Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 11
jDagur-'®tmírat Þriðjudagur 2. september 1997 - 23 UPPAHALDS UTVARPS- OG SJONVARPSEFNIÐ UTVARP • SJONVARP Tónlistin hans Gests Einars Jónassonar er skást af því sem leikið er í útvarpi að mati Arnars Sigurmundssonar. ÁHUGAVERT Sjónvarp kl. 20.30: Tómas Jónsson metsölu- söngvari í fyrra voru liðin þrjátíu ár frá út- gáfu plötunnar The Green Green Grass of Home en hún var fyrsta platan sem velski söngvarinn Tom Jones seldi í meira en mUIjón eintökum. Platan markaði tímamót á söngferli Jones. Áður hafði hann mest sungið hressilega slagara en bailöðumar opnuðu eyru nýrra hlustenda og fyrr en varði var Jones orðinn fastagestur á svið- um glæsihótel- anna í Las Vegas. Nú er hann stór- stjarna á alþjóð- lega vísu, húsfyll- ir hvar sem hann kemur fram og varla má hann bregða sér á svið öðruvísi en að kvenfólk keppist við að sæma hann nærhaldi sínu. í þættinum sem Sjónvarpið sýnir nú er feriil Tom Jones rak- inn frá því í gamla daga þegar hann skemmti fyrir smáaura á verkamannakrám og til dagsins I dag. Arnar FORM. SAMT. FISKVINNSLUSTÖÐVA Taggart svíkur ekki Mínar uppáhalds útvarps- stöðvar eru Rás 1 og 2 auk þess sem ég fer dálítið yflr á Bylgjuna," segir Arnar Sigurmunds- son, formaður Samtaka flskvinnslu- stöðva. Af einstöku efni á ljósvakanum eru það fyrst og fremst fréttir og tengt efni sem höfðar mest til hans. Það á bæði við um útvarp og sjón- varp. Þar fyrir utan hlustar hann töluvert á viðtalsþætti á Rás 1 á morgnana ef hann hefur tök á því. Aftur á móti er hann fremur ódug- Iegur að hlusta á útvarp á kvöldin. Þótt hann telji sig ekki vera mikið fyrir tónlist, þá er Gestur Einar nokkuð vinsæll hjá hon- um. Þá kemur það fyrir að hann horfir á bíómyndir í sjónvarpinu um helgar og þá einna helst spennumyndir. Auk þess er hann veikur fyrir vönduðum framhaldsþátt- um og þá enskum. f því sambandi nefnir hann sérstak- lega þáttinn um Taggart sem að vísu er skoskur þáttur en með bresku handbragði. Hinsvegar er hann á því að sjónvarpsáhorfið hjá sér nái varla meðaltalinu í þeim efnum. FJOLMIÐLARÝNI Horft til fortíðar Rýnir hlustaði í fyrra á forsvarsmann dagskrár- deildar RÚV hafna góðlátlega tillögu hlustanda þjóðarsálar um að endursýna ýmsa vinsæla sjón- varpsþætti fortíðarinnar. Hann sagði að þættir sem föng- uðu hugi fólks fyrir 20 árum ættu ekki erindi lengur. Þar var verið að ræða um Húsbændur og hjú (Upstairs, downstairs) og fleiri slíka. En viti menn! Ekki líða margir mánuðir, og þá drífa menn upp á skjáinn 13 þátta framhaldsseríu um róm- versku keisarafamilíuna, Ég Kládíus. Og enda þótt þarna sé um endurflutning að ræða, virðist serían njóta vinsælda meðal almennings, enda frábærlega vel unnið efni, og stórvel leikið af úrvalsleik- urum frá Bretlandi. Framhaldsþættir nútímans eru vægast sagt lapþunn- ur þrettándi, og ekkert sem nýlega hefur farið á skjáinn af slíku efni stenst samanburð við gömlu framhaldsþætt- ina sem enginn vildi missa af. Er sjónvarpið að kaupa efni á „ódýra markaðnum", eða er ekkert framboð af vel gerðum sjónvarpsþáttum í boði? Maður spyr sig hvort ekki megi kaupa betra efni, enda horfa menn til fortíðar, þegar um er að ræða vand- aða framhaldsþætti. J O N V A R P I Ð 17.20Fótboltakvöld. Endursýndur þáttur frá mánudagskvöldi. