Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 7
ÍDiigur-®mtrrm Fimmtudagur 10. apríl 1997 - 19 REIÐHJOLAMENNING Hætti við mótorhjólin s g sá að reiðhjólin voru ansi sniðug tæki. Ég var þá með mótorhjóladellu en hætti við að kaupa mér stórt mótorhjól þó ég væri búinn að taka próf á það og sneri mér al- farið að reiðhjólunum. Ég átti líka skellinöðru en sá fram á að reiðhjólið væri miklu sniðugra farartæki í framtíðinni. Ég kom á hjólinu í vinnuna í dag enda hjóla ég alltaf þegar ég get,“ segir Óskar Dýrmundur Ólafs- son, 30 ára. Smitaðist í Bandaríkj- unum Óskar Dýrmundur var 18 ára gamall þegar hann kynntist reiðhjólum úti í Bandaríkjun- um. Hann var þá skiptinemi og bjó hjá fjölskyldu sem fór allra sinna ferða á reiðhjóli. Óskar Dýrmundur sá strax hvflíkar gersemar reiðhjólin eru, söðlaði um og hefur varla stigið á bak mótorfák síðan. Hann er ánægður með reiðhjólin sín þrjú en þjáist svolítið af tækja- dellu. Óskar Dýrmundúr er formað- ur Landssamtaka hjólreiða- manna og hefur jafnframt lobbí- isma fyrir þeirra hönd rekið reiðhjólaverslun og verkstæði síðustu tíu árin. Hann á þrjú reiðhjól og allt til alls á þau, til dæmis vagn til að hafa í eftir- dragi, en er þó ekki í hópi þeirra fáu hér á landi sem eiga hjól að verðmæti 300-500 þús- und. Svoleiðis menn eru nefni- lega til! Spennulosun á reiðhjóli „Ég ætla ekki að fá mér bfl meðan ég þarf þess ekki. Ég hef enga þörf fyrir að nota bfl og ég get farið í búðina og tekið tvö börn í vagninn þannig að ég sé alveg um sjálfan mig eins og staðan er í dag. Ég fer allra minna ferða á hjóli,“ segir hann. „Það er ákveðin spennulosun að vera á mótorhjóli. Ég fæ hana og vel það á reiðhjóli á ferðum mínum um Reykjavík," segir hann að lokum. -GHS Óskar Dýrmundur telur að reiðhjól séu mjög sniðug tæki. Hann lítur varla við mótorhjólum eftir að hann fékk reiðhjóladelluna. Myn&.E.ói. Nei, ég hjóla mjög sjaldan hingað niður í Alþingi á morgnana. Hingað mætir mað- ur í fínum jakkafötum og það býður eig- inlega ekki uppá að maður komi hingað á hjóli. Síðan er náttúrlega eng- in reiðhjóla- grind hér fyrir utan þinghúsið - þó hér sé nóg af bflastæðum," segir ísólfur Gylfi Pálmason, alþingmaður og kunnur hjól- reiðamaður. „Meðan ég var sveitarstjóri á Hvolsvelli hvatti ég í'búana til að taka reiðhjól fram yfir bfla, enda eru aðstæður til hjólreiða og útivistar hvergi betri en ein- mitt fyrir austan. Allt rennislétt. Slík hefur vakningin fyrir hjól- reiðum á llvolsvelli orðið að á góðum dögum má einatt sjá fieiri hjól en bfla fyrir utan Qöl- menna vinnustaði í þorpinu, svo sem Sláturfélag Suður- lands. Fyrir austan fer ég allra minna ferða á hjóli og á góðum dögum tekur fjölskyldan sig gjarnan til og fer saman í hjól- „Móti EyjafjaJla- jökli“ „Ég hvatti Hvolsvellinga til að taka reiðhjól fram yfir bíla, enda eru að- stæður til hjólareiða og útivistar hvergi betri en fyrir austan. Allt rennislétt," segir ísólfur Gylfi Pálmason. Mynd: Pjetur. reiðaferðir. Þar finnst okkur