Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 20.03.1997, Blaðsíða 8
20 - Fimmtudagur 20. mars 1997 30agur-®tmtrat tymfhíðafjcuiót Punkterað og aka hringveginn tvisvar í viku. Hver punktur er nefni- lega ekki að verðmæti nema 60 til 70 aura svo maður fær heil- ar þrjár krónur í punktum fyrir hverjar 1000 krónur sem mað- ur eyðir í matvöru í Hagkaupi eða heil 0.3% í afslátt. Verð- „Það er ekki vinn- andi vegur að kom- ast í ferðalagið mikla nema með því að beina nánast allri neyslu sinni til þessara fimm fyrir- tækja og jafnvel þá þyrfti maður að vera að byggja, á stöðugum ferðalög- um, eta á við fjóra og aka hringveginn tvisvar í viku.“ mismunurinn á einni dós af tómötum milli KEA-Nettó ann- ars vegar og slíkrar vöru í Hag- kaup hinsvegar er u.þ.b. 16 krónur Hagkaupi í óhag og til þess að vega upp slíkan verð- Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar Vorboðarnir eru að byrja að láta á sér kræla, Vetr- argosar, Rauðmagi og Sílamávur svo eitthvað sé nefnt. Nú þegar útþráin lætur á sér kræla læðist inn um bréfalúg- una lítið kort frá vinum Bubba og alþýðunnar sem fljótt á litið virðist vera lítið töfrateppi, þess megnugt að bera heilu ijöl- skyldurnar á vit hins óþekkta í íjarlægum heimshornum. Kort- ið ber heitið fríkort og gefur mönnum tækifæri til þess, ef skipt er við aðila kortsins, að safna punktum sem síðan má nota sem greiðslu fyrir far út í heim. Við fyrstu sýn er þetta allt gott og blessað, en fljótlega kemur í ljós að það er ekki vinnandi vegur að komast í ferðalagið mikla nema með því að beina nánast allri neyslu sinni tii þessara fimm fyrir- tækja og jafnvel þá þyrfti mað- ur að vera að byggja, á stöðug- um ferðalögum, eta á við íjóra mun með fríkortinu þyrfti mað- ur að versla fyrir 5000 krónur. Margfræg 70 þúsund króna lág- markslaun sem færu öll í Hag- kaup myndu því gefa 210 kr. í punktum eða pylsu og kók í næstu sjoppu. Er nema von að þjóðin hlægi í heitu pottunum yfir rausnarskapnum? Bitnar á neytendum En það er önnur hlið á málinu sem er ekki jafn fyndin. Hún er sú að í þessu broslega mark- aðsátaki er vísir af viðskipta- blokk sem getur haft verri af- leiðingar til lengri tíma. Staða margra fyrirtækjanna sem að þessu standa er allt annað en skemmtileg fyrir neytendur. Forsvarsmenn þessara fyrir- tækja fara ekki hátt með að þeim líkar síður en svo illa við orð John D. Rockefeller, sem sagði að samkeppni væri synd og stundaði samkeppnissnautt hreinlífl væri því við komandi. Yfirburðarstaða fyrirtækja á markaði er hldeg tii að leiða til óhagkvæmni og spillingar þeg- ar til lengri tíma er litið og slíkt bitnar á neytendum. Dóm- greindarleysi þessara fimm fyr- irtækja sem setja kortið á markað er þvílíkt að ríkisrekið einokunarfyrirtæki gæti verið fullsæmt af. Með þessu heldur gamla Sambandsfyrirkomulag- „í þessu broslega markaðsátaki er vísir af viðskiptablokk sem getur haft verri afleiðingar til lengri tíma,“ segir m.a. í grein Ragnhildar ið enn á ný innreið sína í ís- lenskt efnahagsfíf. Eldgamli andinn Það eru fleiri teikn á lofti um að andi gamalla tíma svífi yfir vötnum. Frumvarp um nýjan fjárfestingabanka og kaup Landsbankans á VÍS minna um margt á þá tíma þegar þeir sem fengu fyrstir pata af áformum ríkisstjórnar gátu hagnast þokkalega. Þá gat verið gott að geta séð gjaldkera Sambands- ins trítla sporléttan yfir Arnar- hól með stressarann niður í Seðlabanka til að verða á und- an gengisfellingunni. Þegar bú- ið verður að afhenda útvöldum ríkisbankana á silfurfati getum við hin veifað fríkortinu okkar og tautað hrumri röddu; „ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið.“ Fjölskyldufrí og písl- arganga við Mývatn s víða er boðið upp á skipulagða dagskrá fyrir ferðamenn um páskana í Þingeyjarsýslum, nema auðvitað í Mývatnssveit. Þar verður mik- ið um að vera og margt í boði eins og undanfarin ár um páskana, að sögn Pét- urs Snæbjörnssonar, hótelstjóra á Hótel Reynihlíð. Skipulögð hefur verið dagskrá við hæfi allra aldurshópa, sem sé fyrir alla fjölskylduna. Á miðvikudagskvöld verður flutt fræðsfuerindi um Mývatnssveit að vetri. Á skírdag verður boðið upp á skíðagöngu um Reykjahlíðarheiði og far- ið með krakka á snjóþotur og skauta. Og að sjálfsögðu farið í sund og náttúrulegt gufubað. Um kvöldið verður svo fræðslu- erindi um uppruna og sköpun Mývatns og síðan kvöldvaka þar sem vísnavinirnir Ingi Gunnar Jóhannsson og Eyjólfur Kristjánsson skemmta. Á föstudaginn langa verður písl- arganga umhverfis Mývatn, alls um 36 km. Á laugardeginum er m.a. boðið upp á gönguferðir á tveimur jafnfljótum eða skíðum, vélsleðaferðir að Dettifossi og dagskrá verður allan daginn fyrir ung- viðið. Á páskadag verður gengið á Mývatni með viðkomu í Höfða og nokkrum eyj- um, en einnig boðið upp á bílferð um sveitina. Um kvöldið verður síðan hátíð- arkvöldverður með skemmtidagskrá og dansleik á eftir. Ýmislegt fleira verður í boði í Mý- vatnssveit um páskana og allar frekari upplýsingar gefnar á Hótel Reynhlíð. atnsveit í vetrarskrúða er líka stórfalleg. í málningarvinnu í Fossvogúium „Hörkuvinna um þessa pásfca, “ segir Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV í handknattleík. Eg ætla að fara uppá land um páskana og verð að mála húsið mitt, sem er í Fossvoginum í Reykavík. í Víkingshverfinu. Oft hefur páskahelgin verið tími rólegra stunda hjá mér og mínum og þá hefur til dæmis verið farið í sumarhús eitthvað út á landi, til dæmis austur í Þykkvabæ eða á Stokkseyri. En nú verður þetta hörku- vinna,“ segir Þorbergur Aðalsteinsson, handboltaþjáifari og markaðsstjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyj- um. Þorbsrgur segir að fráleitt hafi mynd- ast neinar ákveðnar hefðir um hvað gert sé hjá sér og sínum um páskahelgina. Það ráðist af aðstæðum hverju sinni - og svo verði einmitt nú. Það þurfi að mála - og páskarnir séu hentugur tími til slíkra verka. „Jú, oft hef ég farið í messu um páskana. Ég fer gjarnan í messu í Bú- staðakirkju hjá séra Pálma Matthíassyni og það ætla ég einmitt að gera um þessa páska. Ég er hræddur um að Pálma myndi ekki líka það ef ég myndi ekki láta sjá mig,“ segir Þorbergur Aðal- steinsson. -sbs. Þorbergur Aðalsteinsson.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.