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Fréttir. 18.02 Leiðarljós (716). (Guiding Light) Banda- rískur myndaflokkur. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmarsson. 18.45 Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan. 19.00 Barnagull. Bíllinn Burri (8:13) (Brum II) Þýöandi: Greta Sverrisdóttir. Lesari: Elfa Björk Ellertsdóttir. Endursýning. Músa- skytturnar þrjár (9:12) (The Three Mou- seketeers) Teiknimyndaflokkur. Þýðandi: Ingólfur Kristjánsson. Leikraddir: Magnús Jónsson og Margrét Vilhjálmsdóttir. 19.20 Úr ríki náttúrunnar. Plönturnar (Eyewit- ness II: Plant) Breskur fræðslumynda- flokkur. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeins- son. 19.50 Veður. 20.00 Fréttir. 20.30 Tom Jones. (Green, Green Grass of Home) Þáttur um söngvarann og hjartaknúsarann Tom Jones í tilefni þess aö árið 1996 voru liðin þrjátíu ár síöan metsöluplata hans, Green, Green Grass of Home kom út. 21.00 Derrick (3:12). Þýskur sakamálamynda- flokkur um Derrick, fulltrúa í morðdeild lögreglunnar í Munchen. Aöalhlutverk leik- ur Horst Tappert. Þýðandi: Kristrún Þórðar- dóttir. 22.00 Ég, Kládíus (11:13). Breskur myndaflokk- ur byggöur á skáldsögum eftir Robert Gra- ves um keisaraætt Rómaveldis. Leikstjóri er Herbert Wise og í helstu hlutverkum eru Derek Jacobi, Sian Phillips, Brian Blessed, Margaret Tyzak og John Hurt. Þýöandi: Dóra Hafsteinsdóttir. Áður sýnt 1979. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. STOÐ 2 09.00 Línurnar í lag. 09.15 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Dr. Quinn (20:25) (e). 13.50 Morðgáta (19:22) (e) Wrote). 14.35 Sjónvarpsmarkaðurinn. 15.00 Ellen (25:25) (e). 15.30 Handlaginn heimilisfaðir (Home Improvement). 16.00 Spegill, spegill. 16.25 Sögur úr Andabæ. 16.50 LTsa í Undralandi. 17.15 Glæstar vonir. 17.40 Linurnar í iag. 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 19.00 19 20. 20.00 Mótorsport. 20.35 Handlaginn heimilisfaðir (17:26) (Home Improvement). 21.05 Matglaði spæjarinn (10:10) (Pie in the (Murder She Sky). 22.00 Borgarbragur (7:22) (Boston Common). 22.30 Kvöldfréttir. 22.45 Tónlistarhátíðin á Wight-eyju (Isle Of (16:26) (e) Wight). Upptökurfrá þessari merku tónlist- arhátíð sem haldin var sumarið 1970 und- an ströndum Englands á eyjunni Wight. Meöal þeirra sem fram komu voru Jim Morrison úr Doors, Jimi Hendrix (síðasta skiptið sem þeir tveir komu fram á tónleik- um), The Who, Miles Davis, Joni Mitchell, Donovan og Jethro Tull. 00.50 Dagskrárlok. S Y N 17.00 Spítalalíf (21:25) (e). (MASH 6) 17.30 Taumlaus tónlist. 18.30 Ensku mörkin. 19.00 Ofurhugar (33:52). 19.30 Ruðningur (35:52). 20.00 Dýrlingurinn (5:114). 