Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 7
JDagurÁIImrám
Fimmtudagur 19. júní 1997 -19
MENNING OG LISTIR
Textinn skilst fremur illa í söng
Andreu Gylfadóttur í hlutverki Evu
Perón. en hún syngur með
glæsibrag. Egill Ólafsson er
skýrmæltur Perón.
Sigurður
Steindórsson
skrifar
Ekki er annað hægt en
Ijúka lofsorði á sýningu
Pé- leikhópsins á söng-
leiknum Evítu í
íslensku óper-
unni, svo vel er
hún útfærð.
Eins og allir
vita, íjallar
söngleikurinn
um Evu Perón,
forsetafrú í
Argentínu og
dýrling litla
mannsins þar í
landi. Eins kon-
ar yfirskrift
söngleiksins er
tilvitnun í Jorge
Luis Borges,
rithöfund,
landsbókavörð
og prófessor
sem Juan Per-
ón gerði að
hænsnahirði:
Perón var ekki
Perón og Eva
var ekki Eva.
Þau
voru
Sýningin er ótrú-
lega vel fram-
kvœmd tœknilega,
hún er keyró áfram
með hraða og há-
vaða svo sjaldan
verður Idt d fyrr en
rétt undir lokin,
því síðustu 10
mínúturnar eða svo
eru nokkuð lang-
dregnar.
dularfullt,
nafnlaust fólk og við þekkjum
hvorki þeirra réttu ásýnd né
nöfn. En í söngleiknum er fátt
dularfullt við þetta fólk, þau
hófust til valda á öldufaldi
áróðurs og lýðhylli eins og aðrir
fasistar og létu sitthvað gott af
sér leiða, ekki sízt fyrir tilstilli
Evu, en að henni látinni riðlað-
ist stjórn Peróns, hann hrökkl-
aðist úr landi en herforingjar
tóku yfir.
Sýningin er ótrúlega vel
framkvæmd tæknilega, hún er
keyrð áfram með hraða og há-
vaða svo sjaldan verður lát á
fyrr en rétt undir lokin, því síð-
ustu 10 mínúturnar eða svo eru
nokkuð lang-
dregnar. Ljós-
um er beitt af
miklu hugviti,
átta manna
hljómsveit
heldur uppi
rafeindamögn-
uðum glaumi
(og raunar
hljóta sum at-
riðin að vera af
segulböndum),
einsöngvarar
eru sömuleiðis
allir með út-
varpshljóð-
nema svo
Bjöggi, Egill og
Andrea gefa
Kristni Sig-
mundssyni og
Sigrúnu Hjálm-
týsdóttur ekk-
ert eftir í radd-
styrknema síð-
ur sé. Og flest
hinna fjöl-
mörgu hóp- og dansatriða eru
frábærlega vel útfærð. Og
þarna er alveg ljómandi góður
kór, órafmagnaður og ættaður
úr Langholtskirkju.
Að öðrum ólöstuðum slær
mest í gegn Baldur Trausti
Hreinsson, nýútskrifaður leikari
að því er sagt var, fyrir leik,
söng, skýran framburð og
glæsilegt útlit hann er sögu-
maður í söngleiknum. Andrea
Gylfadóttir syngur og leikur Evu
Perón með glæsibrag, en text-
inn er oft torskilinn í munni
hennar. Egill Ólafsson er ágæt-
ur og skýrmæltur Perón og
Björgvin Halldórsson prýðilegur
Magaldi. Vigdís Hrefna Páls-
dóttir söng laglega fyrrum ást-
konu Peróns, en samkvæmt út-
liti hennar hefði það samband
varðað við barnaverndarlög. Og
þarna er fjöldi annarra söngv-
ara og dansara, 40 alls, sem
hver um sig fara með mörg
hlutverk. Þýðinguna gerði Jón-
as Friðrik Guðnason, vel söng-
hæfa en þó með óþarflega
óeðlilegri orðaröð á köflum. Og
andinn sem öllu stýrir og allt
samhæfir í þessa hraðskreiðu
og tæknifylltu sýningu er Andr-
és Sigurvinsson. Allir einstak-
lingar standa sig vel, en þó er
það heildarsvipurinn sem mest
ber af.
En það er eins með þennan
söngleik þeirra Tims Rice og
Andrews Lloyd Webber og með
Perón-hjónin, að í honum er
holur hljómur þetta snertir
mann aldrei. Viðkvæmnin verð-
ur að væmni, ástir og örlög
manna að hávaðasömu hjómi.
Ástæðan er auðvitað sú að frá
höfundanna hendi er þetta
dægurlist, brauð og leikir. Við
því er ekkert að segja, enda er
þetta prýðileg skemmtun sem
margir eiga vonandi eftir að
hafa gaman af.
Sumar-
leikhúsið
á Akureyri
sýnir
Sumarið sem
aldrei kom
Höfundur: Valgarður Stefánsson
og
Sumarferð
með Sólon
Höfundur: Öm Ingi
Sjáið reynda áhuga-
leikara víðsvegar af land-
inu fara á kostum.
Frumsýning föstudaginn
20. júní kl. 20.30
Önnur sýning föstudaginn
20. júní kl. 23.30
(Miðnætursýning).
Þriðja sýning laugardaginn
21. júní kl. 20.30
Fjórða sýning laugardag-
inn 21. júní kl. 23.30
(Miðnætursýning).
Fimmta sýning sunnudag-
inn 22. júní kl. 17
Sýningarstaður: Renni-
verkstæðið við Strandgötu
Leikstjórn: Örn Ingi
Miðasala í Bókval
Miðaverð kr. 1.200,-
Upplýsingar um miðasölu
fást á renniverkstæðinu 2
klst. fyrir sýningu í síma
461 3690.
Athugið: Takmarkaður
fjöldi sýninga
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið
kl. 20.00
FIÐLARINN
Á ÞAKINU
eftir Boch/Stein/Harnick
20. sýn. í kvöld,
fimmtud. 19. júní.
Uppselt.
21. sýn. föstud. 20. júní.
Nokkur sæti laus.
23. sýn. laugard. 21. júní.
Nokkur sæti laus.
23. sýn. föstud. 27. júní.
23. sýn. laugard. 28. júní.
Síðustu sýningar leikársins
Litla sviðið
kl. 20.30
LISTA-
VERKIÐ
eftir Yazmina Reza
Fimmtud. 19. júní.
Uppselt.
Föstud. 20. júní.
Örfá sæti laus.
Laugard. 21. júní.
Nokkur sæti laus.
Fimmtud. 26. júní.
Föstud. 27. júní.
Síðustu sýningar ieikársins
Miðasalan er opin mánudaga og
þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi
til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30
þegar sýningar eru á þeim tíma.
Einnig er tekið á móti
símaþöntunum frá
kl. 10virkadaga.