Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 8
20 - Fimmtudagur 10. apríl 1997 FOLK Jlagur-'QImróm Almannaskarð var erfitt Stysta dagleiðin í þessu ferðalagi var 40 km, en þegar best gekk náðum við að fara 140 km á dag. Það var leiðin frá Skaftafelli og að Höfn í Hornafirði. Margir kaflar leið- ar voru mjög erfiðir. Þar get ég til dæmis nefnt leiðina uppúr Borgarfirði, um Uxahryggi og þaðan á Þingvelli. Þar eru miklu frekar klappir en vegur. Eins var mjög erfitt að komast upp Almannaskarðið og upp Breiðdalsheiðina. Þar urðum við að teyma hjólin," segir Harpa Ævarrsdóttir, lögfræðing- ur á Akureyri. Efasemdir ýttu okkur af stað Sumarið 1991 hjólaði Harpa umhverfis land- ið, ásamt vin- konu sinni Erlu Fanneyju Birk- isdóttur úr Mý- vatnssveit. Ferðalag þeirra stallna tók m't- ján daga. „Auð- vitað var það ævintýraþrá að fara í svona ferðalag," sagði Harpa, þegar hún riijaði þetta ferðalag upp. „Við höfðum áður nokkrar stelpur farið í Interail ferðalag um Evrópu og þótti það skemmti- legt. Einhvern- tíma létum við svo hafa það eftir okkur að næst ætluðum við að hjóla umhverfis landið. Meðal margra kostaði það efasemdir og hlátur. En það varð nátt- úrlega til að hvetja okkur til dáða.“ Harpa segir að þær Erla Fanney hafi haft afar takmark- aða þjálfun í hjólreiðum þegar þær fóru í þetta ferðalag - ekki síst í því að hjóla á lengri leið- um. „Ég hjólaði um sumarið hér í bænum og í nágrenni hans. Það lengsta sem ég fór var út á Dalvík og aftur til baka. Aldrei hjólaði ég í þessum æfingaferðum með farangur, sem auðvitað þyngir hlassið um helming. Ef við hefðum farið í æfingaferð með farangur hefð- um við sjálfsagt aldrei farið í þetta ferðalag," segir Harpa. - Hún segir að hún og Erla hafi hvor um sig verið með tólf kflóa farangur á hjólinu. Og þá voru þær aldrei með nema það allra nauðsynlegasta, það er tjald, svefnpoka, dýnur, föt og mat- væli til svo sem tveggja daga í Harpa Ævarrsdóttir, til vinstri, og Erla Fanney Birkisdóttir á Námaskarði í Mývatnssveit. „Þegar best gekk náðum við að fara 140 km á dag.“ „Maður lifir lengi d svona ferðalagi, “ segir Harpa Ævarrsdóttir um hjólaferð sína um- hverfis landið. Á hjólinu sem farið var á umhverfis landið fyrir tæpum sjö árum. Harpa Ævarrsdóttir og Ævarr Freyr sonur hennar í dag. sS/1' * t «UmA ®P«si jKÍjÍX-: h M TW • AA’yATBTÍ senn. Landið sést í öðru Ijósi „Maður lifir auðvitað mjög lengi á því að hafa farið í ferðalag sem þetta. Auðvitað sér maður með þessum hætti landið í allt öðru ljósi í svona ferðalagi. Ég fer suður til Reykjavíkur nokkr- um sinnum á ári og út um bfl- rúðuna að sjá er þetta bara Blöndusós, Borgarnes og svo er maður kominn f bæinn. En í hjólaferðalagi er þetta svolítið meira og maður veitir íleiru eft- irtekt," segir Harpa Ævarrs- dóttir. -sbs. Magnús Bergsson, formaður fjallahjólaklúbbsins, segir að fólk geti litið við í húsnæði klúbbsins á fimmtudögum í sumar, lesið hjólablöð eða feng- ið lánuð verkfæri. Islantl er Mekka hjól- reiðamanna Reiðhjólamenningin er allt- af að aukast enda geta reiðhjól verið búin svo miklum þægindum að þau líkj- ast fínustu limúsínum. ísland er Mekka reiðhjólamannsins, þó ótrúlegt megi virðast, og því engin furða að mikiil íjöldi út- lendinga komi hingað á hverju ári til að hjóla upp um íjöll og firnindi. íslendingar eru þó sjálfir farnir að uppgötva þessa paradís sína og hefur íslenski flallahjólaklúbburinn skipulagt ferðir út um allt. Þeir segja: það er alls staðar hægt að ferðast um ísland á hjóli! „Við erum ferðaklúbbur en við látum líka heyra í okkur í umhverfis- og skipulagsmálum. Starfið er allt rekið í sjálfboða- vinnu þannig að það er svona og svona,“ segir Magnús Bergs- son, formaður klúbbsins. Nýtt húsnæði íslenski íj allah.j ólaklú b h u rinn er um þessar mundir að ílytja í nýtt húsnæði en hann hefur fengið inni í herbergi við Aust- urbugt 3 í Reykjavík, hjá Sigl- ingaklúbbnum Brokey í Reykja- víkurhöfn og verður nú farið af krafti í að skipuleggja sumar- starfið. Vegleysur í óbyggðum Klúbburinn verður með ferðir út um allt í sumar, meðal ann- ars ágætis byrjunarferð á Reykjanesið um hvítasunnu- helgina, og svo verður opið hús fyrsta og þriðja hvern fimmtu- dag í mánuði. Húsnæðið verður svo opið hina fimmtudagana líka þannig að menn geti „droppað" inn, farið að lesa hjólablöð eða fengið lánuð verkfæri. - En hvað skyldi Magnúsi þykja merkilegast úr fjalla- hjólaferðum sínum um landið? „Vegleysurnar og bflleysið í Ódáðahrauni. Það er stórkost- legt að hafa ekki bfl fyrir aug- um í tvo sólarhringa," segir hann. -GHS

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.