Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Síða 9
®ctgur-®tmtrm
Fimmtudagur 19. júní 1997 - 21
secja. fólkið
Ekkí „bara sæt“
Claudia Schiffer
fékk löngun til að
gera eitthvað
fleira en hara „að
vera sœt“. Og fékk
hlutverk í bíó-
mynd. Bara nefna
það.
Myndin heitir The
Blackout og var frum-
sýnd á Cannes í síðasta
mánuði. Hefur myndin eflaust
fallið mörgum vel í geð þó ekki
væri nema vegna aðalleikar-
anna sem standa Schiffer ekki
að baki í glæsileika, þau Matt-
hew Modine og Béatrice Dalle.
Þrjú saman mynda þau ástar-
þríhyrning.
Að sögn leikkonunnar sem
var fyrirsæta hófust afskipti
hennar af kvikmyndum á Can-
nes-hátíðinni í fyrra þar sem
hún fékk margfalt meira klapp
og meiri athygli en leikkonur og
leikarar á staðnum. „Þetta var
ekki réttlátt," segir þessi 26 ára
gamla stúlka. „Þá gerði ég mér
grein fyrir að þótt klappið hafl
látið vel í eyrum þá átti ég það
ekki skilið. Strax sama kvöld
sagði ég umboðsmanni mínum
að setja fyrirsætuferilinn minn í
salt á meðan ég færi í bíómynd-
ir.“
Tilboðin streymdu og Claud-
ia, þessi hreinlynda, sápu-
þvegna stúlka, valdi hlutverk
kærustu dópista. „Við komum
saman áður en tökur hófust og
samþykktum að ég myndi ekki
leika með farða. Það hljómar
kannski fáránlega en ég hef
aldrei unnið með andlitið „nak-
ið“.“
Hún fór ekki auðveldustu leiðina til að sanna sig á hvíta tjaldinu. Hún valdi
erfiðan leikstjóra, umdeilanlegan söguþráð og notaði ekki farða!
Claudia segir að fyrirsætustarfið og leiklistin séu ekki svo víðsfjarri hvort öðru og fór því aðeins á stutt leiklistar-
námskeið áður en tökur hófust.
Claudia Schiffer og
Béatrice Dalle
(Betty Blue) unnu
vel saman meðan á
tökum stóð.
Nýju beibin hlaðast upp -
Nú eru að hefjast tökur á áttundu þáttaröð Strandvarða og þótt eðalbeibið frægasta, Pamela Anderson Lee, hafi
afklæðst appelsínuskæra sundbolnum og komin á aðrar vígstöðvar, þá eru nægar til að fylla skarðið og ekki síð-
ur brjóstgóðar stúlkur eins og sjá má. Traci Bingham (önnur frá hægri) hefur að vísu áður sprangað um renni-
sléttar strandirnar en hinar þrjár eru að stíga þar sín fyrstu spor og nefnast, frá vinstri, Kelly Packard, Marliece
Andrada og Angelica Bridges.