Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 4
16 - Fimmtudagur 10. apríl 1997 (JDagur-'3Ióntmt Umbúðalaust Einleikur á viftu Vigfúsdóttir Páskarnir urðu eins og við mátti búast, hæfileg blanda af menningu og afþreyingu, útivist og inniveru, hreyfingu og kyrrsetu, áti og... nei annars, átið var víst ekki hæfilega blandað með neinu. Ég fór á skíði í sólinni á föstu- dag, hélt spilaboð, fór með helgargestina á Listasafnið og hlustaði á Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt stórum sameinuðum kór frá Akureyri og nágrenni flytja verk Carls Orff, Carmina Burana. Tónleikarnir voru glæsilegir og mikið listrænt afrek að flytja slíkt verk á ekki stærri stað en Akureyri. Pað fór líka svo að aðsókn á tónleikana var slík að færri komust að en vildu og misstu af veislunni. Hlýtur stór hluti bæjarstjórnar að hafa þurft frá að hverfa því ekki sá- ust margir bæjarfulltrúar í salnum. Menntamálaráðherra var hins vegar meðal áheyr- enda, svo hann getur í næstu ferð sinni til að ræða framtíð vetraríþrótta- paradísar á Ak- ureyri, sagt bæjaryfirvöld- um frá því hve metnaðarfullt og merkilegt starf er verið að vinna menningarmál- um við ótrúlega bágbornar að- stæður. Hljóm- urinn í íþrótta- skemmunni var náttúrlega af- leitur, körfubolt- akarfan sem bar við höfuð stjórnandans truflaði augað, en steininn tók úr þegar loftræstikerfið fór upp á eigin spýtur að taka þátt í flutningi einsöngvara og hljóm- sveitar. Fór svo að þessi óboðna prímadonna frumflutti Utla kadensu undir góðlátlegum hlátri tónleikagesta. Hljóm- sveitarstjórinn beið þolinmóður eftir að þess- um óvænta miUikafla lyki og hóf sitt fólk til flugs eins og ekkert heíði í skorist að því loknu. Framboð menningar og aiþreyingar hefur aukist hér í bæ á undanförnum árum svo að sögn þeirra sem til þekkja megi líkja við uppgræðslu örfoka lands. Nú er hins vegar búið að loka jarðvegin- um og tími til kominn að leyfa hlutum að vaxa úr grasi. í fljótu bragði virðist tilhneigingin vera sú að koma hlutum á koppinn og láta þar við sitja. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er til dæmis í stöðugri framför, en hætt er við Menn verða því að bregðast við tíman- lega og byggja upp fjölbreytt mannlíf. Geri þeir það ekki - og það gerist ekki af sjálfu sér - verð- ur hér varla annað en eftirlegusamfé- lag með lágum launum og litlausu mannlífi. að þeirri framför linni ef ekki eru nema þrennir eða fernir tónleikar á hverju starfsári. Sama má segja um fleiri menn- ingarfyrirbæri og stofnanir. Verði þeim ekki gert kleift að vaxa og dafna er þess ekki langt að bíða að slyðruorðið sem lengi var á Akureyri og orðrómurinn um að hér gerist ekki neitt komi tvíefldur í haus- inn á bæjarbúum. Um Paradís var sagt að þar væru margar vistarverur og að sönnu verður Akureyri hvorki sumar- né vetr- arparadís nema að margar séu vistarverurnar. Veður er iilvið- ráðanlegt, en aíþreying og menningarlíf fyrir ferðamenn og bæjarbúa er að sönnu á valdi þeirra sem bænum stjórna. Og ef ástandið verður þannig að menn taka vart séns- inn á að koma til bæjarins í frí, hverjir munu þá taka sénsinn á að flytja til bæjarins? Maður óttast allavega að það verði ekki fólkið með þekkinguna og reynsluna sem bærinn þarf líka á að halda. Þetta er svo sem ekki sér akureyrskt vandamál. Samkeppni um fólk, hvort heldur er ferðamenn eða hæfi- leikafólk til varanlegrar búsetu verður sífellt harðari. Menn verða því að bregðast við tím- anlega og byggja upp fjölbreytt mannlíf. Geri þeir það ekki - og það gerist ekki af sjálfu sér - verður hér varla annað en eft- irlegusamfélag með lágum launum og litlausu mannlífi. IKI Bóndinn Páll Páll Pétursson félags- málaráðherra hefur svo sannarlega látið hendur standa fram úr ermum í félagsmálaráðu- neytinu, enda er það ekki siður íslenskra bænda að hafa hendur í vösum. Verk- in vinnast ekki þannig. Með- al þess sem Páll hefur hrist upp í eru flóttamanna- málin og Garri getur ekki ann- að en stutt Pál í landvinningum á því sviði, enda hafa þeir flóttamenn sem hingað hafa komið í flestum tilfellum auðg- að mikið mannlíf og menningu hinna sem voru hér fyrir. Degi-Tímanum í gær upplýsir Páll að hann hyggist halda áfram innflutningi flótta- fólks og helst koma því svo fyrir að árlega komi hingað hópar með vorskipunum að utan. Blóðblöndun Páll hefur enda sett á stofn sérstakt fóttamannaráð sem á að sjá um að velja hingað fólk og tryggja að það fái sem bestar móttökur þegar hingað er komið. Garri er ekki í nokkrum vafa um að í þessu flótamannamáli kem- ur hrossaræktin og hesta- mennskan Páli að góðum notum því hann sér það greinilega í hendi sér að ís- lenski stofninn hofur gott af því að fá hæfilega blóð- blöndun utan frá til að halda uppi sem Qölhreytt- astri og hæfileikaríkastri hjörð. Það er einmitt aðals- merki góðbóndans að líta út fyrir túngarðinn eftir mögu- leikum til að bæta búskap- inn heima fyrir. En það sem endanlega sannfærði Garra um að það var bóndinn í Páli sem réði ferðinni í þessu máli, var röksemdafærsla hans fyrir því að fá hingað flóttamenn af júgóslavnesku bergi brotna. Nýtni er dyggð á betri sveitaheimilum, enda margsannað að ýmislegt dót sem ekki hefur augljóst nota- gildi í dag get- ur komið í góð- ar þarfir síðar. Baggabönd og áburðarpokar hafa þannig ósjaldan komið að góðu gagni ef menn á ann- að borð hafa haft sinnu á að halda þeim til haga. Hyggilegt Páll Pétursson bendir á góða reynslu af komu flótta- manna til fsafjaröar í fyrra og segir með réttu þá að- gerð alla hafa heppnast mjög vel. Síðan segir hann að hætti góðbóndans: „Það er hyggilegt að fá hingað fólk frá fyrrum löndum Júgóslavíu. Við eigum til kennslugögn sem voru út- búin í tilefni af komu hóps- ins í fyrra og gætum þá not- ast við þau.“ Hér er nýtnin í fyrirrúmi og þau sjónarmið sem varðveist hafa til sveita en glatast í neyslu- og um- búðaþjóðfélagi borgar og stórra bæja. Svona talar bara sveitamaður. Án þess að í því felist nokkrar mein- ingar um starfsstétt póst- manna, þá er náttúrulega augljóst af þessu að það er hinn mesti misskilningur hjá krötum og öðrum stjórnarandstæðingum að kalla Pál „póstinn Pál.“ Það á einfaldlega að kalla hann „bóndann Pál“. Garri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.