Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 3
:Tv.....nrr
^)agur-®trntrat
A»»,
LIFIÐ I LANDINU
f'Pxt »' _ .1 . .. . v... ... O I */• -» v »»
Þriðjudagur 2. september 1997 - 75
Mona Poulsen og Inger-Marie Olsen sem eru verkefnisstjórar „Kystsamfunnprosjek ted.
Mynd: Brink
VUjiun við byggð á landinu öllu?
Það þarf að fá börn
í sjávarplássum til
að trúa á sjálf sig
og að það sé góðra
gjalda vert að
vinna að uppbygg-
ingu sinna, oft
strjálbýlu, heima-
byggða.
Fólk flýr úr smábyggðum,
sérstaklega unga fólkið og
konurnar. Hvað er hægt
að gera? í Noregi hefur
viðspyrna gegn þessari þróun
tekist vel og á eftir að skila enn
betri árangri ef allt gengur eft-
ir.
í íjögur ár hefur tilrauna-
verkefnið „Kystsamfunnprosj-
ekted“ sem fer fram í Troms-
fylki átt sér stað en í því er
unnið að því að ungdómurinn
skilji sig ekki frá heimabyggð
sinni, að fólk skynji mikilvægi
íiskvinnslu og að heimilum í
strandarsamfélaginu hætti að
fækka.
Þær Inger-Marie Olsen og
Mona Poulsen sem vinna að
verkefninu í Noregi hafa síð-
ustu daga kynnt hugmyndina
fyrir íslendingum og eins fengið
nýjar hugmyndir. Þær voru m.a.
stórhrifnar af sjávarútvegs-
deildum sem framhaldsskólar
hér eru nú farnir að bjóða upp
á.
Það er fínt að búa í
sjávarplássi
Byggðapólitík er að sjálfsögðu
ekki ný pólitík en hugarfars-
breyting sem stærsta vopnið er
það. Þær Inger-Marie og Mona
vinna með börnum í leikskóla,
grunnskóla og allt upp í háskól-
ana og vinnan miðar að því að
fólk fái trú á sjálft sig og sína
heimabyggð. Þetta er atvinnu-
átak sem beinist aðallega að því
að konur nái að hasla sér völl í
atvinnulífinu enda þótt frysti-
húsið þurfi ekki á þeim að
halda sökum vélvæðingar. „Við
hjálpum t.d. konum sem hafa
átt sér eitthvert tómstundar-
gaman við að gera þá iðju að
aðalatvinnu sinni. Þetta getur
verið alls kyns handverk og í
Noregi höfum við nú þegar
skapað íjölmörg ný störf með
þessum hætti“, segir Inger-
Marie. „Þetta er ekki dýrt því
vinnan er fljót að borga sig en í
Noregi fær fólk styrki til þess að
byrja og þannig stuðlar samfé-
lagið að byggð alls landsins.
Tökum sem dæmi 500
manna bæ sem byggir lífsaf-
komu sína á fiskverksmiðjunni.
Þá eru keyptar nýjar vélar og
55 konur verða atvinnulausar.
Pólitikusarnir gera ekkert en
halda að konurnar muni samt
sem áður verða um kyrrt. Auð-
vitað fara þær ef ekkert er að
gert. í samskoíiar dæmi og
þessu gripum við inn í og
studdum handverk og skólann í
bænum og þær konur sem vildu
fara fóru en hinar hösluðu sér
völl á nýjan hátt.“
Að læra um
sína heimabyggð
Þetta er hinn beini liður í því að
halda fólki í strjálli byggðum en
mikilvægasti þáttur verkefnis-
ins er fræðsla. AUir skólar í
Tromsfylki taka þannig þátt í
verkefninu og segir Inger-Marie
að kennararnir hafi nú þegar
gert heilmikið
til þess að
krakkar sem
koma frá litlum
stöðum læri að
meta sína
heimabyggð og
þá vinnu sem
þar fer fram.
„Við komum
báðar frá litlum
sjávarplássum,“
segja þær „og
þegar við vorum í skóla þá
lærðum við ekkert um fisk og
fiskvinnslu. í rauninni hefur
kennsla miðað að því að segja
börnunum að ef þau vilja læra
þá fari þau líka burtu. Því í
heimabyggðinni sé ekkert fyrir
þau að gera. Þetta er auðvitað
alrangt og auðvitað á að gera
veg sjávarútvegsins og annarr-
ar starfsemi sem fram fer í litlu
plássunum meiri í skólunum. í
þessu verkefni okkar eru menn
lika fljótir að sjá hve miklu
þetta fær breytt og sjómenn
hafa t.d. verið duglegir við að
vinna með okkur, bæði við að
uppfræða krakkana og okkur."
Alls staðar
hægt að hafa það gott
„Fyrir utan fræðslu í leikskólum
og skólum höfum við unnið með
atvinnulausum og fólki í at-
vinnulífinu. Þetta hefur gengið
mjög vel en síðan á eftir að sjá
langtímaárangurinn þegar leik-
skólakrakkarnir eru orðnir full-
orðnir. Þá von-
andi hafa ýms-
ar áherslur og
gildi breyst. Það
er t.d. ekki
sjálfgefið að við
byggjum á gild-
um Evrópusam-
bandsins enda
ísland og Nor-
egur utan þess.
Efnahagssjón-
armið eru þar
ráðandi en við viljum líka
benda fólki á aðra þætti sem
geta ráðið því hvort fólki líður
vel og hvar því líður vel. Við
spyrjum t.d. hvort það sé eitt-
hvað athugavert við að vilja
vinna að grósku og uppvexti
sinnar heimabyggðar án þess
að það beri með sér beinan og
skjótan hagnað fyrir einstak-
linginnn. Jakkafatakarlarnir
spyrja reyndar alltaf hvort það
megi græða á slíku og við segj-
um já því það er töluverður
samfélagslegur bati sem felst í
verkefni sem þessu og það er af
hinu góða fyrir einstaklinginn.
Við viljum því innleiða þá hugs-
un að það sé alls staðar hægt
að hafa það gott en að það þurfi
stöðugt að vera á höttunum eft-
ir nýjum atvinnutækifærum.
Það eru tækifæri í öllum smá-
bæjum.“
Ekkert ómerkilegt
Á íslandi heimsóttu verkefnis-
stjórarnir norsku Norræna hús-
ið, Árnastofnun, menntamála-
ráðuneytið, Vinnuskólann, Sjáv-
arútvegsdeild Háskólans á Ak-
ureyri og fleiri staði. „Kannski
er megin munurinn á íslandi og
Noregi sá að það hefur komið
bein skipun að ofan í Noregi um
að unnið skuli að því að
viðhalda byggð á strandlengj-
unni. En það þarf samt verkefni
sem þetta því stjórnvöld virðast
til lengri tíma ekki hafa áhuga
á öðru en framleiðslu og hagn-
aði. Ef fólk á íslandi vill að það
séu byggðir á sem flestum stöð-
um verður að fara að gera eitt-
hvað í því. Við setjum peninga í
þessa byggðastefnu og vonandi
verður svo áfram. - En til þess
að þetta takist þarf hugarfars-
breytingu, fólk verður að trúa
því að það að vinna að uppvexti
smábyggðar sé gott og að vinna
í fiski eða við fisk sé ekki
ómerkilegra en hvað annað.“
-mar
„í rauninni hefur
kennsla miðað að
því að segja börn-
um að ef þau vilja
lcera þd fari þau
líka hurtu.((