Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 1
LIFIÐ I LANDINU
Blað
Þríðjudagur 2. september 1997 - 80. og 81. árgangur - 163. tölublað
Prinsessan
er dáin
Hún var klár prinsessa en
tók rangar ákvarðanir,“
segja nánir vinir Díönu
af Wales. Sviplegt fráfall Díönu
prinsessu kallar fram sterk við-
brögð hvarvetna um heims-
byggðina. Ekki er rætt um ann-
að á íslandi þar sem tveir eða
fleiri koma saman, á vinnustöð-
um hafa allir eitthvað til mál-
anna að leggja, sendisveinar
segja fréttir úr útvarpi og
erlend blöð ganga á milii.
í íshúsfélaginu á ísa-
flrði er að störfum Árý
Hinriksson, sem hefur þá
fágætu lífsreynslu íslend-
inga að hafa kynnst Dí-
önu, fylgt henni við opin-
bera athöfn og þekkir
mjög vel til náinnar vin-
konu prinsessunnar. Árý
er af tignum ættum á Sri
Lanka og giftist til ís-
lands. Frænka hennar og
vinkona, prinsessa frá
heimalandi Árýar, er nú
búsett í Lundúnum og var
náin vinkona Díönu um
árabil. Þær þrjár fóru t.d.
saman á frumsýningu
„Júragarðsins" í Lundún-
um.
Árý hefur haft góða að-
stöðu til að fylgjast með
Díönu gegnum sameigin-
lega vini: „Mál manna var,
þegar ég var í Bretlandi
fyrir nokkrum vikum, að
Díana hefði átt að fara sér hæg-
ar um þessar rnundir," segir
hún eftir heimildum í breska
hefðarlífinu. Vinir Díönu höfðu
áhyggjur af því að Dodi Al-Fay-
ed væri ekki rétti maðurinn fyr-
ir hana. „Vinkonur hennar
sögðu að hann væri „kvenna-
bósi“, segir Árý og flnnst Díana
hafa farið af sporinu, því móð-
urhlutverkið hafl verið henni
kært og mikilvægt.
Karl prins á sökina
Díana prinsessa valdi sjálf það
líf sem skóp kringumstæðurnar
sem leiddu til slyssins aðfara-
nótt sunnudags, en upphafleg
sökin er hjá Karli prinsi segja
vinir Díönu. „Hefði hann verið
trúr frá upphafl, en ekki haldið
framhjá þessari ungu og feimnu
stúlku sem allt í einu var í
sviðsljósinu, hefði farið öðru-
vísi,“ segir Árý. Vinir prinsess-
unnar eru á einu máli um að
Karl ríkisarfi hafi verið óendan-
lega afbrýðisamur út í hana
vegna þess hve athygli heimsins
beindist að henni. Líf prinsess-
unar ungu hefði orðið öðruvísi
ef hjónabandið hefði verið
ræktað; „það var ekki til í henni
sú hugsun að halda framhjá
manni sínum,“ segir Árý að hafl
verið samdóma álit vina. En
þeir sem stóðu henni nærri
höfðu vissulega áhyggjur af því
lífi sem hún lifði síðustu vikurn-
ar og töldu glaumgosann Dodi
engan veginn heppilegan föru-
naut. Vinkonur Díönu grunuðu
hann um að misnota þörf henn-
ar fyrir athygli, sjálfum sér til
framdráttar.
Díana ætlaði til
íslands
Margháttaðar einkalífsraunir
Díönu á undanförnum árum
leiddu til þess eitt sinn að vinir
hennar undirbjuggu íslands-
ferð. Leynd átti að hvfla
yfir þeirri för, heppilegir
fylgdarmenn voru í um-
ræðu og skjólshús á af-
viknum stöðum voru
rædd; sumarhús í Skorra-
dal svo dæmi sé tekið.
Ekki kom þó til þeirrar
ferðar, en vinkonur Díönu
voru með þessi áform við
hana og hún þessa fýs-
andi; um þær mundir
voru meintar ástir henn-
ar og hestasveins nokk-
urs mjög í umræðu. Nið-
urstaðan varð þó sólar-
strönd þar sem enn
reyndi á samskipti prins-
essunnar og ljósmyndar-
anna sem hundeltu hana
alla tíð - og allt þar til yfir
lauk.
Stjörnuspá
Árý Hinriksson minnist
þess þegar „brúðkaup
aldarinnar" var haldið,
að stjörnuspámaður á Sri
Lanka hafi sagt fyrir um örlög
prinsessunnar. „Ilann spáði
skilnaði, sem þótti mikil
óhæfa,“ segir Árý, „og svo bætti
hann við að hún myndi farast
við „hneykslanlegar aðstæður"
sem vissulega er rétt miðað við
það líf sem flestir sáu fyrir sér á
brúðkaupsdaginn. Líf prinsess-
unnar tók allt aðra og sorglegri
stefnu en flesta óraði fyrir.
Sjá meira um Díönu á bls.
18-19 í Lífinu.
Árý Hinriksson þekkti vel til Díönu og minnist
áforma um að skjóta yfir hana skjólshúsi á íslandi.