Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 12
en í seinni hálfleik. Sigurvin Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson og Kristinn Hafliðason fengu allir góð marktækifæri en varnarmúr Keflvíkinga var sterkur og lokatölur að loknum 90 mínútum var 0-0. í framlengingu fóru leikmenn liðanna að þreytast og greinilega dómari leiksins einnig. Sæmundur Vfglundsson, annars ágætur dómari leiksins, missti tökin á að Ingi Sigurðsson hafði lent í samstuði við markvörð Keflvíkinga. Eyjamenn vildi svo sjá Sæmund lyfta öðru gulu spjaldi þegar Gestur Gylfason braut illa á Sigurvin Ólafssyni um miðja seinni framlengingu. Gestur slapp með skrekkinn í þetta sinn og þakkaði pent fyrir sig með því að jafna metin á síðustu sekúndu leiksins. Lokatölur urðu því 1-1 og Keflvíkingar fögnuðu sem Pað vantaði ekki dramatíkina á Laugardalsvelli þar sem Keflvíkingar börðust gegn Eyjamönnum um Coca-Cola bikarinn. Flestir áttu von á sigri ÍBV í leiknum en greinilegt var strax á upphafsmínútum leiksins að Keflvíkingar ætluðu ekkert að gefa eftir. Hin eldsnöggi Haukur Ingi Guðnason stakk varnarmann ÍBV af á 2. mínútu og komst einn innfyrir en hitti boltann illa og skotið fór framhjá. Leikurinn róaðist í framhaldi af þessu og ÍBV náði tökum á miðjunni en náðu ekki að skapa sér hættuleg marktækifæri fyrr leiknum í framlengingu og bæði lið fóru ósátt af velli eftir dóma hans. Keflvíkingar fengu að þeirra mati ólöglegt mark á sig þegar Leifur Geir skoraði eftir sigurvegarar. Það er að vísu ekki raunin því liðin munu eigast við að nýju þann 24. september á Laugardalsvelli. Nú er lokið starfsemi íþrótta- miðstöðvar íslands á Laugar- vatni þetta sumarið. Fjöl- margir hafa heimsótt íþrótta- miðstöðina til lengri og skemmri dvalar. Mikil íjölgun var á þátttakendum í Litla íþróttaskólanum og í dagsferðir. Umtalsverð aukning varð á heildar ljölda gesta milli ára. Engin Héraðssambönd nýttu sér þó starfsemi íþróttamið- stöðvarinnar og aðeins tvö ungmennafélög. Óskandi er að undirtektir verði betri næsta sumar. Hægt verður að bóka í vetur pláss fyrir næsta sumar hjá Frey í síma 581-1136. Fara Blikar upp? Breiðabliksmenn hleyptu mikilli spennu í 1. deildina í knattspyrnu um síðustu helgi þegar liðið sigraði ÍR 1-5. Þessi lið hafa í sumar barist um 2. sætið í deildinni en nú þegar þrjár umferðir eru eftir hafa Blikar tveggja stiga forskot á ÍR-inga. KS og Tindastóll upp í 2. deild? Knattspyrnulið KS og Tindastóls eru komin með annan fótinn í 2. deild. Úrslitakeppni 3. deildar stendur nú sem hæst og eru fyrri leikjum undan- úrslita lokið. KS sigraði Ármann örugglega 6-0 á heimavelli og Tindastóll sigraði Aftureldingu 2-0 á útivelli. Gengur vel hjá Óla Á meðan Keflvíkingar standa í ströngu hér heima gengur allt í haginn hjá fyrrum markverði liðsins, Ólafi Gottskálkssyni. Óli gekk til liðs við Hibernian fyrir skömmu og vann sér strax fast sæti í aðalliðinu. í dag er Hibernian á toppi skosku deildarinnar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.