Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 5
Pagur-'ðKmmn
Fimmtudagur 10. apríl 1997 -17
VIÐTAL DAGSINS
Hjörleifur Sveinbjörnsson,
eiginmaður borgarstjóra, fer
á hjóli allra sinna ferða í
borginni.
Mynd: Hilmar
að er ekki nokkur leið að hjóla í
snjó. Það er hægt að hjóla í
hálku ef maður passar að
beygja aldrei nokkurn tímann. Þá
heldur maður bara sínu striki, svo
verður maður hreinlega að stoppa og
breyta um stefnu og hjóla áfram á
svellinu. Það er hægt þó að ég mæli
kannski ekki með því. En snjórinn er
alveg vonlaus þannig að ég legg mínu
hjóli yflr háveturinn þegar það er
snjóavetur,“ segir Hjörleifur Svein-
björnsson, eiginmaður borgarstjóra.
Hjörleifur notar reiðhjól heilmikið
árið um kring og fer yfirleitt allra
sinna ferða á hjóli, hvort heldur það
er upp í Árbæ eða Breiðholt - og hef-
ur verið aðeins 20 mínútur upp á
Lyngháls úr Vesturbænum. Honum er
engin vorkunn að hjóla langar leiðir
því að hann er á nýju íjallahjóli, sem
hann fékk um jólin. Hann hjólar eftir
gangstéttum, þar sem má, og notar
gjarnan stíginn meðfram sjónum ef
hann þarf að fara milli bæjarhluta.
„Ef maður er tillitsamur og fer ró-
iegur innan um gangandi vegfarend-
ur er þetta allt í lagi. Það er líka ný-
búið að taka niður hvassar gangstétt-
arbrúnir og það er gott. Það er orðið
miklu auðveldara að nýta sér gang-
stéttirnar," segir hann.
Hjörleifur segir að börnin þeirra
Ingibjargar Sólrúnar séu á góðum
aldri og stutt sé að fara í alla þjón-
ustu þannig að þetta sé „í og með dá-
lítill lúxus auðvitað. Margt fólk er
þannig sett að það er ekki um það að
ræða að menn þurfi ekki að eiga bfla.
Það veit ég,“ segir hann. -GHS
i „
.
BRÉF FRÁ SAUÐÁRKRÓKI
Evrópskt efiiahagssvæði
Ingvarsson
Flestum mun í fersku minni
sú umræða og illdeilur
sem áttu sér stað um hið
evrópska efnahagssvæði og að-
ild íslands að því. Margir, þar á
meðal sá sem þetta skrifar,
höfðu efasemdir um ágæti sliks
samnings. Töldu jafnvel að ís-
lendingar væru ofurseldir duttl-
ungum evrópsku stórveldanna í
framtíð. Vissulega er það rétt
að mörg lagafrumvörpin koma
til alþingis frá Evrópubandalag-
inu og auðvitað eru þau mis
gagnleg eða skynsamleg. Hins
vegar er vafamál hvort þessi
lagasúpa sem brugguð hefur
verið á aiþingi í
nafni Evrópu-
sambandsins,
sé óskynsam-
legri en sú sem
íslendingar eld-
uðu sjálfir áður.
Nokkur
reynsla er kom-
in á EES samn-
inginn, og í
mörgum atrið-
um held ég að
hann hafi orðið
til góðs, þó ís-
lendingar hafi
alls ekki nýtt
sér samninginn
sem skyldi. Ein
mikilvægasta
breytingin sem átt hefur sér
stað með EES samningnum
felst í því að rannsóknarvinna
ýmissa fyrirtækja og stofnana
hefur aukist
verulega, og
loks er mögu-
leiki fyrir lang-
skólagengna
fslendinga að
vinna að hugð-
arefnum sín-
um, fá styrki
til þróunar, og
fá erlenda
samstarfsaðila
til að vinna að
ýmsum verk-
efnum.
Rannsóknir
á ýmsum
fræðasviðum
eiga án efa eft-
ir að skila
miklum fjármunum í þjóðarbú-
ið, og gera íslenskum fræði-
mönnum betur kleift að lifa og
starfa hér á landi.
Smánarlegir styrkir
Staðreyndin er sú, að þeir íjár-
munir sem hið opinbera hefur
veitt í rannsóknarstyrki, hefur
verið smánarleg og leitt til þess
að vel menntaðir íslendingar
hafa flúið land til að vinna að
hugðarefnum sínum. Þá hefur
allt fjármagn til nýsköpunar
eða áhættuíjármagn verið af
mjög skornum skammti, þannig
að möguleikar manna til að
hefja nýjan atvinnurekstur hafa
nánast verið hverfandi. Sem
betur fer virðist þetta vera að
breytast, þökk sé m.a. digrum
sjóðum Evrópubandalagsins.
Að mörgu leyti líður íslenskt
efnahagslíf fyrir smæð sína, en
á sama hátt líður landsbyggðin
fyrir smæð sína gagnvart
Reykjavíkursvæðinu. Nú á síð-
ustu árum hefur komið æ betur
í ljós að uppbygging atvinnulífs
á vegum ríkisins hefur að
mestu átt sér stað í nágrenni
höfuborgarinnar. Áherslur rík-
isins hafa helst legið í mögu-
leikum á byggingu stóriðjuvera,
sem verða byggð í námunda við
Reykjavík. Landsbyggðarfólk
verður því að leita annarra
leiða til að byggja upp sitt at-
vinnulíf. Ágætir möguleikar eru
á því að sækja íjármagn til Evr-
ópu til skynsamlegrar uppbygg-
ingar atvinnulífs, og þær leiðir
verður að nýta, til að vega á
móti íjáraustrinum til Reykja-
víkursvæðisins.
Ágœtir möguleikar
eru á því að sœkja
fjármagn til Evrópu
til skynsamlegrar
uppbyggingar at-
vinnulífs, og þœr
leiðir verður að
nýta, til að vega á
móti fjáraustrinum
til Reykjavíkur-
svceðisins.