Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 10
22 - Fimmtudagur 10. apríl 1997 |Dagur-®mimn RADDIR FOLKSINS Frá lesendum... Heirnilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri eða Þverolti 14 Reykjavík. Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6171 Bréfleiðis... Meðlagsgreiðslur - eru tölurnar raunhæfar? Meðlagsgreiðslur er ávallt hægt að ræða um og hinn gullni meðal- vegur er vandfundinn. í þjóðar- sálinni fimmtudaginn 6. mars kom fyrirspurn um greiðslur feðra vegna framfærslu barna sinna. Upphæðin sem reiknuð er til meðlags er kannski svo há, en gengið er út frá að móðir leggi sömu upphæð á móti föð- urnum. Hafi einstaklingur mörg meðlög, þykir mörgum nóg um. Tökum lítið dæmi um meðalein- staklinga. Séu börnin fleiri aukast greiðslur frá ríki í formi barna- bóta og barnabótaauka. Ég er þess fullviss að margar mæður eigi erfitt að sjá framfærslu barna sinna með þessum aug- um. Einhverjir feður eru eflaust aflögufærir með meira og margir láta börn sín njóta þess. Að sama skapi eru margar ein- stæðar mæður sem hafa það ágætt. Greiðslur feðra falla ekki niður þó svo að barn dvelji hjá honum hluta úr árinu. í um- ræðu sem þessari gleymist oft að feður jafnt og mæður þurfa að halda heimili, þeir giftast og stofna ijölskyldu. Feður standa nær alltaf einir straum af ferða- lögum til að umgangast börn sín sem getur verið kostnaðar- samt. Því ættu foreldrar ekki að skipta þeim kostnaði á milli sín? Faðir þarf jafnvel að ferð- ast utan eða koma barni sínu til íslands, annars fær hann ekki að sjá barnið. Það er að mörgu að hyggja þegar skilnaður á sér stað og varla hægt að setja eina formúlu um öll mál, en sama grunn verður að nota og er það meðlagsgreiðsla sem Trygg- ingastofnunin reiknar út. En vert er að hafa í huga að ástæðulaust er að féfletta karl- menn við skilnað. Helga Dögg Sverrisdóttir. Tekjur móður: 80.000 krónur Útborguð laun: ca. 65.000 krónur Greiðslur vegna barna: 1 barn 2 börn meðlagíoður: 10.740 kr. 21.480 kr. barnab. og auki: 12.000 kr. 27.730 kr. framlag móður: 10.740 kr. 21.480 kr. mæðralaun: 3.200 kr. (skattsk.) 33.480 kr. 73.890 kr. Ráðstöfunartekjur með 1 barni : ca 87.740 kr.; 2 börnum ca. 117.410 kr. Tekjur föður: 100.000 kr. Útborguð Iaun ca. 75.000 kr. Meðlag m. 1 barni: 10.740 kr. Meðlag m. 2 börnum: 21.480 kr. Ráðstöfunartekjur með 1 barni ca: 64.390 kr. með 2 börnum ca. 53.660 kr. Meindýr í mannsmynd Uppáhalds konunafn ís- landssögunnar er í mín- um huga Auður. Nafn konu sem þreyði og þorði. Auð- ur Vésteinsdóttir var kona sem bar nafnið með reisn og rétti. Hún var eiginkona eins af fræg- ustu útlögunum. Hún var kona sem barðist hiklaust fyrir ást- vini sína við ofurefli. Kona sem auðgaði samtíð sína og söguna. Á þessum tíma, fyrir rúmum þúsund árum, var hvorki ríkis- stjórn né lögregla. Menn sáu um sín mál og keyptu sér hjálp ef þurfti. Þá skipti öllu að þora að vera heiðarlegur. Þannig héldu menn virðingu sinni. Án hennar voru þeir einskis metn- ir. Nú, svo langt frá tímum Auð- ar, er margt með ólíkum hætti. Virðing er í dag metin í eignum fremur en mannkostum. Fyrir allra augum geta andlegir óþrifagemsar spilað stóra rullu. Á dögum Auðar urðu eitur- byrlarar hvorki ríkir né langlífir og var ekki til sparað að losa samfélögin við slík meindýr. Ef rottur koma í hús okkar þykir sjálfsagt að eyða þeim. Þó eru þær ekki eins hættulegar og meindýr þau, er taka á sig mannsmynd og lítt er hreyft við. Eiturlyfjasalar eru þau óþverrakvikindi sem mannfé- lögum stafar mest hætta af. Þeir eru meindýr sem fyrst og fremst drepa börn og unglinga. Veikgeðja fullorðið fólk er þó stór hluti fórnarlamba. Nýlega íletti Hrafn Jökuls- son, ritstjóri Mannlífs, ofan af einu slíku meindýri sem hafði hreiðrað um sig meðal manna. Ef þeir sem eiga að halda ófögnuði slíkum niðri virka öf- ugt, á að skipta strax og sækja þá til saka. Hugsið ykkur hjón sem horfa á barnið