Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Blaðsíða 3
^agixr-®ummT
Fimmtudagur 10. apríl 1997 - 15
REIÐHJOLATISKAN I LANDINU
Fjallahjól eru númer 1, 2
og 3 f reiðhjólatískunni í
dag, þau eru svo mjög í
tísku að öðruvísi hjól fást varla
í búðunum. Eitt er þó það hjól
sem örugglega kemur til með
að veita
ijalla-
hjólun-
um
sam-
keppni í
sumar
og
næstu
sumur
og það
er svo-
kallað
Free-
Style
hjól. Á
því er
hægt að
leika
allar hundakúnstir, hoppa og
skoppa og prjóna fram og til
baka og sýna rosa töffaraskap.
Reiðhjólamenn segja að þetta
sé það heitasta í dag.
Haldin keppni
í FreeStyle
FreeStyle hjólin hafa farið sig-
urför um heiminn og er þegar
farið að keppa í Free-Style
hjóla-
kúnst-
um í
Banda-
ríkjun-
um þó
að enn
sé þessi
tíska
ekki
komin
svo
langt
hér á
landi.
Þessi
hjól íást
heldur
ekki
gefins.
Þau kosta litlar 50 þúsund
krónur og það eru kannski ekki
allir foreldrar sem geta splæst
svo miklu. Það er þó rétt að at-
huga að sala á dýrari hjólum
hefur stóraukist því að landinn
Brúsi er nauðsynlegur í ferðalagið, það finnst
allavega unglingunum.
Ofungtilað
pæla í tískunni
“Si*i*ÍÉ
A FreeStyle hjólum geta menn leikið listir sínar svo um munar.
Mynd: EÓI
Halla Sveinsdóttir, sjö ára, er ein þeirra fjölmörgu barna og unglinga
sem nota fríið sitt á sumrin til að hjóla. Hún var í reiðhjólaverslun með
mömmu sinni í vikunni til að velja sér hjól og leist ágætiega á þetta.
Mynd: E.ÓI.
Halla Sveinsdóttir er sjö
ára stúlka sem er um
þetta leyti að fá fyrsta
„nýja“ hjólið sitt. Halla hefur
farið að undanförnu með
mömmu sinni og pabba í
reiðhjólaverslanir til að leita
að rétta hjólinu til að hjóla á
í sumar. Þegar Dagur-Tím-
inn hitti þær mæðgur í vik-
unni var hún búin að ákveða
að fá sér ijallahjól.
„Þetta er svolítið erfitt val,
sérstaklega í sambandi við
stærðina. Hjólið má ekki
vera of stórt og ég held að
það sem við vorum búnar að
velja hafi verið það,“ sagði
Lára Aradóttir, skrifstofu-
maður og mamma Höllu.
- En skyldi Halla hafa ein-
hverjar séróskir í sambandi
við hjólið?
„Nei. Hún er ekki svo
gömul að hún sé farin að spá
neitt í tískuna." -GHS
„vill góð hjól“. Hjól með öllum
græjum kostar 60-80 þúsund.
Margir reiðhjólamenn, sér-
staklega unglingarnir, eru
hrifnir af alls kyns aukahlutum
á hjólin. Sumir vilja fá sér svo-
kallaðar V-bremsur, sem eru
það nýjasta í dag. Þá er komin
á markað ný gírskipting, EZ-
Fire, þar sem gírskiptingin
verður miklu sneggri en áður.
Uppbogin stýri eru líka í tísku
og svo er hægt að fá ægilega
fína dempara á gaffalinn á hjól-
inu, brúsa og brúsafestingar og
margt fleira.
Veifur eru til öryggis
Fyrir litlu krakkana er ýmislegt
að fá, til dæmis litríkar veifur
sem eiga að ná upp fyrir bílana
í umferðinni. Börnin eiga þann-
ig að sjást betur og því er um
mikið öryggisatriði að ræða.
-GHS
Svona bremsur ku vera í tísku hvort sem foreldrum líst á það eða ekki.