Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 2
14 - Fimmtudagur 10. apríl 1997 ^Dagur-®Qramt Ekki er allt upptalið: • Hjálmar endast ekki til eilífðar. Miðað er við 5 ár en börn sem henda hjálminum frá sér í forstofunni og missa hann reglulega í götuna mega eiga von á að hjálmurinn endist ekki nema 2-3 ár. • Ekki setja aukalímmiða á hjálminn þá gefur plastið á hjálminum ekki eðlilega eftir við högg. • Tússlitir veikja korkinn - merkið hjálmana með því að setja lít- inn h'mmiða ofan á þann sem fyrir er. Eða bara á hökubandið. • Ekki vera með húfu eða með eyrnarband undir hjálminum. Not- aðu lambúshettu ef það er kalt. Hjálmurinn vill skekkjast þegar höfuðfatið er laust og slys í Svíþjóð hafa verið rakin til þess. Herdís Storgaard. Það er ekki nóg að kaupa hjálm og skella honum á höfuð barns- ins. Hjálmurinn einn og sér veitir haldlitla vörn ef hann sit- ur ekki rétt á höfðinu. Sam- kvæmt rannsóknum á slysa- deild hefur ijöldi barna með hjálma fengið höfuðáverka sem má alltaf rekja til þess að hjálmarnir hafa verið ranglega festir... Það er auðvelt að kippa þessu í liðinn. Nú er víða orðin auð jörð og börnin því farin að taka fram hjólin. Hvort sem barnið þitt á hjálm eða ætlunin er að kaupa nýjan er rétt að minnast eftirfarandi ráðlegginga Herdísar Storgaard hjá Slysavarnafélagi íslands því rétt sitjandi hjálmur getur dregið verulega úr höfuðáverk- um þegar dottið er af hjóh. jölmargir nota hjól sem samgöngutœki enda margfalt ódýrari í rekstri en sá peningagleypir sem bíllinn er. Þá eru keyptir stólar til að reiða gngstu börnin en minnist þess að. <ki skal reiða börn fyrr en þau geta setið sjálf upprétt jm 9 mánaða). Börnin eiga að vera með sérstaka ungbarnahjálma. • Herdís ráðleggur fólki að kaupa stóla með danska 1)S staðlinum. I)S-stóll er lueði festur við hhakkstöngina og l)ögglaberann’ Þegar stólar eru bara festir við bögglaher- ann er hætta á að skrúfur losni við þann þrýsting sem myndast þegar hjólað er á ósléttu. • Stóllinn verður að vera nógu hár til að styðja við höfuð barnsins ef högg kemur á hjólið. 6. Algengt er að ganga fram á svita- mettaða hjólreiða- garpa af yngri kyn- slóðinni sem hafa ýtt hjálminum aftur á höf- uðið. Með hjálminn svona er hann engin vörn fyrir ennið ef garpurinn steypist fram af hjólinu. Hjálmarnir virðast oft angra börn í hita leiks en ef hann situr rétt eiga þau ekki að þurfa að finna fyrir honum. • • AÐVORUN: Algengast er að slys við reiðingar verði þegar barnið stingiu- fæti á miUi teina hjólsins. Þá snýst upp á fót barnsins og oft brotna við það öll bein í ristinni. Sá sem er að hjóla getur líka stórslasast því hjólið getur stöðvast mjög snögglega. Því er afar mikilvægt að kaupa plasthlíf og festa hana undir gjörðina svo barnið geti ekki troðið fæti milli tein- anna. Hjálmar eru ekki bara fyrir börn. Gerð var könnun í haust sem sýndi að 32% allra hjól- andi fullorðinna voru með hjálma og var Herdís afar sátt við þá niður- stöðu vegna þess að áróðri fyrir hjálmanotkun á ís- landi hefur ekki verið beint til full- orðinna. í Svíþjóð hafa 6 börn hengst í hjólahjálmum. Börnin hafa þá klifr- að upp í tré eða leiktœki, hjálmurinn fest og vegna þess að hann er hannaður til að losna ekki af höfðinu við högg þá hefur spennan ekki losnað þó að þungi barnsins þrýsti á. íframhaldi af því var framleidd svokölluð græn spenna sem fylgir með nokkrum tegund- um hjálma fyrir 6 ára og yngri sem seldir eru hér á landi. Græna spennan opnast við 12 kílóa þrýsting en hjálmurinn kemur því ekki að miklu gagni ef barnið lendir fyrir bíl því spennan opnast við fyrsta högg. 2. Svamparnir eru til að skorða hjálminn á höfði fólks. Þannig þurfa grannleitir t.d. að nota þykkari púða við hliðarnar en þynnri gerðina frá enni og yfir á hnakka. 3. Þá er að stilla festingarnar. Byrjaðu á að stilla aftara bandið og gættu þess að böndin liggi alltaf slétt. Eyrað á að vera í miðju V- forminu og hjálm- urinn á að sitja þannig að hann verji vel ennið. Margir krakkar kvarta yfir því að bandið klemmir þau undir hökunni en þá hefur fólk spennuna á röngum stað. Spennnan á að vera til hliðar. 4. Mikilvægt er að stilla hökubandið vel svo hjálmurinn hreyfist ekki þegar þú dettur. Bandið á ekki að vera lausara en svo að 1- 2 fingur komist á milli. 5. Þú getur prófað sjálf/ur hvort hjálmurinn situr rétt með því að grípa utan um hann og reyna að færa hann harkalega fram og til baka og til hlið- anna. Eðlilegt er að hann hreyfist bara um nokkra millimetra. Ef hann flýgur fram og til baka þá er hann ekki rétt festur, ekki af réttri stærð eða svamparnir of þunnir.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.