sitt í vöggunni. Byrjað að standa upp í rúminu. Er að. fara í leikskólann. Er sex ára að koma úr sínum fyrsta alvöru skóla með allar sögurnar. Ungl- ingurinn sem alla sína tíð hefur lagt traust sitt á aðra og er því engu síður en hin yngri auðveld bráð glæpamanna. Hvað ætla menn að horfa lengi, nær að- gerðarlaust, á óþverrakvikindi lifa iúxuslífi á að eyðileggja alla þessa hamingju? Um allt land eru meindýr að drepa börnin okkar og leggja heimili í rúst. Og fólkið horfir á. Meðan karlar samfélagsins eru að átta sig á hættunni, skora ég á konur að stofna samtök til höfuðs eiturlyfjasöl- um, því þeir eru sannkölluð meindýr í mannsmynd. Öll börn eru í hættu meðan úrþvætti þessi eru ekki gerð óskaðleg. Þjóðfélag okkar er með ábyrgð- arlausan leikaraskap í þessum málum. Því þarf að breyta um- svifalaust. Albert Jensen, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. t Meinhvmti f*Þ jónusta á veitingahúsum. Enn eiga íslend- ingar langt í land með að átta sig á því að kúnninn er að gera þeim greiða með því að fara út að borða og það er hann sem borgar launin þeirra. Fýlupokaheilkennin eru allt of ráðandi og faglegri þekkingu tíðum abótavant. Hvað er til ráða? Tillaga Meinhorns: Koma upp hvatakerfi hjá öllu starfsfólki í sal. Leyfa þeim að njóta örlítillar prósentu af velgengni. Víða gert erlendis en þar er líka tipps. Sem ætti að vera hér líka ef verðskuldað. nnað sem þó er snjallt. Hver kannast ekki við að finna ekki þjóninn þegar á þarf að alda? Ákveðið veitingahús á Akureyri hefur lausn á þessu og eflaust fleiri. Þar er ein- faldlega hringt bjöllu þegar þjónustu er vænst. Afar snjallt fyrir miðlungsgóð veitingahús en væri glæpur ef um toppklassa væri að ræða. Áfram Greifinn, en bíddu við er þetta Mein- horn? Dropinn sem fyllti mælinn Þekktur borgari á Akur- eyri, sem við getum kallað Jón, og er virkur í félagslíf- inu og blandar þar með töluvert geði við aðra, hef- ur þann sérstaka sið að draga nafn konu sinnar inn í umræðurnar og segir gjarnan konan hans, sem við skulum t.d. kalla Guð- rúnu, vilji gera þetta eða hitt. Þegar aðra fjölskyldu- meðlimi ber á góma talar hann ætíð um dætur henn- ar Guðrúnar. Þetta veldur iðulega þeim misskilningi að ýmsir viðmælenda álíta að þær séu alls ekki dætur Jóns. Einn vinur hjónanna hafði orð á þessu við þau hjónin og benti Jóni á að breyta þessari málvenju. „Ég lagði nú ósköp lítið tU,“ svaraði þá Jón. „Það var nú samt dropinn, sem fyllti mælinn!“ kvað þá við í Guðrúnu. ÍBA, hvaö!? Ársþing íþróttabandalags Akureyrar, það 52. í röð- inni, verður haldið í dag og ekki búist við neinum átök- um, hvorki um menn né málefni. Það er kannski frekar að umræður skapist um aðstöðuleysi þeirra kvenna sem keppa undir nafni ÍBA í knattspyrnu og handknattleik. Enginn vill lengur gangast við króan- um, hvorki íþróttafélögin KA og Þór, sem stelpurnar eru þó félagar í, né stjórn ÍBA, sem segir þetta vandamál félaganna. Fyrir bragðið mætir æfingaað- staða afgangi hjá stelpun- um þegar „stóru“ félögin úthluta æfingatímum og því er svo komið að málið er öllum sem að því koma bæði til vandræða og skammar. Hver er afstaða eða ákvörðun Jafnréttis- nefndar Akureyrarbæjar í þessu máli? Er málið kannski ekki nógu „mjúkt“? AUieimurinn á geisladiski Oskadraumur allra áhuga- manna um stjörnufræði er að eignast geisladiskana (CD-ROM) Red Shift og Red Shift-2. Útgefandinn er Ma- ris Multimedia í Bretlandi. Með þessum diskum, sem teíla saman texta, vídeó, myndum og hljóði, er hægt að kanna alheiminn á tölvuskjá. Þessir diskar hafa vakið verðskuldaða athygli vegna gæða þess efnis sem á þeim er. Þessir geisladiskar eru á viðráð- anlegu verði vegna þess að höfðurstöðvar Maris Multi- media eru í Moskvu þar sem starfa hundrað kerfis- fræðingar, hönnuðir og grafískir teiknarar að því að setja saman efni. Umsjón: Geir A. Guðsteinsson

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.