Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 6
18 - Þriðjudagur 2. september 1997 |Dagur-'3Itttmm KONGALIFIÐ I LANDINU Díana er dáin / Ijósi hörmulegra at- burða jjallar BÚBBA um Díönu prinsessu af Wales. Fyrr á árinu voru 79 samkvæmiskjólar í eigu Díönu boðnir upp og ágóðanum var varið til góðgerðarmála. í tilefni af uppboðinu voru teknar myndir af Díönu í nokkrum kjólanna og birtust þær í bandaríska tímaritinu Vanity Fair. Þóttu þær sýna að Díana hefði fundið hamingjuna og réttan takt í iífi sínu eftir skilnaðinn við Karl ríkisarfa. Við tíðindin af fráfalli Dí- önu prinsessu af Wales var mér afar brugðið og fannst fregnirnar heldur ótrú- legar. Ég hefði átt von á flestu öðru en að vera kölluð úr sum- arleyfí mínu til þess að skrifa grein í tilefni af slíkum sorgar- tíðindum. Hvernig má það vera að óvenjuleg saga þessarar sér- stöku konu endar með þessum hætti? Eins og svo margir aðrir hef ég fylgst með Díönu frá því að hún giftist nítján ára gömul inn í bresku konungsfjö 1 skyId u na og varð þar með verðandi drottning Breta. Að þessu leyti er ég ekkert öðruvísi en millj- ónir manna um allan heim sem hafa verið snortnir af þessari konu og sögu hennar. En hvað gerði Díönu Frances Spencer svo sérstaka? Hvers vegna vakti hún samkennd svo margra á öllum aldri og af öllum þjóðern- um og trúarbrögðum? Mikilvægt veganesti Þegar Díana kom fyrst fram á sjónarsviðið sem unnusta ríkis- arfans var hún afar feimin og óframfærin. Þrátt fyrir göfugt ætterni hennar og háa þjóðfé- lagsstöðu var lafði Díana Spencer einlæg og viðkvæm ní- tján ára stúlka sem hafði upp- lifað mikinn sársauka og von- brigði. Hún tók skilnað foreldra sinna þegar hún var sex ára ákaflega nærri sér og setti hann spor á hana nánast allt hennar líf. Hún ólst upp hjá föður sín- um sem innrætti henni það við- horf að koma fram við alla sem jafningja. Það veganesti átti eft- ir að reynast henni vel í þeirri óvenjulegu ferð sem lífshlaup hennar varð. í sjónvarpsviðtali í tilefni af trúlofun hennar var hún spurð að því hvort hún teldi ekki að hún væri að færast mikið í fang með því að giftast ríkisarfanum og verða með tímanum drottn- ing Breta. Hún svaraði því til að með Karl sér við hlið hlyti allt að ganga vel. Bjartsýn og von- glöð gerðist hún eiginkona Karls bretaprins og ekki leið á löngu þar til þau eignuðust sitt fyrsta barn, Vilhjálm prins, og tveimur áður síðar Harry prins. Vonbrigði hjóna- bandsins Fyrstu árin í hjúskapnum var það henni þraut að koma fram opinberlega. Fljótlega fann hún að Karl eiginmaður hennar var henni ekki sú stoð og það skjól sem hún þarfnaðist í hinu nýja hlutverki. Díana fann að hún þurfti að treysta á sinn eigin styrk og þautseigju svo hún mætti rísa undir þeim nýju skyldum sem Hún þótti afar glœsileg ogfatnað- ur hennar og hár- greiðsla vakti tísku- öldur um allan heim. hún hafði tekist á herðar. Sam- viskusemi og hjartahlýja henn- ar, einkum í garð þeirra sem minna máttu sín, varð til þess að henni óx ásmegin með hverju verkefni sem henni var fengið. Hún byrgði ekki tilfinn- ingar sínar heldur deildi þeim með samferðarmönnum sínum, ekki síst þegar erfíðleikar hennar sjálfrar reyndu hvað mest á hana í einkalífinu. Að þessu leyti er sá áhugi sem konur hafa sýnt Díönu í gegn- um árin skiljanlegur. í rauninni hefur Dfana með afstöðu sinni og viljastyrk, undir þeim sér- stöku kringumstæðum sem hún