Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 4
16 - Þriðjudagur 27. maí 1997 |Dagur-®mmm Umbúðidaust Sól og sæla Vigfúsdóttir Nú flatmaga ég á sólar- strönd, komin í langþráð sumarfrí. Portúgal, var það heillin. Ég fór hlaðin ónot- uðum sumarfötum og ólesnum kvennakrimmum. Með góð ráð frá vinum og vandamönnum í farteskinu. „Farðu á The Big One, hann er besti vatnsleikja- garðurinn," sagði tæplega þrettán ára gömul vinkona mín. Níu ára systir hennar benti mér á góðan veitingastað og hvað skyldi panta. Þær syst- ur hafa tvívegis farið til áfangastaðar míns, Algarve, og eru því öllum hnútum kunnug- ar. Pær leystu mig út með smá- peningum og sólarvörn úr síð- ustu ferð og lögðu ríka áherslu á að ég bæri vel og mikið af henni á litlu dömuna. „Taktu með þér almennileg strand- handklæði," sagði eldri systir mín. „Þú ert með allt of mikið af fötum," sagði yngri systir mín. „Gætið barnsins," sögðu tengdaforeldrarnir. Hvílíkur viðburður þessi sól- arlandaferð mín! Enda okkar fyrsta og allir skynja tilhlökkun okkar og eftirvæntingu. Sjálf hef ég aðeins tvisvar komið á sólarströnd, ég hélt upp á tví- tugs afmælið með tveggja daga stansi á Interrail-túrnum á Rimini og fannst sólarlandaferð fyrir neðan virðingu mína. Níu árum síðar var ég fararstjóri í Qóra mánuði á Benidorm og fannst gaman. Starflð kreíjandi og skemmtilegt og æðislegt að geta brugðið sér á sjóskíði eða flatmagað á vindsæng á Mið- jarðarhafinu. Nú ætla ég að vera í þrjár vikur og flnnst það langur tími. Tvær vikur á ströndinni og ein vika í Lissa- bon. Óttast mest að fjölskyldan þoli ekki við ein svona lengi. Gestagangur er það mikill að þetta verða töluverð viðbrigði. Ég hef einhvers staðar lesið að sumarfrí sé mikill streituvaldur. Sú tilhugsun að hafa eytt mán- aðarlaunum í túrinn veldur óneitanlega spennu - það verð- ur að vera svoooo gaman! Ég ætla ekki að gera neitt, liggja á bekk og lesa reyfara milli þess sem ég tek vaktir við að gæta barnsins (til að það sólbrenni ekki, verði ekki mannræningj- um að bráð, hvað þá týnist eða drukkni). Þetta er í raun fyrsta alvöru sumarfríið okkar, svona frí frí, Sólarstrandarfí eru svona frí, frí þar sem maður vandar sig við að gera ekki neitt. ■eœsi //£YJ&>0 A/JoRlF/FOR. AÆIDORBO eins og konan sagði. Við erum hvorki að heimsækja ættingja og vini né ætlum okkur að skoða og fræðast einhver ósköp, bara að hvíla okkur og njóta þess að vera saman. Leyfa dóttur- inni að verða almennilega hlýtt og fá tækifæri til að nota sumarföt- in sín. „Fara í sund og sól- ina,“ eins og hún segir sjálf. Eitthvað virðist hún kvíða því að verða ein með foreldrum sínum því hún bauð leikskólakennaranum sfnum, móðursystur sinni og uppáhaldsfrænku með. Engin þeirra gat þegið boðið. Ég keypti ferðina í algjöru bríaríi. Við þurftum að tilkynna fyrir marslok hvaða fjórar sam- liggjandi vikur barnið tæki frí frá leikskólanum. Mér fannst það hræðileg tilfmning að einhver væri að skikka mig í frí og það í óra- tíma. Auglýs- ingar ferða- skrifstofanna glumdu í ljós- vakamiðlunum. Einn morgun- inn horfði ég gaumgæfilega á okkur þar sem við snæddum hafragraut og lýsi. Mér fannst við koma illa undan vetri. Ten- ingunum var kastað og nú er- um við hér! í sól og sælu. Sú tilhugsun að hafa eytt mdnaðar- launum í túrinn veldur óneitanlega spennu — það verð- ur að vera svoooo gaman! Atli - lang flottastur! atramli Fordómar Garra og virð- ingarleysi fyrir upp- skrúfuðum menningar- vitum og sjálfskipuðum „besserwisserum" í öllu sem tengist menningu, fékk kær- komna næringu um helgina í tveimur aðskildum greinum í Morgunblaðinu. Fyrri greinin birtist á laugardag og sú seinni á sunnudag, en í báð- um var eitt eftirlætistónskáld Garra, Atli Heimir Sveinsson í aðalhlutverki. Á laugardag ryðst Atli sjálfur fram á ritvöllinn og hundskammar nokkra tón- listargagnrýnendur fyrir hálfmenntun, skilningsleysi og heimsku. Þau sem einkum fá til tevatnsins eru þau Sig- ríður Björnsdóttir sem skrif- ar í DV og Ævar Kjartansson sem fimulfambar í ríkisút- varpið. Reyndar fær Ragnar Björnsson Moggaskríbent líka væna gusu. Merkikerti Tilefnið er gagnrýni á óperu Atla, Tunglskinseyjuna, sem óperuhöfundur er vægast sagt óánægður með. Niður- staða Atla er í stuttu máli sú að gagnrýnendurnir Sigríður og Ævar séu uppfull af einhverjum orðaleppum sem þau viti ekki einu sinni sjálf hvað merki. „En þjóðin tekur ekki mark á þessum gang- rýnendum. Hún lætur ekki illa ritfær merkikerti villa sér sýn,“ segir Atli Heimir. Það kann að stafa af því að Garri hefur stundum átt í erílðleik- um með að skilja ýmsa þá „orðaleppa" sem gagnrýn- endur nota, að honum þótti Atla bara mælast nokkuð vel. Auðvitað er það alltaf dálítið pínlegt þegar listamaður fer að svara gagnrýni, en Atli gefur svo innilegan skít í allt dótið að það er ekki annað hægt en dást að honum fyrir sjálfsöryggið. Þetta er eins og prímadonna og púðluhundar, prímadonnan Atli sveiar gjammandi litlum púðlum sem reyna að vera ógnandi - meira af vilja en mætti. Sænski dómurinn En það sem gerði þó útslagið í heildarsvip málsins var að daginn eftir birtist seinni greinin þar sem Atli var í sviðsljósinu. Sú grein var endursögn af því sem einn virtasti tónlistarskríbent Svía, Carl-Gunnar Áhlén, skrifar í Svenska Dagbladet um Tunglskinseyjuna. Sá sænski er ekkert að skafa ut- an af hlutunum og talar um óperuna sem „sjaldgæflega fallega og fagurfræðilega fullkomna"!! Þetta er enginn smá stuðningur sem príma- donna þessa máls fær og gerir gelt púlanna enn ámát- legra. Það er því greinilegt að tunglskinið í óperunni mun áfram geta þegið ljós sitt frá sól Atla enn um hríð í það minnsta. Hann er einfaldlega lang flottastur. Garri

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.