Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 4
16- Þriðjudagur 2. september 1997 |Dagur-®£mtmi UMBUÐALAUST Dauði prinsessu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Fyrir nokkrum árum var prinsessa ein í Saudi-Ara- bíu fundin sek um hórdóm og grýtt til bana. BBC gerði um málið fræga mynd sem fór víða um lönd og vakti hvarvetna óhug og hneykslun á villimann- legu framferði heiðingjanna í Barbaríinu. Nú er komið á daginn hvern- ig farið er að því í siðmenntuð- um löndum að drepa prinsessur sem drýgja hór (á nútíma máli: skilja við prinsinn og fara að halda við auðugan araba). Ein- hvers konar refaveiðar að hætti ensku yfirstéttarinnar heijast: dýrið er hrakið af óðum hund- um fyrir björg. * Díana prinsessa var ljósmynduð í hel. Loksins hefur nútíma fjöl- miðlum tekist að ganga af manneskju dauðri með full- komnu skeytingarleysi sínu um einkalíf viðkomandi og óseðj- andi fréttafrekju. Díana prins- essa er ekki bara frægasta bráð papparassanna; hún er píslar- vottur sem fórnað var á altari markaðsaflanna. Þeim var sleppt út úr búrinu og öllum sigað beint á þessa feimnislegu stúlku sem var heldur geðsleg að sjá þó hún væri af ensku yfirstéttinni og fyrir vikið talin eitt af undrum veraldar. Sam- keppnin var ekki frekar en fyrri daginn í nokkrum tengslum við eftirspurn hins almenna borg- ara og orðin sjálfstætt eyðing- arafl - ekki benda á mig, sögðu papparassarniri og voru ekki lengur ópersónulegur mývargur heldur einstaklingar og ijöl- skyldumenn: ég bara vinn við þetta, blöðin eru tilbúin að borga svo mikið fyrir þetta - og svo hin klassíska afsökun allra lítilmenna: ef ég hefði ekki gert þetta hefði bara einhver annar orðið til þess. Kaldhæðnin var vitaskuld þessi: sagan sem papparassa- gerið í kringum hana var á höttunum eftir var ekki endi- lega sú að ná myndum af ar- abanum að sleikja á henni tærnar, heldur miklu fremur sú sem höfðar sterkt til okkar allra og vekur kenndir okkar: ofsótta prinsessan hrekst með sólgler- augun um flugvelli, grátbænir um frið, biður um að fá að hætta leiknum og lifa tilveru sinni í lífi sínu en ekki lífl íjöi- miðlanna. En fær það ekki. Því hún seldi sál sína fjandanum sem veifar hinni klassísku af- sökun allra lítilmenna í blaða- mannastétt: Hún var opinber persóna og sté sjálf inn í sviðs- ljósið. # Og það gerði hún. Nútíma fjöl- miðlun drap Díönu prinsessu, en gaf henni jafnframt h'f. í líf- fræðinni er slíkt samlífi kallað symbíósa, þar sem næring streymir á milli tveggja lífvera. Hún gaf þeim undir fótinn, daðraði við myndavélarnar, beitti fyrir sig slúðurblöðunum í hjónastríðinu og reyndi að hafa stjórn á þeim. En við lifum í guðlausu samkeppnisþjóðfélagi. Óheftri samkeppni fylgir alltaf afsiðun. />£/R ERCJ F//&Y/R /7£> A7BRMTJ/? G/9ML* FÓUOÐ / BöGGJ'~ Það var eins og Díana prins- essa hefði reynt að temja hý- enu. # Hér á landi sýnir fræga fólkið ijölmiðlunum ágengni. Og opin- berar persónur svokallaðar hafa löngum notið friðhelgi - ráðherrar og þingmenn hafa getað verið delerandi upp um alla veggi óáreittir; iðulega hafa felmtraðir ijölmiðlamenn átt full í fangi með að bægja mfkró- fónum frá peðfullum ráða- mönnum. Hingað til hefur fólk þurft sjálft að hafa fyrir því að fjölmiðlar sýndu sér ágengni sem hefur einskorðast við ljós- myndir með hinum óhjákvæmi- lega myndatexta: Hér hefur eitthvað skemmtilegt borið á góma hjá þeim Ingvari og Har- aldi. Haldið hefur verið fast í þá reglu að láta fólk að mestu í friði nema þegar því verður á í opinberu starfi. Þannig er eðli- legt, svo nýlegt dæmi sé tekið, að sagt sé frá íjármálum ríkis- saksóknara, þar tengjast einka- hagir viðkomandi óhjákvæmi- lega starfi hans. Þakkarverðast er þó að ís- lendingar skuli ekki hafa komið sér upp kóngafólki, tignarper- sónum sem eru frægar fyrir að vera frægar. Hið skringilega forsetaembætti okkar hefur hingað til verið mannað af fólki sem hefur kunnað að búa til einhvers konar þjóðþrifastarf úr því. # Roland Barthes hafði rétt fyrir sér þegar hann koma auga á tengsl Ijósmyndarinnar og dauðans. Þegar smellt er af þá er augnablikið fryst, rétt eins og í dauða - broti er kippt úr h'fi þx'nu: þú ert tekinn af lífi. Há- speki Barthes hefur nú allt x' einu fengið nýtt inntak. Díana prinsessa var ljósmynduð í hel. Fuglar og fiskar á er Kvennalistinn endanlega að splundr- ast í frumeindir sínar. Á fundi í samráðshópi list- ans nú um helgina var ákveðið að Kvennalistinn gengi ekki formlega til sam- starfs A- flokkanna um sam- starf og samein- ingu, enda væri Kvenna- Ustinn ekki afl sem skilgreindi sig til hægri eða vinstri. Hins vegar fólst í samþykkt helgarinn- ar að kon- ur í kvennalistanum gætu sem einstaklingar skilgreint sig til hægri eða vinstri. Þar af leiðandi gætu þær konur sem skilgreindu sig til vinstri tekið þátt í undirbún- ingi undir sameiningu jafn- aðarmanna. Eðli málsins samkvæmt gætu þá þær kvennalistakonur sem telja sig miðjukonur eða frjáls- lyndar og hægrikonur að- stoðað Hannes Hólmstein Gissurarson við að sameina Sjálfstæðisflokk og Fram- sóknarflokk. Kvennalistinn og kvennalistakonur Þannig stefnir í að á meðan Kvennalistinn sem stjórn- málahreyfing stendur utan og ofan við megin þunga stjórnmálabaráttunnar milli hægri og vinstri þá verði kvennalistakonur allar á kafi í þessari hægri og vinstri pólitík. Og samkvæmt samþykkt Kvennalistans um helgina að aðeins kvenna- lista- konur geti verið til hægri eða vinstri, en ekki Kvenna- listinn sem slík- ur, er ljóst að Reykja- víkurlist- inn er kominn í talsvert uppnám. Kvenna- listinn getur af þessum sökum ekki með sama hætti og hinir flokkarnir átt aðild að R- listanum. Reykjavíkurlistinn Einungis kvennalistakonur geta átt aðild að R-listanum og í raun er ekkert sem mælir gegn því að frjáls- lyndar og hægrikonur styðji frekar D-listann þegar þar að kemur. Þannig er ljóst að Kvennalistinn hefur splundrast upp í frumeindir sínar og klofnað í andstæðar íylkingar hægri og vinstri kvenna. Yfirlýsing helgar- innar um að Kvennalistinn sé hvorki til hægri né vinstri er því fyrst og fremst hvorki fugl né fiskur. Garri.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.