hefur búið við, verið konum um allan heim mikilvægari fyrir- mynd en ætla hefði mátt er hún kom fyrst fram á sjónarsviðið Móðurhlutverkið mikilvægast Díana reyndi að búa syni sína undir hið óvenjulega líf sem beið þeirra með það að leiðar- ljósi sem faðir hennar kenndi henni. Að koma fram við alla sem jafningja. Hún tók syni sína með sér í skemmtigarða og á veitingastaði og sá til þess að þeir stæðu í biðröð og borguðu fyrir sig eins og allir aðrir. Áður fyrr hefði það verið óhugsandi að væntanlegur ríkisarfi Breta fengi að reyna slíkt. Díana var hlý og ástrík móðir sem reyndi að kenna sonum sínum tillit- semi og virðingu fyrir tilfinning- um og aðstæðum annarra. Hvarvetna sem Díana kom vakti hún athygli. Ilún þótti af- ar glæsileg, fatnaður hennar og hárgreiðsla vakti tískuöldur um allan heim. Hún þótti sérstak- lega alúðleg við alla sem hún hitti og hikaði ekki við að snerta þá sem hún talaði við, faðma börn og sjúklinga og yfirleitt alla þá sem þurftu á hughreystingu og huggun að halda. Slik framkoma þótti áður fyrr óhugsandi hjá meðlimi konungsijölskyldunnar. - Kon- ungleg framkoma hafði áður einkennst af ijarlægð og yfir- vegun. Aldrei tilfinningasemi. Auðvitað sætti Díana oft harðri gagnrýni. Hún hafi verið eyðslusöm og athyglissjúk og hafi miskunnarlaust spilað á ijölmiðla í eigin þágu. Það er misskilningur að hún hafi haft her manns á sínum vegum við það að koma sér í blöðin. lfún hafði í gegnum árin náð þvílík- um tökum á ijölmiðlaheiminum að hún þurfti ekki á slíku að halda. Hún vissi sjálf upp á hár hvernig hún vildi koma fram og hvar til þess að beina sjónum heimsins að þeim málefnum sem hún hafði tekið að sér að styðja. Þeir sem þekkja til segja að henni hafi í raun aldrei fallið það að vera miðpunktur athygi- innar og að hún hafi aldrei sóst eftir athygli athyglinnar vegna. Málefnin skiptu hana meira máli. Það má samt ekki gleyma því að Di'ana og Karl háðu sitt persónulega stríð að miklu leyti í ijölmiðlunum. Þar sem þau börðust um hylli almennings. - Þar hafði Díana ótvírætt vinn- inginn. Mikilvægt framlag til mannúðarmála Díana fann að hún hafði hlut- verki að gegna og hún fann til ábyrgðar þess vegna. Hún vissi sem var að hún gat nýtt þá at- hygli sem ijölmiðlar sýndu henni í þágu góðs málstaðar. Hún vann ötullega að góðgerð- armálum, og varð forseti og verndari ijölmargra góðgerðar- samtaka. Þegar litið er yfir mikilvægt framlag Díönu prinsessu af Wales til mannúðarmála, eru nokkur málefni sem standa upp úr. - Díana breytti öðrum frem- ur viðhorfi heimsbyggðarinnar til alnæmis. Á þeim tímum þeg- ar fordómar gagnvart alnæmi- sjúkum buðu fólki að forðast allt samneyti við þá, heimsótti Díana prinsessa sjúkrahús í London og hélt lengi í hönd al- næmissjúklings. Myndir frá slíkum heimsóknum stuðluðu að því að eyða fordómum í garð eyðnisjúklinga. Sama gerði hún gagnvart holdsveikisjúklingum. Þá beitti Díana sér ötullega að því að auka skilning á mikil- vægi krabbameinsrannsókna og síðustu mánuðina vann hún að því að bann verði lagt á notkun jarðsprengna. Margir velta því fyrir sér hvaða áhrif skyndilegt fráfall Díönu kemur til með að hafa á framtíð bresku konungsljöl- skyldunnar og jafnvel mögu- leika Karls ríkisarfa á að kvæn- ast ástkonu sinni, Camillu Par- ker Bowles. Á þessum vettvangi bíða slíkar vangaveltur betri tíma.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.