Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 1
Eftírminnilega gott BRAGA KAFFI - islenskt og ilmandi nýtt Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI - islenskt og ilmandi nýtt Fimmtudagur 19. júní 1997 - 80. og 81. árgangur- 112. tölublað LIFIÐ I LANDINU Blaö Sigríður Lillý BalcLursdóttir, formaður Kvenréttindafé- lagsins, segir að það sé kominn nýr taktur íjafn- réttismálin. Konur hafi fengið bandamenn í körlum sem vilji jafnrétti sjálfra sín vegna. Myna-JAK Nýr taktur í baráttuimi Doðinn íjafnréttis- umrœðunni er horf- inn. Nýr taktur er kominn í baráttuna og konur hafa feng- ið nýja bandamenn. Karlar erufarnir að berjast fyrir jafn- rétti á nýjumfor- sendum. Þeir gera sér grein fyrir að það eru líka þeir sem tapa á ójafn- réttinu í þjóðfélag- inu. * g hafði á tilfinningunni að það væri hlaupinn doði í umræðuna um jafnréttis- mál en eftir að hafa setið fundi með fjölda fólks um allt land vegna nýrrar framkvæmdaáætl- unar ríkisstjórnarinnar í jafn- réttismálum er þetta ekki leng- ur tilfinning mín heldur met ég það nú þannig að það sé kom- inn nýr taktur í umræðuna og að hún hafi jafnframt flust til. Hún einskorðast ekki lengur við þröngan hóp „handhafa jafn- róttismála" heldur er í raun orðin viðfangsefni fjölda fólks, kvenna og karla,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags íslands og skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu. Sigríður Lillý er nýkomin úr fundaferð um landið þar sem safnað var saman ábendingum og athugasemdum um jafnrétt- ismál sem fyrirhugað er að nýta við gerð nýrrar framkvæmda- áætlunar ríkisstjórnarinnar sem væntanlega tekur gildi um- næstu áramót. Á þessum fund- um segist hún hafa orðið vör við að launamisrétti kynjanna, sem fékkst staðfest í könnun fyrir tveimur árum, komi mjög við fólk. Á undanförnum árum hafi konur sótt í sig veðrið hvað menntun varðar en menntunin hafi enn sem komið er ekki orð- ið til að minnka launamun. Hann virðist rótgróinn þrátt fyrir lög um Iaunajafnrétti. „Kvak“ kvenna „Aukin menntun stúlkna gefur ekki eins mikið í Iaunaumslagið eins og aukin menntun hjá pilt- um. Það hefur verið talað um að Iykillinn að jafnréttinu sé menntun og margir hafa talið að hún ein dygði en svo virðist ekki vera. Menntun er nauðsyn- leg forsenda aukinna réttinda en það þarf fleira að koma til og þá reynir meðal annars á aðgerðir stjórnvalda. Það er lögbrot að launa konur verr en karla. Staðfest launamisrétti hittir fólk svo sannarlega og gefur umræðunni innihald sem hönd er á festandi. Allir eru sammála um að við þetta verði ekki unað,“ segir Sigríður Lillý. Hún riíjar upp að áður fyrr hafi margir haldið því fram að ekki væri um launamisrétti að ræða heldur væru konur lægra laun- aðar vegna þess að þær sinntu ekki sambærilegum störfum og karlar, ynnu ekki eins lengi eða öxluðu ekki jafn mikla ábyrgð í starfi og þeir. Krafa um að taka á launamálum kvenna hafi að margra mati verið innihaldslítið „kvak kvenfrelsiskvenna.“ Nú sé hins vegar komin ákveðin sátt í samfélaginu um að launa- munur kynjanna sé óásættanleg mismunun sem bitni ekki ein- vörðungu á konum heldur einnig á körlum. -En hvernig á að ná fullu launajafnrétti? „Vinnumarkaðurinn er kynjaskiptur, konur eru ljöl- mennari í ákveðnum stéttum og karlar í öðrum stéttum. Það gerir þetta meðal annars ekki einfalt viðureignar en það er ákveðin sátt um það í samfélag- inu, að mínu viti, að vinna á þessu með einhverjum hætti. Það eru ýmis verkefni í gangi á vegum hins opinbera, fólk er al- mennt að velta þessu fyrir sér og stéttarfélög eru að skoða þessi mál. Kynlaust starfsmat er nokkuð sem er til skoðunar. Það hefur átt sér stað ákveðin vakning til verka, hvert sem það mun nú leiða okkur. Við eigum eftir að sjá hvort hér er um einlægan áhuga að ræða. Eða hvað stendur í veginum. Samningur manna á milli um kaup og kjör ákvarðar laun og launamun. Það ætti því að vera á valdi manna að útrýma kyn- bundnum launamun ef viljinn er til staðar." Styðja kröfur kvenna „Það er að mínu mati vaxandi meðvitund um að jafnrétti sé ekki við lýði í samfélaginu og einnig vaxandi þörf og krafa ljölda fólks að jafnrétti verði komið á og það einskorðast ekki við konur. Ég hef orðið vör við nýjan takt í jafnréttisum- ræðunni," segir hún og bendir á að margir karlmenn séu farnir að gera kröfur í jafnréttismál- um sem gangi ekki þvert á kröf- ur og óskir kvenna heldur styðji þær, ekki af sérstakri umhyggju fyrir konum heldur eru þeir drifnir áfram af eigin ósk um ný lífsgildi. Þeir sjái að launamun- ur bitni einnig á körlum, sam- fara hærri launum komi krafan um lengri vinnutíma utan heim- ilis og þá missi þeir af því að fá að vera samvistum við börn sín, rækta tengslin og rækja skyld- urnar í íjölskyldunni. Annað mál er hvort þeir vilja láta kon- um eftir valdastöður samfélags- ins í anda réttlæti og lýðræðis. En það gefur auga leið að kon- ur eru ekki einvörðungu eins færar um að gegna þessum stöðum heldur eru meiri líkur á að þær séu vel mannaðar ef valið er úr hópi allra þjóðfé- lagsþegnanna ekki einvörðungu karlar til starfanna. Karlar eru liðsmenn „Mér finnst við vera komnar með liðsmenn sem láti enn frekar í sór heyra á næstu miss- erum og ég vænti góðs af þeim. Þeir mæra ekkert endilega kon- ur á hátíðarstundu eins og eldri kynbræður þeirra hafa gert. Enda hefur það sýnt sig að slíkt hjal er oftast létt og skilar fáu og smáu þegar á reynir, heldur kreljast þeir jafnréttis af því að þeir vilja öðruvísi líf fyrir sig og við fyrstu sýn virðist það vera í takt við þau lífsgildi sem kven- réttindakonur hafa barist fyrir og munu berjast fyrir enn um sinn.“ -GHS

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.