af- skaplega gaman að hjóla til dæmis inn í Fljótshlíð. Það er stórfenglegt að hjóla með Eyjafjallajökul á móti sér,“ segir ísólfur Gylfi. Sem áður segir hvatti ísólfur Gylfi, sem sveitar- stjóri á Ilvols- velli, íbúa í byggðarlaginu hjól- reiða. Hluti af þeirri hjól- reiðavakningu hefur meðal annars verið að þrjú síðastliðin ár hefur verið efnt til hjólreiða- hátíðar á staðnum, þá í sam- vinnu við ýmsa aðila. Dagskrár- atriði á þeirri hátíð hafa verið af margvíslegum toga og má þar nefna keppni um hver geti verið fljótastur að hjóla frá Reykjavík og austur á Hvolsvöll, rösklega 110 km. vegalengd. llraðametið sem sett var í fyrra er 2:38 kfst. - og þá vantar ekki mikið til að ná Austurleiðarrút- unni - sem fer spottann tæpum tveimur tímum. Það gengur bara betur næst... -sbs. „1 þingið mætir maður í jakkaföt- um og það býður eiginlega ekki uppa að maður komi hingað d hjóli. (( mjög til Að pumpa í dekk og smyrja keðjur Vertíðin í reiðhjólunum byrjar strax eftir páska - og stundum fyrr ef tíð er góð. Það er einsog fólk leggi skíð- in þá til hliðar og fari út að hjóla. Og nú er þetta að fara af stað hjá okkur. Þetta byrjar á smá- viðgerðunum; að pumpa í dekk, smyrja keðjur og því- umlíkt. Þegar líður lengra fram á vorið byrjar fólk síð- an fyrir alvöru að kaupa hjól,“ segir Viðar Garðarsson, kaup- maður í Skíðaþjónustunni við Fjölnisgötu á Akureyri. gerðir séu nefndar. Iljá Skíðaþjónustunni má fá hjól í mörgum verðflokkum. Að sögn Viðars kosta algeng barnahjól um 10 þús. kr., ung- lingahjól nærri 15 þús. kr. og hjól fyrir full- orðna gjarnan um 25 þús. kr. Því getur fjög- urra manna vísitölufjöl- skylda, sem kemur til Við- ars, fengið hjól fyrir sig á um 75 þús. kr. „Það er þessi fjölgíra- hjól sem eru vinsælust í dag. Þá á ég til dæmis við 20 gíra ijalla- hjól - sem sjálfsagt koma hvergi í betri þarfir en í þessum brekkubæ sem Akureyri er,“ segir Viðar. „í dag nota allir krakkar hjálma. Þau vilja nota hjálma og í dag hvetja þau for- eldra sína til þess að nota hjálma geri þau það ekki,“ seg- ir hann ennfremur. Margar skemmtilegar hjólaleiðir Aðspurður um skemmtilegar hjólaleiðir á Akureyri og í næsta nágrenni nefnir Viðar leiðina fram Eyjafjarðarsveit að Hrafnagili, þar yfir brúna á Eyjafjarðará - og svo út austan megin, gamla Öngulsstaða- hreppinn. „Mörgum finnst þessi leið skemmtileg, en hún er nokkuð löng. Einnig eru hér í bænum margar skemmtilegar hjólreiðaleiðir, ekki síst á bökk- um Glerár," segir Viðar Garð- arsson í Skíðaþjónustunni. -sbs. „Það eru þessi fjöl- gtrahjól sem eru vinsælust í dag, sem sjdlfsagt koma hvergi t betri þarf- ir en iþessum brekkubæ sem Akureyri er. “ Fjölgíra- hjólin vin- sælust í dag Viðar segir að stöðug aukning hafi verið í sölu reiðhjóla á síðustu ár- um. „Þetta er hluti af þeirri vakningu síð- ustu ára fyrir líkamsrækt og útivist,“ segir Viðar, en hann selur hjól af gerðunum DBS, Wheeler, Univega og Scott svo þekktustu

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.