu og óvíst hvernig
framtíð býður hans í orra-
hríð samninga og meðal fé-
laga sinna í Dagsbrún á
næstunni. Það eina sem
hægt er að ráðleggja Hall-
dóri í stöðunni er að hann
athugi hvort róðurinn léttist
eitthvað ef hann byrjar að
taka hressilega í nefið.
Hugsanlega mun endur-
koma neftóbakslyktarinnar
í félagsforustuna virka ró-
andi á andstæðinga hans.
Garri.
CLótanCífið
Teitur Þorkelsson
skrifar
Innbyggður
smekkur
Fegurðin virðist ekki alfarið
vera í augum sjáandans,
allavega ekki samkvæmt
nýlegum rannsóknum sem
gerðar hafa verið í fjölmörgutn
löndum heims. Konur sem
meirihluta fólks finnst vera fal-
legar eru með hátt enni, þykkar
varir, fíngerðan kjálka og mjóa
höku. Þeir karlmenn sem þóttu
mest aðlaðandi voru hins vegar
með veglegan kjálka, breiða
kassalaga höku og mikilfeng-
legar augabrúnir. Þykkar varir
og lítil og mjó haka hjá konum
gefa til kynna lágt hlutfall testó-
steróns og hátt hlutfall estróg-
ens (karlkyns- og kvenkyns-
hormón) og því hugsanlega
meiri frjósemi. Kassahakan
sem konurnar eru hrifnar af
hjá karlmönnum bendir til þess
að þeir hafi mikið magn testó-
steróns í líkamanum. Testóste-
rón og önnur karlkynshormón
eru einmitt töfraefnin sem
breyta lithim pervisnum sunnu-
dagskóladrengjum í hundrað
kílóa spjótkastara og kyntröll.
Þróunarsálfræðingar halda
því fram að estrógenríkar kon-
ur og testósterónrikir karlmenn
hafi verið mikils metin í safn-
ara- og veiðimannasamfélagi
fyrr á þróunarskeiði mannsins
þar sem innbyggður smekkur
okkar fyrir fegurð á að miklu
leyti að hafa þróast. Þar voru
þessi einkenni einfaldlega skýr
merki um heilbrigða einstak-
linga sem þóttu vænlegastir til
að lifa af og fjölga sér.