Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Síða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Síða 3
Eflaust þrýst á „sátta“ Verkfall Sauðárkrókur Afgreiðslu- stjóri Flug- leiða til fs- landsflugs Miðstjórn ASÍ fordæmdi á fundi sínum í gær tilraunir atvinnurekenda til að brjóta niður verkfall á Vestfjörðum. Mynd: E.ÓI. Ríkissáttasemjari ieggur í dag fram miðlunartillögu í kjaradeilunni á Vestfjörðum. Mér llnnst ekkert um það,“ sagði Pétur Sig- urðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarðar, þegar Dagur-Tnninn spurði hann í gær um miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara. Hún verður lögð fram í dag og atkvæði greidd um hana á morgun. „Þetta er auðvitað hans réttur samkvæmt lögum. Hann hefur sjálfsagt orðið fyrir þrýstingi einhvers staðar frá að gera þetta. Við getum ekkert við því gert. Við verðum bara að bíða og vona að hún innihaldi eitthvað," seg- ir Pétur og vill ekki kannast við að miðlunartillaga sé eini möguleikinn í stöðunni. „Okkar tilgangur hefur alltaf verið sá að reyna að fá vinnu- veitendur til þess að ræða við okkur í fullri alvöru en það hafa þeir aldrei gert. Þeir eru eins strengjabrúður hjá Vinnuveit- endasambandinu. “ Pétur vill engu spá um hvernig tillögu ríkissáttasemj- ara verði tekið. „Þetta er víst orðið eitt lengsta verkfall sög- unnar og hefur verið erlitt. Það virðast vera opnar allar gáttir fyrir útgerðina til að stunda sína starfsemi óáreitt. Félagar okkar hafa ekki hjálpað okkur við þetta og við ekki nógu mörg til að stöðva þetta.“ Miðstjórn Alþýðusambands íslands fordæmir tilraunir at- vinnurekenda til að brjóta á bak aftur löglega boðað verkfall verkafólks á Vestfjörðum með verkfallsbrotum. Hún telur að samningaviðræður séu vænlegri til lausnar en ögranir og verk- fallsbrot. í ályktun miðstjórnarfundar ASÍ er jafnframt lýst yfir furðu að samtök atvinnurekenda skuli véfengja rétt stéttarfélaga til að grípa til samúðaraðgerða með verkfólki í vinnudeilum. -vj/grh Sjá einnig bls.6 Kristján Blön- dal, af- greiðslu- stjóri á ílugstöð- inni á Sauðár- króki, og eiginkona hans, sem einnig starfar við Kristján Blöndal. flugið, hafa sagt upp störfum hjá Flug- leiðum og ætla að færa sig yfir til keppinautarins íslandsflugs, sem hefur áætlunarflug til Sauðárkóks í júní nk. Kristján sagði í samtali við Dag-Tímann í gær að hann teldi atvinnuör- yggi sínu betur borgið hjá ís- landsflugi en Flugleiðum í framtíðinni. „Þetta er ekki spurning um yfirborgun eða óánægju heldur tel ég einfald- lega ljóst að aðeins annar aðil- inn muni lifa þessa samkeppni af og þá líst mór betur á ís- landsflug. Það verður betri þjónusta veitt fyrir Sauðkræk- inga hjá Islandsflugi samkvæmt sumaráætlunum þessara tveggja ílugfélaga." Kristján lætur væntanlega af störfum 15. júní nk. en hann hefur verið að störfum hjá Flugleiðum frá árinu 1991. BÞ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Á ársfundi fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gær gátu menn fylgst með gallblöðruaðgerð sem gerð var á Landspítalanum í Reykjavík, með aðstoð nýjustu tækni. Mynaas Bullandi hallarekstur Mun meiri halli er á rekstri Fjórðungs- sjúkrahússins það sem af er árinu, en áætlað var. Hallinn á rekstri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri var 18 milljónir króna á fyrstu 4 mánuðum ársins, en gert var ráð fyrir að liann yrði rúmar 6 milljónir á árinu öllu. Þetta kom fram á árs- fundi sjúkrahússins í gær. Fjárveitingar nema 1,5 milljarði króna, og sjúkra- húsið stendur frammi fyrir Ijárvöntun, segir Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA. I fyrra var hallinn 13,8 milljónir, eða tæpt prósent af heildarrekstrargjöldum ársins. Rúmlega 5000 sjúk- lingar voru lagðir inn og Qölgaði um tæp 8 prósent. Legudögum fækkaði hins vegar um nærri 2 prósent. GG Vatnsendi Hápólitískt sumarhús Nýtt hús ríkissaksóknara á fyrrum bannsvæði. Ríkissaksóknari reisir sumarhús þar sem áður hefur ríkt bann við slíku. „Smá slök- un,“ segja bæjaryfir- völd Kópavogs. Nýrisinn er sumarbústað- ur í landi Vatnsenda við Elliðavatn þar sem áður hefur verið blátt bann við ný- framkvæmdum. Það er Hall- varður Einvarðsson ríkissak- sóknari sem hefur fengið náð fyrir augum bæjarstjórnar á „hápólitísku" svæði eins og Gísli Nordahl, byggingarfulltrúi bæj- arins, kallar það. Gísli segir að „smá siökun" sé í gangi þarna við Elliðavatn eftir áralanga harðlínustefnu gegn þeim sem vildu byggja, endurnýja eða bæta við bústaði sína sem standa í hvamminum við vatn- ið. „Það hefur ekki mátt reisa kamar hérna,“ sagði sumarbú- staðaeigandi við vatnið í vor þegar menn uppgötvuðu nýja bústaðinn sem reis í vetur. Frægasta dæmið um hörku bæj- aryfirvalda var þegar nýr bú- staður Þorsteins Ö. Stephensen heitins leikara var Qarlægður örstutt frá þar sem bústaður Ilallvarðs stendur nú. „Það hef- ur margt breyst á 20 árurn," segir byggingarfulltrúi. Hann segir þó að það sé ekki stefna bæjaryfirvalda að þarna rísi sumarbústaðabyggð, en nýja húsið rúmist innan þeirra slök- unarstefnu sem gætt hafi að undanförnu. „Þetta eru alltaf hápólitískar ákvarðanir þarna uppfrá," segir Gísli og bendir á að sjálf bæjarstjórn hafi leyft nýja bústaðinn. Margir gamlir bústaðir standa á leiguskikum við vatnið og hefur hin nýja slökunarstefna vakið mikla at- hygli.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.