Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 15
|Dagur-'3]antmt
AHUGAVERT
Fimmtudagur 10. apríl 1997 - 27
Berfætti
fr amkvæmdastj órinn
Fyrri frumsýningarmynd föstu-
dagskvöldsins á Stöð 2 heitir
Berfætti framkvæmdastjórinn
eða The Barefoot Executive. Hér er á
ferðinni endurgerð gamansamrar og
vinsællar bandarískrar kvikmyndar
með sama nafni frá 1971 en þar lék
Kurt Russell eitt aðalhlutverkanna.
Leikstjóri nú er Susan Seidelman og
aðalhlutverkin eru í höndum þeirra
Jason London, Eddie Albert, Chris
Elliott og Juliu Sweeney. Við kynn-
umst náunga að nafni Billy Murdock
en sá starfar sem sendisveinn í
ónefndu fyrirtæki og virðist ganga
fremur hægt að klífa metorðastigann.
Billy er samt ýmsum gáfum gæddur
og býr meðal annars yfir töluverðri
vitneskju um sjónvarp ásamt því að
hafa ríka sköpunarhæfileika. Tæki-
færin í lífinu láta þó enn á sér standa
og það er ekki fyrr en simpansinn
Archie verður á vegi hans að hlutirnir
fara að gerast.
FJOLMIÐLARYNI
Endurtekið efni
Þeir voru eflaust margir sem
fögnuðu þeim áfanga í sjón-
varpsmálum landsmanna þegar
Stöð 2 lengdi hjá sér dagskrána með
því að hefja útsendingar á hádegi alla
virka daga. Síðan þá hefur stöðin bætt
um betur og geta áhorfendur tekið
þátt í líkamsrækt kl. níu á morgn-
anna.
Það hefur hinsvegar pirrað margan
áskrifandann að bíómyndir sem sýnd-
ar eru um miðjan dag eru oft á tíðum
einnig á dagskrá á kvöldin. Þessar
endursýningar eiga eflaust að koma
til móts við þá ijölmörgu sem ekki
eiga þess kost að horfa á dagskrána á
daginn, en fyrr má nú rota en dauðr-
ota. Það er kannski að rætast það sem
haft var á orði á sínum tíma að dag-
skráin hefði aðeins verið lengd til að
fá rými fyrir endursýnt efni og ekkert
annað. Ljótt ef satt er.
Þótt mikið sé af annars góðu efni á
stöðinni hefur það sætt gagnrýni
hversu mikið rými allskyns auglýsing-
ar fá í dagskránni. Nú er svo komið
að það eru ekki aðeins hefðbundnar
auglýsingar sem taka tfma frá öðrum
dagskrárliðum heldur einnig dag-
skrárauglýsingar. í þeim efnum er
ekki aðeins verið að auglýsa einstaka
þætti heldur einnig vörur og þjónustu
frá þeim fyrirtækjum sem styrkja fjár-
hagslega gerð eða sýningu viðkom-
andi þáttar. Auglýsingatímarnir geta
því orðið ansi margfaldir í roðinu,
sem er miður.
UPPAHALPS UTVARPS- OG SJÓNVARPSEFNIÐ
Ari og Sveinn eru
framtíðarmenn
Þegar menn eru komnir á minn
aldur - svona rétt rúmlega þrí-
tugir - eru það fréttir í ljósvak-
anum sem þeir helst fylgjast
með. Ég reyni að ná öllum
fréttatímum sem ég mögulega
get. En reyndar eru stöðvarn-
ar orðnar svo margar, að ég
er farinn að missa heildaryf-
irsýn yfir hvaða efni er hvar í
boði. Á það jafnt við fréttir og
annað efni,“ segir Hermann
Sæmundsson, deildarsér-
fræðingur í félagsmálaráðu-
neytinu.
„Það eru helst breskir
sakamálaþættir sem ég
reyni að ná. En kannski er
það nú svo sígilt eftirlætisefni
varpi að ekki tekur að nefna það. Síð-
an hef ég afar gaman af dönskum
gamanþáttum. Eftir íjögurra ára
Sæmundsson,
í sjon-
66
námsdvöl þekki ég hinn hárfína
danska húmor harla vel og finnst
hann afar heillandi. - Síðan finnst
mér á góðum stundum gaman
að setjast niður og horfa á
barnaefnið með sonum mín-
um tveimur, Sæmundi, 5 ára,
og Helga Grími, 2ja ára,“ seg-
ir Hermann - sem bætir því
við að hann hafi alltaf gaman
af sjónvarpsefni af lands-
byggðinni - ekki síst af heima-
slóðum sínum í Skagafirði.
