Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 5
3Dagur-©mmm Þriðjudagur 2. september 1997 -17 MENNING OG LISTIR Kyöld á reykvískum bar Gunnar Stefánsson skrifar Leikfélag Reykjavíkur: HIÐ LJÚFA LIF eftir Benóný Ægis- son. Tónlist eftir Jón Olafsson og Kristján Kristjánsson. Leik- stjóri: Þórarinn Eyijörð. Tónlistarstjórn: Höfundar tón- listar. Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórs- son. Frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins 29. ágúst. Þetta er nokkuð sérkenni- legt verk, - músíkal með grafalvarlegri mannlífs- mynd. Menn eru vanari því að söngleikir sóu „léttir og skemmtilegir" eins og það heit- ir, íþættir góðum skammti af til- finningasemi, en Hið ljúfa líf er ekki þannig: með þessu verki er lagt út á nýja braut í íslenskri söngleikjasmíð. Lögin eru að vísu skemmtileg og mikil prýði að þeim. í textanum eru líka ýmsir bjórar og hann þolir vel að vera lesinn, en leikfélagið heldur uppteknum hætti, góðu heilli, og gefur textann út í skránni. Þetta mun vera stærsta leikstjórnarverkefni Þórarins Eyijörð til þessa og er hér tjaldað til bestu kröftum leikhússins. En það verður að segjast að meðferð höfundarins á því efni sem hann hefur valið sér er klisjuborin og ófullnægj- andi og ekki von að tækist að berja í þá bresti í sýningunni. Eftir er að sjá hvernig leikhús- gestum fellur sá beiski kokkteill sem blandaður er á Stóra svið- inu. Á barnum „Þetta var bara venjulegt kvöld/vikulok á reykvískum bar.“ - Á þá leið syngur þjónnin Geddi í lokasöngum. Ljótt ef satt væri. Hér gerast atburðir sem vonandi eru fátíðir á slík- um stöðum. Hins vegar ber sitt- hvað kunnuglegt við á barnum. Leikurinn gerist sem sagt á skemmtistaðnum Nátthrafnin- um sem er í megnri niðurníðslu en hefur einhvern tíma verið góður. Eigandi skemmtistaðar- ins er Ólöf, svarkur mikill, óvönd að meðulum og í skjóli hennar þrífst dópneysla og glæpastarfsemi. Starfsfólkið er Geddi, þjónn sem er hommi, - eru slíkir annars ekki orðnir ómissandi í leikritum? Geddi sér í gegnum allt svínaríið eg skakkar leikinn ef gestir verða uppivöðslusamir. Síðan er Veiga Björg, kokkur og kjallaravörð- ur, roskin kona sem talar í orðskviðum, og Lolla þjónusta, ung stúlka fátæk og vanþroskuð og á barn sem henni er um megn að annast. Leikarar í Hinu Ijúfa lífi standa sig flestir vel að mati Gunnars Stefánssonar er týpurnar eru slitnar Eyvindur og Halla Barn sitt hefur Lolla átt með Skömbó en hann heitir víst Skammkell og er ekki síður ólánskráka en nafni hans úr Njálu, titlaður „smákrimmi og bísi“ í leikskrá. Fylgikona hans er Harpa Dís, systir Lollu, álíka gepill. Þarna er líka í gestahópi Gógó, „miðaldra meðferðar- dæmi“, þ. e. fyllibytta, og inn rekst Jökull, piltur „utan af landi“, vitanlega nokkuð hjá- rænuiegur sem slíkri „mann- gerð“ heyrir til og áhugamaður um peningaspil, að vísu mis- heppinn svo ekki er eins feitan gölt að flá fyrir krimmana og í fyrstu virðist. Enn er að nefna sjómanninn Eyvind sem talar groddalega eins og sjóarar gera, honum er laus höndin og vegna misskilinnar afbrýðisemi slær hann einn