Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 1
Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI - islenskt og ilmandi nýtt Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI - íslenskt og ilmandi nýtt LIFIÐ I LANDINU Fimmtudagur 10. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 67. tölublað Blað Á fimm furðuhjól Hjalti Pórarinsson á fimm heima- smíðuð furðu- hjól og er þegar farinn að velta fyrir sér hvern- ig það sjötta verður. Hann á nú þegar þriggja manna hjól sennilega það eina eða að minnsta kosti eitt af fáum í landinu og býst því við að það verði kannski hjól fyrir íjóra eða fimm. Mottóið er nefnilega að fara aldrei út í sjoppu á sama hjólinu. Hjalti rekur hjólbarðaþjón- ustu í Hafnarfirði og nota starfsmenn- irnir allan lausan tíma til að smíða ný furðuhjól. Hjólin eru máluð blá og gul í Michelin-litunum. Hjólreiðamennirnir eru svo í stíl í bláu göllunum sínum. Pjattið alltaf í þessum strákum... Sum hjólin eru pínulítið löskuð eftir síðasta sumar en verða löguð í vor. Frumleg tilraun sem enn er í þróun. Svolítið fríkað þetta hjól, eða hvað? Þriggja manna hjól eru ekki algeng hér á landi og fljótlega verður senni- lega búið til eitt sem er fjögurra manna eða jafnvel fimm manna. Hjalti Þórarinsson segir að hjólin séu nothæf til síns brúks og því til sönnunar brá hann sér á bak. Eitt hjólið er gamaldags og það segir hann að sé sitt uppáhald enda dríf- ur það vel í snjó og er ágætis kappaksturshjól þó eindrifið sé. Myndir. E.ÓI. Smíðuðu hjól að gamni sínu „Við smíðuðum þessi hjól að gamni okkar um mitt sumar í fyrra. Við byrjuðum að smíða eitt hjól og breyttum því alltaf fyrir hverja sjoppuferð svo að það yrði aldrei eins. Hugmynd- in um að búa til þriggja manna hjól hafði verið að gerjast með okkur. Þegar við síðan byrjuð- um tók það ekki nema einn og hálfan til tvo tíma að smíða hjólið.“ Þannig útskýrir Hjalti að hjólasmíðin suður í Ilafnar- firði hafi byrjað. Hann segir að fyrsta hjólið hafi reyndar ekki verið þriggja manna hjól heldur mjög óvenjulegt hjól með háu stýri. Það var upprunalega tveggja manna og miklu hærra en nú. Félagarnir urðu hins vegar að Hatt situr Hjalti og stöðugur stýrir hann hjólinu. Upplagt að skreppa út í sjoppu á þessu hjóli en kannski ekki gott að hafa mikinn jM farangur. breyta það og aðlaga því að það gekk víst ekki að hafa það svo hátt. Hjólin eru alltaf búin til úr gömlum druslum og brædd saman og þola ekki alltaf mikið hnjask. Hjalti mjög hátt og hjólar virðu- lega um en heldur hægar en á því „gamla“. Það er þýtt og fjaörar vel, prýðilegt kappakst- urshjól og hið eina sinnar teg- undar á landinu, að hans sögn. Skemmta börnunum I allt fyrrasumar hjóluðu starfs- menn Hjólbarðaþjónustu Hjalta út í sjoppu á mismunandi hjól- um og nú er Hjalti búinn að taka hjólin ofan af háalofti því að senn fer að vora og aftur hægt að skreppa á furðuhjóli út í sjoppu eftir ís eða öðru góð- gæti á heitum sumardegi „til að skemmta börnunum og svona,“ segir hann. -En skyldi virkilega vera hægt að hjóla á svona furðulegum hjólum? Hjalti hikar ekki þegar hann segir að hjólin séu góð til síns brúks og því til sönnunar bregður hann sér á bak tveimur fák- um. Annað er hans uppá- hald, gamal- dags ein- drifið hjól sem spólar svolítið og hallar á ójöfnun- um bíla- stæð- inu. Á hinu hjól- inu situr Allt í stíl Hjólin hafa öll verið máluð blá og gul af mikilli vandvirkni og segir Hjalti að það sé Michelin- liturinn, þeir vilji að sjálfsögðu hafa hjólin í stíl við „úniformið" þegar þeir bregða sér af bæ. Hjólin hans Hjalta eru svolít- ið löskuð eftir sfðasta sumar því að þau hafa verið mjög vinsæl, fólk hefur komið á hjólbarða- verkstæðið til að láta mynda sig við þau og svo hafa leikhópar fengið þau lánuð. Það verður því verkefni vors- ins að bæta og laga. -GHS m W

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.