Aðspurður um sína eftir-
lætis ljósvíkinga nefnir Her-
mann Sæmundsson góðvini
sína tvo, þá Svein Helgason,
fréttamann á Útvarpinu og
Ara Sigvaldason, tíðindamann RÚV í
Kaupmannahöfn. „Þeir eru báðir afar
færir og eru framtíðarmenn í xslenskri
íjölmiðlun," segir Ilermann. -sbs
ÚTVARP • SJÓNVARP
S J Ó N V A RPIÐ
16.20 Þingsjá
16.45 Leiöarljós (615) (Guiding Light) Banda-
rískur myndaflokkur.
17.30 Fréttir
17.35 Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Höfri og vinir hans (15:26)
18.25 Ungur uppfinningamaöur (10:13) (Dext-
er’s Laboratory) Bandarískur teikni-
myndaflokkur.
18.55 Fjör á fjölbraut (7:39) (
19.50 Veöur
20.00 Fréttir
20.35 Happ í hendi
20.40 Dagsljós
21.15 Kavanagh iögmaöur: Efnispiltar
(Kavanagh Q.C.: Men of Substance)
Bresk sakamálamynd frá 1995 um lög-
manninn snjalla, James Kavanagh, sem
í þetta skiptiö tekur aö sér aö sækja mál
gegn heróínsmyglurum.
22.35 Þagnarskylda (La regle du silence)
Frönsk biómynd frá 1994. Ungur prestur
kemur til aö þjóna í heimabæ sinum og
hefur heimkoma hans afdrifarikar afleið-
ingar I för með sér. Aöalhlutverk leika
Tcheki Karyo, Clementine Clari og
Vanessa Wagner.
00.00 Ráögátur (3:6) (The X-Files IV) Ný syrpa
I bandarískum myndaflokki um tvo
starfsmenn Alríkislögreglunnar sem
reyna aö varpa Ijósi á dularfull mál. Aö-
alhlutverk leika David Duchovny og Gilli-
an Anderson. Þýöandi: Gunnar Þor-
steinsson. Atriði í þættinum kunna aö
vekja óhug barna. Endursýndur þáttur frá
fimmtudegi.
00.45 Útvarpsfréttir i dagskrárlok
^STÖÐ 2
09.00 Linurnar í lag (12:60)
09.15 Sjónvarpsmarkaðurinn
13.00 1941 Gamanmynd eftir Steven Spiel-
berg sem gerist í lok seinni heimsstyrj-
aldarinnar. Mikil ringulreið ríkir í Kaliforn-
íu þegar fréttist aö Japanir hafi I hyggju
aö gera innrás.
14.50 Sjónvarpsmarkaöurinn
15.10 Út í loftið
15.35 NBA-tilþrif
16.00 Kóngulóarmaðurinn
16.25 Steinþursar
16.50 Magðalena
17.15 Glæstar vonlr
17.40 Línurnar í lag
18.00 Fréttir
18.05 fslenski listinn
19.00 19 20
20.00 Lois og Clark (21:22) (Lois and Clark)
20.55 Berfætti framkvæmdastjórinn
(The Barefoot Executive)
Sjá kynningu
22.40 Utla Vegas (Little Vegas) Gamansöm
biómynd um íbúa lítils eyöimerkurbæjar
sem búa flestir hverjir í hjólhýsum, eru
efnalitlir og eiga þaö sameiginlegt aö
vita engan veginn hvert þeir stefna.
Þetta er furöulegur samtíningur af fólki
sem leitar að sjálfu sér og lætur hverjum
degi nægia sfna þjáningu. En margt
breytist þegar vafasamir aöilar með
tengsl viö mafíuna ákveöa að breyta
þessum útnára í nýja spilavítisparadís.
Aðalhlutverk: Anthony John Denison,
Catherine O'Hara, Jerry Stiller og Mich-
ael Nouri. Leikstjóri: Perry Lang. 1990.
00.15 1941 Sjá umfjöllun aö ofan.
02.10 Dagskrárlok
§ SÝN
17.00 Spitalalif (MASH)
17.30 fþróttaviöburölr í Asíu
18.00 Körfuboltl um víöa veröld
18.30 Taumlaus tónlist
19.15 TÍtalski boltinn Viöureign AC-Milan og
Juventus úr 26. umferö.