21.00 Á besta aldri. (Used People) Pearl Berm- an á um að sárt að binda. Eiginmaður hennar lést fyrir nokkrum dögum og nú er fjölskyldan komin saman til að vera viö útför hans. En viö erfidrykkjuna gerist nokkuö undarlegt. Einn gestanna, Joe Meledandri, fer á fjörurnar við ekkjuna sem viröist láta sér þaö vel líka. Dætrum hennar bregður mjög í brún og nú sjá þær sjálfa sig og móður sína í algjörlega nýju Ijósi. Leikstjóri er Beeban Kidron en í helstu hlutverkum eru Shirley MacLaine, Jessica Tandy, Marcello Mastroianni og Kathy Bates. 1992. 22.50 Enski boltinn. 23.50 Sérdeildin (13:13) (e). (The Sweeney) Breskur spennumyndaflokkur. 00.40 Spítalalif (21:25) (e). (MASH 6) 01.05 Dagskrárlok. © Rl KISUT VARPIÐ 9.03 Laufskállnn. 16.05 Franz Schubert 200 ára. 9.38 Segðu mér sögu. 17.00 Fréttir. 9.50 Morgunleikfimi 17.03 Víðsjá. 10.00 Fréttir. 18.00 Fréttir - Reykjavíkurpæling 10.03 Veðurfregnlr. Stjórnmálaskýring. 10.17 Árdegistónar. 18.30 Leslð fyrir þjóöina: Góöi dátinn Svejk.. 11.00 Fréttlr. 18.45 Ljóð dagsins endurflutt frá morgni. 11.03 Byggðalínan. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 19.00 Kvöldfréttlr. 12.01 Daglegt mál. (e) 19.30 Auglýslngar og veðurfregnlr. 12.20 Hádegisfréttir. 19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt. 12.45 Veöurfregnir. 20.00 Þú, dýra list. 12.50 Auöllnd. 21.00 Úr sagnaskjóöunnl. 12.57 Dánarfregnlr og auglýsingar. 21.20 Á kvóldvókunni. 13.05 Hádegisleikrit Útvarpsleikhússins. 21.30 Sagnaslóð. 14.00 Fréttir. 22.00 Fréttlr. 14.03 Útvarpssagan, Huldlr harmar 22.10 Veðurfregnir. 14.30 Miðdeglstónar. 22.15 Orð kvöldslns: 15.00 Fréttlr. 22.30 Kvðldsagan, Mlnningar elds 15.03 Flmmtíu minútur. 23.00 Stórsýnlngar á meglnlandinu. 15.53 16.00 Dagbðk. Fréttir. 24.00 Fréttir. ,98-9 BYLGJAN A S 2 6.00 9.05 12.00 12.10 13.00 13.10 16.00 18.03 18.30 19.00 20.00 24.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. King Kong. Hádegisfréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Gullmolar Bylgjunnar í hádeginu. íþróttafréttir. Gulli Helga hress að vanda. Þjóðbrautin. Fréttir kl. 17.00 og 18.00. Viðskiptavaktin. Gullmolar. 19 20. Samtengdar fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Kristófer Helgason spilar góða tónlist, happastiginn og fleira. Netfang: kristofer@ibc.is Næturdagskrá Bylgjunnar. Að lokinni dagskrá Stöðvar 2 samtengjast rásir Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 9.03 Lísuhóll. 10.00 Fréttir. Lísuhóll heldur áfram. 11.00 Fréttir. Lísuhóll heldur áfram. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Hvítirmáfar. 14.00 Fréttir. 14.03 Lögin við vinnuna og tónlistarfréttir í 15.00 Fréttir. Brot úr degi heldur áfram. 16.00 Fréttir. 16.05 Dagskrá: 17.00 Fréttir. 18.00 Fréttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Milli steins og sleggju. 20.00 Knattspyrnurásin. 22.00 Fréttir. 22.10 Kvöldtónar. 24.00 Fréttir. 00.10 Ljúfir næturtónar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.