Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Qupperneq 4
16 - Laugardagur 28. júní 1997 ^JDagur-Ctxrarat LIFIÐ I LANDINU Stefán Magnússon hreindýrabóndi á Grœnlandi er snjall maður. Hann þarf aðfækka hreindýr- unum sínum og sel- ur nú ferðamönnum œvintýraferðir til að skjóta hreindýr... skjóta en svo er aldeilis ekki. „Hreindýrin endurnýjast hratt og þau eru á 3-400 ferldló- metra svæði. íslensku hreindýr- in eru t.d. miklu mann- vanari en þessi.“ Þetta var ekki fyrsta Grænlandsför Gunnars Óla. Iiann kom þangað fyrst í veiðitúr árið 1994 „og ég segi að þegar maður hefur komið einu sinni til Grænlands að þá er ekki aftur snúið.“ Ilann fór aftur síðasta sumar með unglingahóp frá Akureyri í gönguferð og frétti þá að Stefán var að leita að starfsmanni til að smala og slátra hreindýrum. „Maðurinn átti að vera sprækur að ganga, vanur að umgangast dýr, vanur skytt- eríi og geta far- ið með hesta. Þannig að ég lagði bara inn nafn og síma- númer í ein- hverri ævintýra- þrá,“ sagði Gunnar Óli og þarf ekki langa viðkynningu af honum til að skilja að þarna var komin uppskriftin að draumastarfinu. Mað'urinn er heltekinn af veiðum. Og hann var ráðinn. . .það er sumar þarna eins og ann- ars staðar og við er- um á sömu hreidd- argráðu og Osló. “ Nokkrir tugir þúsunda byssa munu vera í land- inu og má því ætla að markhópur fyrir veiðimennsku í óbyggðaferðum til Grænlands sé allstór. Er það ekki draumur sérhvers frumstæðs karlmanns að fá að reika ábúðarfullur um kletta með altmúlíghnífmn hangandi í beltisstað, skjóta hreindýr, veiða silung, vasast í blóði, éta yfir opnum eldi, skít- ugur og sæll villimaður í 6 daga. „Það er ekkert hlaupið í sjoppu heldur lifað af landsins gæðurn," segir Gunnar Óli Há- konarson minkabani í Aðaldal sem verður leiðsögumaður í vikuveiðiferðum Islendinga til Suður-Grænlands sem heíjast um miðjan júlí. Og þeir eru margir íslensku karlmennirnir sem hafa hringt í Úrval-Útsýn fullir áhuga. En ekki er víst að eiginkonurnar séu jafn áljáðar í að senda karlana eina í sumar- leyfi án íjölskyldunnar (þetta er ekki karlremba - það hafa ein- faldlega engar konur skráð sig í ferðirnar). „Þetta er náttúru- lega ekki alveg þessi vísitölu- fjölskylduferð. Þetta eru hálf- gerðar karlrembuferðir," segir Gunnar Óli. Uppskriftin að draumastarfinu Grænlenska landsstjórnin hefur farið fram á það við Stefán Magnússon hreindýrabónda að hann fækki stofninum um ca. 3000 dýr því þau eru farin að flakka út fyrir sín svæði. Um 1500 dýrum var lógað í fyrra og á Gunnar Óli nokkurn þátt í því þar sem hann, ásamt tveimur vinum sínum, starfaði sem veiðimaður hjá Stefáni um tveggja mánaða skeið síðastlið- ið haust. Þeir sem ekki þekkja til myndu kannski halda að lítið mál væri að smala saman nokk- ur hundruð hreindýrum og Þegar maður fellir sitt fyrsta dýr á Grænlandi þarf hann að taka bita af heitri lifrinni. „Annars nærðu aldrei öðru hreindýri. Þetta er svona svipuð hjátrú og að bíta veiðiuggann af fyrsta laxinum," sagði Gunnar Óli og hló þegar blaðamaður hryllti sig. „Þetta er býsna gott. Það er mjög sterkt villibráðarbragð af hreindýralifrinni." Gunnar Óli byrjaði að veiða í skurðunum í Aðaldal og starfar nú ýmist sem minkabani á íslandi eða hreindýraskytta á Grænlandi. Karlrembuferðir til Grænlands Beinamjölið eykur kynhvöt Það var eínmitt síðastliðið haust sem sú hugmynd kom upp að mark- aðssetja alvöru veiðiferðir í raunverulegum óbyggðum Is- ortoq-fjarðarins þar sem Stefán hefur hrein- dýrastöðina sína og var Gunnar Óli ráð- inn sem leið- sögumaður. „Þetta er allt öðruvísi en að veiða hér þar sem er yfirleitt ekki þverfótað fyrir mönnum sem eru að veiða. Svo er landið bara ein- hvern veginn svo magnað. Mað- ur kemur inni algerar óbyggðir og við erum þrjá klukkutíma að sigla í bæinn til að skreppa í búð. Þú sérð hvergi slóð eða girðingu. Það er ekki að sjá að þarna hafi nokkurn tímann komið maður. Hér snýrðu þér í hring og það eru raflínur á alla vegu. Svo er frekar hægt að treysta á veðrið þar heldur en hór. Menn halda að það sé kalt en það er sumar þarna eins og annars staðar og við erum á sömu breiddargráðu og OsIó.“ Bækistöðvar hvers hóps verður í hreindýrastöðinni en gist er í tjöldum og skálum. Þó verður alltaf að koma kjötinu heim í kæli. Ekki svo að skilja að líklegt þyki að ferðamenn- irnir stráfelli dýrin. „Þetta er óttalega lítið kjötmagn sem svona sportveiðimenn koma með, þeir eru kannski að elta einn stóran tarf yfir daginn. Við myndum veiða meira ef við værum lausir við þá.“ Ferða- mennirnir mega éta eins og þá lystir meðan á ferðalaginu stendur en vegna íslenskra reglna mega þeir ekki koma með nema 3-5 kiló af matvæl- um inní landið. Menn geta því ekki komið heim með birgðir af fágætu og rán- dýru hreindýra- kjöti til blíðka Seld konur sínar. Kjötið sem menn innbyrða ekki í veiðitúrn- um fer þannig til vinnslu í hreindýrastöð- inni hans Stef- áns en hann selur nánast alla sína framleiðslu á Græn- landsmarkað. Hornin eru svo möluð niður og seld til Japan. Þarlendir trúa því að mjölið hressi upp á kynhvötina. Pöbbarölt Ilafi menn áhuga á fleiru en veiðum, eins og t.d. mannlífinu í Grænlandi, er liægt að renna við á heimleiðinni í Qaqortoq þar sem búa um 3800 manns, nægilega margir til að hægt sé að fara þar á pöbbarölt sem Gunnar ðli segir mjög gaman þó að drykkjan á Grænlending- um sé leiðinlega mikil. „Danir færðu þeim ölið og mikið af því. En þeir Grænlendingar sem eru ekki á kafi í brennivíni eru al- gjörir jaxlar. Maður fær ekki betri menn að vinna með.“ Gunnar Óli segir frjálslegra yfirbragð á pöbbamenningunni þar en hér. „Þeir eru ekki að reyna að vera eins amerískir og íslendingar. Svo lenda íslend- ingar þarna í sömu hremming- um og amerísk körfuboltalið eða ítalskir duggarar á pöbba- rölti í Reykjavík," og þykir (ein- hleypum) mönnum það varla neitt verra eftir vel heppnaða veiðiferð! lóa Hornin eru svo möluð niður og til Japan. Þar- lendir trúa því að mjölið hressi upp á kynhvötina.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.