21.00 Sannur meistari - Saga Ray Mancinl.
(Heart of a Champion: The Ray Mancini
Story). Á árunum fyrir siöari heimsstyrj-
öldina var Lenny Mancini í hóp fremstu
boxara heims. Stíll hans þótti einstakur
og andstæöingar hans í hringnum áttu í
vök aö verjast. Hann fékk þó aldrei tæk-
ifæri til aö keppa um heimsmeistaratitil-
inn því stríðið skall á. Löngu seinna tók
sonur hans, Ray, upp þráöinn og fór aö
stunda hnefaleika meö góðum árangri
og fékk brátt sama gælunafn og pabbinn
hafði eða Boom Boom. Og ekki leið á
löngu þar til sonurinn fékk tækifæriö
sem gekk fööur hans úr greipum, tæki-
færiö til aö berjast um heimsmeistaratit-
ilinn I boxi. Leikstjóri er Richard Mich-
aels en i helstu hlutverkum eru Robert
Blake, Dough McKeon, Mariclare Cost-
ello og Curtis Conaway.
22.30 Undirheimar Miami (e) (Miami Vice)
23.20 Kæra Dollý (e) (Dolly Dearest) Óhugnan-
leg hrollvekja um yfirnáttúrulega atburöi.
Fjölskylda ein kaupir niðurnídda verk-
smiöju I Mexíkó. Viö hliöina á verksmiðj-
unni er forn grafreitur. Brátt fara óhugn-
anlegir og óútskýranlegir atburöir aö ger-
ast. Leikstjóri: Maria Lease. 1991.
Stranglega bönnuð börnum.
00.50 Spítalalíf (e) (MASH)
01.15 Dagskrárlok
0) RÍKISÚTVARPIÐ
12.00 Fréttayfirlit á hádegi.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veöurfregnir.
12.50 Auðlind.
12.57 Dánarfregnir og augtýsingar.
13.05 Heimsmenning á hjara veraldar.
14.00 Fréttir.
14.03 Útvarpssagan, Kaldaljós
14.30 Miödegistónar.
15.00 Fréttir.
15.03 fsskápur meö öörum.
15.53 Dagbók.
16.00 Fréttir.
16.05 Fimm fjórðu.
17.00 Fréttir.
17.03 Víösjá.
18.00 Fréttir.
18.30 Lesið fyrir þjóðina: Úr æfisögu síra Jóns
Steingrímssonar.
18.45 Ljóö dagsins.
18.48 Dánarfregnir og auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar og veðurfregnir.
19.40 Saltfiskur meö sultu.
20.40 Náttúruhamfarir og mannlíf. Þáttaröð
um samfélagsþróun I skugga náttúru-
hamfara. Fyrsti þáttur.
21.15 Norrænt. Af músík og manneskjum á
Norðurlöndum.
22.00 Fréttir.
22.10 Veðurfregnir.
22.15 Orö kvöldsins:
22.20 Tónlist á síökvöldi.
23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jónassonar.
24.00 Fréttir.
00.10 Rmm fjórðu.
01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns. Veöurspá.
BYLGJAN
| RÁS
2
12.00 Hádegisfréttir frá fréttastofu Stöövar 2
og Bylgjunnar
12.10 Guilmolar Bylgjunnar í hádeginu
13.00 fþróttafréttir
13.10 Gullf Helga - hress aö vanda
16.00 Þjóöbrautin Síödegisþáttur á Bylgjunni í
umsjá Snorra Más Skúlasonar, Skúla
Helgasonar og Guörúnar Gunnarsdóttur.
Fréttir kl. 17.00.
18.00 Gullmolar
19.00 19 20
20.00 Kvölddagskrá Bylgjunnar
22.00 Fjólublátt Ijós við barinn Tónlistarþáttur
í umsjón ívars Guömundssonar
01.00 Ragnar Páll Ólafsson og góö tónlist
03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar Að lokinni
dagskrá Stöövar 2 samtengjast résir
Stöövar 2 og Bylgjunnar.
12.00 Fréttayfirlit og veöur.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Hvítir máfar.
14.03 Brot úr degi.
16.00 Fréttir.
16.05 Dagskrá:
17.00 Fréttir. Dagskrá heldur áfram.
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóðarsálin.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Milli steins og sleggju.
20.00 SJónvarpsfréttir.
20.30 Föstudagsstuö.
21.00 Rokkland. (Endurflutt frá sunnudegi.)
22.00 Fréttir.
22.10 Blanda. Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
24.00 Fréttir.
00.10 Næturvakt Rásar 2 tll kl. 2.00. Um-
sjón: Ævar Örn Jósepsson.