Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 6
18 - Fimmtudagur 20. mars 1997 PÁSKALÍFIÐ í LANDINU Jlagtcr-'ðltmimr Á Stokkseyri hefur Þuríðarbúð verið opnuð eftir miklar endurbœtur. ASuðurlandi bjóðast ýmsir möguleikar til afþreying- ar um páskana og ferða- þjónusta á svæðinu er ótrúlega íjöibreytt. Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi taka ekkert páskafrí og opið er í söluskálum og veitingastöðum um allt Suð- urland þessa miklu ferða- mannahelgi. Svo er ábyggilega sveitaball í næsta nágrenni. Jöklaferðir og sumar- bústaðir Fyrir þá sem vilja gera eitthvað óvenjulegt í fríinu eru snjó- sleðaferðir á Mýrdalsjökli sér- stök upplifun og hægt er að fara í jeppaferðir upp um ijöll og íirnindi í nágrenninu. Hjóla- báturinn sem siglir með ferða- menn frá Vík er að heija ferðir sínar þessa dagana. Siglt er frá ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 4. sýn. í kvöld, fimmtud. 20. mars. Uppselt. 5. sýn. föstud. 4. apríl. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 6. apríl Örfá sæti laus. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun, föstud. 21. mars. Nokkur sæti laus. Síöasta sýning VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 22. mars. Örfá sæti laus. Laugard. 5. apríl. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 23. mars. Síðasta sýning Uppselt Aukasýning fimmtud. 3. apríl. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Laugard. 22. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 6. apríl kl. 14.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Á morgun, föstud. 21. mars Örfá sætl laus. Laugard. 22. mars Uppselt. Athyglj er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hieypa gestum Inn i salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðju- daga kl. 13-18, frá miövikudegi til sunnu- dags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýning- ar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. ! 1 l i LáiwBlS M 35 [^lísjjaLjsjy LEIKFÉLAG AKUREYRAR Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Samkomuhúsið 90 ára Söngur, gleði gaman Laugard. 22. mars kl. 20.00. Síðasfa sýning Athugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð MiSaverð 1500 krónur. Börn yngri en 14 ára 750 krónur. MiSasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Simi í miSasölu: 4ó2 1400. - besti tími dagsins! Ein óvenjulegasta uppskrift að eftirminnilegu páskafríi væri vitaskuld að heimsækja ferðamannafjósið á Lauga- bökkum undir Ölfusi. Heyra kýrnar baula, fyigjast með þeim éta heyið og hápunkurinn er vitaskuld þegar Þor- valdur Laugabakkabóndi mokar flórinn, mykjunni út úr fjósinu. Mynd: -sbs Vík milli Reynisdranga og útí Dyrhólaey. Rétt austan við Vík er Kirkjubæjarklaustur þar sem Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 11. sýning laugard. 22. mars kl. 20.30 12. sýning laugard. 22. mars kl. 23.30 Miðnætursýning 13. sýning miðvikud. 26. mars kl. 20.30 14. sýning fimmtud. 27. mars kl. 20.30 15. sýning laugard. 29. mars kl. 20.30 16. sýning mánud. 31. mars kl. 20.30 Miöapantanir í síma 463 1195 milli kl. 18 og 20. Á öðrum tímum er hægt ab panta í gegnum símsvara. veðursæld er mikil og náttúru- fegurð rómuð og margt skemmtilegt að skoða. Gaman er að skoða gömlu bæjarhúsin og bænhúsið á Núpsstað sem eru í leiðinni frá Klaustri austur á Skeiðarársand. Þeir sem ekki hafa virt fyrir sér ummerki hlaupsins frá því í vetur ættu að drífa sig um páskana. Ferða- skrifstofan Grænn ís á Selfossi skipuleggur hópferðir á sand- inn. Sumarbústaðadvöl Undanfarin ár hefur gisting í sumarbústöðum af minni gerð- inni notið mikilla vinsælda. Fjölmargir ferðaþjónustuaðilar hafa komið sér upp slíkri að- stöðu og má þar nefna Gesthús á Selfossi, ferðamannaþorpið Ásgarð á Hvolsvelli og Hótel Geysi í Biskupstungum. Suðurgarður á Selfossi hefur milligöngu um leigu á sumar- bústöðum sem eru í einkaeign og er eftirspurnin vaxandi. Fjöl- margir gista einmitt í sumarbú- stöðum um páskahelgina en stærstu sumarhúsabyggðir landsins eru í Árnessýslu. Það- an er stutt að fara í skoðunar- ferðir til dæmis á Eyrarbakka þar sem eru söfn og afbragðs veitingahús. Á Stokkseyri hefur Þuríðarbúð verið opnuð eftir miklar endurbætur. Þar verður sett upp stutt leiksýning um páskana þar sem brugðið er upp myndum úr ævi Þuríðar formanns sem var nafntogaður sjógarpur. Skemmtilegt er að rölta í Stokkseyrarfjöru í góðu veðri og er ijaran einstök í sinni röð. Ekki langt frá eru perlurn- ar Gullfoss og Geysir og Skál- holt er alltaf gaman að heim- sækja. Selfoss er miðstöð versl- unar í héraðinu og státar af veitingastöðum og kaffihúsum í háum gæðaflokki. Ferðamannafjósið vinsæla Skógar undir Eyjafjöllum hafa löngum haft mikið aðdráttarafl. Þar hefur verið komið upp stór- merku minjasafni þar sem margir góðir munir eru til sýn- is. í nágrenninu eru einnig und- urfagrir fossar, Seljalandsfoss og Skógarfoss. Einn nýjasti vaxtarbroddur- inn í ferðaþjónustu á Suður- landi er ferðamannaijósið á Laugabökkum, rétt fyrir utan Selfoss. Skemmtilegur staður fyrir börn og fullorðna og svo er hægt að svala þorstanum á mjólkurbarnum sem nýlega var opnaður þar. Þingvellir eru einn ijölsótt- asti staður landsins. Þangað er vinsælt að fara í bíltúra og rölta um sögufrægar slóðir, nú eða svala trúarþörfinni í Þingvalla- kirkju. Sem sagt nóg við að vera á Suðurlandi um páskana.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.