hljómsveitar- manninn í rot; síðan þylur hann Einar Benediktsson fuil- ur. Já, þarna eru auðvitað hljómsveitarmenn; fyrir þeim fer Svenni píanóleikari og segir krumfengnar sögur af hljóm- leikaferðum. Ótalin er kona Eyvindar sem að sjálfsögðu heitir Halla, og síðan tvö pör sem leikin eru af sömu leikur- um, Birni Inga Hilmarssyni og Jóhönnu Jónas. Gædd lífi nötur- leikans Pálína Jónasdóttir var athyglis- verð sem Harpa Dís, ung leik- kona sem vert er að taka eftir. Jóhann G. Jóhannsson var skemmtilegur Jökull, sá ungi leikari hefur góðan kómískan sans, það sá ég í Hár og hitt. Björn Ingi Hilmarsson og Jó- hanna Jónas voru léttvíg í sín- um hlutverkum sem lögreglu- menn og túristar. Ari Matthías- son skilaði sínu klisjuhlutverki eins og til stóð, en Guðlaug El- ísabet Ólafsdóttir er býsna góð Halla að látbragði til. Valgeir Skagljörð er hinn útbrunni pí- anóleikari, en sýnir ekki á sér nýja hlið, og skal þá ekki nafna- listi lengdur frekar. Sviðsmyndin ber vott um út- sjónarsemi og gott auga leik- stjóra og leikmyndasmiðs til að nýta þetta breiða og erfiða svið. Sýningin er þannig unnin af metnaði af hálfu leikhússins. Áhrif verksins eru hins vegar blendin vegna bresta í úr- vinnslu höfundar úr efniviðn- um. En þær aðfinnslur skipta að endingu minna máli en hitt, að sýningin er gædd einhverju því frumstæða lífi í nöturleikan- um að hún er ekki líkleg til að hverfa úr huga áhorfandans í bráð. Slitnar týpur Annars vegar eru það rann- sóknarlögreglumennirnir Garp- ur og Yrsa Björg sem eru þarna að reyna að finna dópista og hins vegar Indriði og Sigríður, túristar í slömminu sem rekast þarna inn. Hvor tveggja þessi pör eru heldur ósennileg í öllu æði sínu. Eins og sjá má er þetta ijöl- skrúðugt per- sónusafn en full- mikið um slitnar týpur. Karakter- arnir eru mis- góðir frá höf- undarins hendi og að sönnu með ýmsu móti hversu leikend- unum tekst að gera þá lifandi. Sumum tekst raunar ágæt- lega. Ég nefni sér í lagi þrjá leikendur: Egg- ert Þorleifsson sem sýndi ágæt- an leik í þjónin- um Gedda, og fallega söng hann tregaljóðið yfir vini sín- um. Margréti Helgu Jóhanns- dóttur sem hafði afbragðstækni í hlutverki ofdrykkjukonunnar Gógó og Rósu Guðnýju Þórs- dóttur sem tók Ólöfu föstum tökum og gerði persónuna verulega ógeðfellda. - Það er varla á færi Sóleyjar Elíasdóttur að vinna á fullnægjandi hátt úr Lollu því að umkomuleysi þess- arar ógæfu- sömu stúlku er ekki nógu vel útfært af höf- undinum, en hún syngur sinn lokasöng fallega. Enn veikari er Veiga Björg Soffíu Jakobsdóttur, hún lyftir sér aldrei upp úr frösum sínum og viðbrögð hennar í lokin allsendis frá- leit. Ellert Ingi- mundarson getur ekki sýnt ólánsferil Skömbó nægi- lega, en hann kemur einnig við sögu í hin- um hráslagalegu leikslokum sem alls ekki voru nógu vel unnin af hendi höfundar og urðu miklu slappari en til stóð. Áhrif verksins eru hlendin vegna hresta í úrvinnslu höfundar úr efni- viðnum. En þcer aðfinnslur skipta minna máli en hitt, að sýningin er ekki líkleg til að hverfa úr huga áhorfandans í hráð.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.