Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 2
STEFÁNSDC'nTIR Vantar þig ráð? Viltu spyrja um eitthvað? Vigdís svarar í símann þriðjud. - fimrntud. kL 9-10 f.h. Vantarþig eitthvað? Viltu skipta eða gefa? Flóamarkaðurinn er fyrir þig! Það kostar ekkert að hringja. Sími: 563 1629 Faxnúmer: 551 6270 Tölvupóstfang: Vissir þú tj þetta? Cl JJCl/O Ct OCJ CLO • Það eru meira en 2.5 milljón möguleikar á gjöf í poker. • Ef krani lekur einum dropa af vatni á sekúndu, eyðast við það 2700 lítrar af vatni á ári. • Krabbi nokkur hefur níu augu og blátt blóð í æðum. • Leonardo Da Vinci fann upp skærin. • Kettir geta gefið frá sér um hundrað mismunandi hljóð, en hundar aðeins tíu. • Börn fæðast án hnéskeija. Þær myndast á aldrinum milli 2ja og 6 ára. • Margar tegundir ham- stra blikka aðeins öðru aug- anu í einu. • Hæsti punktur í Pennsyl- vaníu er lægri en lægsti punktur í Colarado. • Aðeins ein manneskja af tveimur billjónum verður eldri en 116 ára. • Um 100 milljón tré eru felld til að búa til pappír sem fer í ruslpóst í Bandaríkj- unum á hverju ári. • Meira en 90% stúdenta í Ameríku segjast nota tölvu- póst, en aðeins 64% segjast nota tölvu. • Mannsaugu eru í sömu stærð frá fæðingu til dauða. • 3. janúar ár hvert, er jörðin um 9 milljón km. nær sólu en 4. júlí. Portkeri og Fagridalur Þórhallur spurði um merkingu orðsins Portkeri, notað sem starfsheiti eða eitthvað slíkt. Hann rakst á það í minningagrein fyrir nokkrum árum en hefur ekki getað fundið merkingu þess. Eftir að hafa leitað í öllum orðabókum og spurt allmarga fróða menn og konur, þar á meðal orðabókanefnd, varð ég að játa mig sigraða í þessu máli. Orðið finnst hreinlega ekki. Því er spurning hvort orðið hefur verið búið til af viðkomandi eða hvort það hefur einfaldlega verið rangt skrifað. Viti einhver lesandi betur, þá er hann vinsamlega beðinn um að hafa samband við Dag Tímann. Þórhallur vildi líka vita hvar hægt væri að nálgast sögur og sagnir um Fagradal hjá Fagradalsvatni austur af Laugarvatni. Það virðist ekki vera mikið til um þennan dal, en helst hefur verið bent á Sunnlenskar sagnir. Vettlingabókin Spurt var um hvort og hvar hægt væri að fá bók sem gefin var út fyrir nokkrum árum og heitir Vettlingabókin. Að líkindum er hér um að ræða bókina „Tvíbanda vettlingar“, sem gefm var út af Heimilisiðnaðarfélagi íslands árið 1981. í henni er að finna margar uppskriftir af tvíbanda vettlingum, sem unnar eru út frá gömlum vettlingum í safin Heimilisiðnaðarfélagsins, af Kristínu Schmithauser. Bókin fæst hjá félaginu og er síminn þar 551 7800. Einnig er hægt að nálgast hana í bókasöfnum. Ráðagóða hornið Að þessu sinni eru hús- ráðin gömul og gegn. Þau eru úr bókinni „Hvernig get ég sparað peninga“, sem gefin var út árið 1937 af Jakobi Rucert, prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. En hér koma ráðin, sem eru af ýmsum toga og sum eru kannski svolítið skrítin í okkar augum. Útrýming mels. Appelsínuhýði er sett í fell- ingar á stoppuðum húsgögn- um - eða þar sem melur er og sett í smá poka og hann svo hengdur upp í klæðaskápinn. Fótraki og sviti undir höndum. Takið meðalstóran lauk, skerið hann í tvennt og núið iljar og aðra staði er svitalykt leggur af með laukpörtunum, kvöld og morgna. Árangurinn verður undraverður. Hárlos og hárflasa. Kakósmjör 1/8 úr pundi er blandað með nokkrum drop- um af baðmolíu eða viðarolíu. Blanda þessi er góð við slrku og eykur hárvöxtinn. Líkþorn og hörð húð. Á kvöldin, áður en gengið er til hvílu, er strokið yfir lík- þorn og harða húð, með grænsápu. Á morgnana skal svo taka sér heitt fótabað. Ef góður árangur næst ekki strax, skal þetta endurtekið. Mygla á blautum veggjum. Myglu sem oft kemur á þá veggi sem eru rakir er auðvelt að yfirstíga. Blandið saman við 5/6 af spíritus, 1/6 af saltsýru og vætið svo mjúka tusku í þessum lút og núið yfir myglublettinn. Myglan hverfur strax og veggiriúr mygla ekki í langan tíma á eftir. Að halda lökkuðum og mál- uðum gólfum glansandi. Hægt er að halda lökkuðum og máluðum gólfum glansandi með því að strá á þau einu sinni í viku, hálfþurrum kaffikorg. Þá skal láta korginn vera á gólfinu dálitla stund, en setja svo mjúkt stykki utan um gólfskrúbbinn og nudda gólfið vel og sópa svo korginum saman. Brak í skóm. Til að ráða bót á hinu leiðinlega braki í skóm, þarf ekki annað en að bera nokkra dropa af heitri olíu, helst línolíu, meðfram sólanum og láta það þorna vel inn í saumana. Brakið hverfur alveg og sólarnir halda betur. Akureyri 24.-31. ágúst Um 200 verkefni bárust til lög- reglu sl. viku og má því segja að vikan hafi verið frekar ró- leg. T.d. gerði lögreglan ekki nema ljórar skýrslur um árekstra en að vanda var nokkuð um að slík mál væru afgreidd með tjónaskýrslu af ökumönnum sjálfum. Síðdegis á sunnudag varð umferðarslys á Drottningar- braut við Þórunnarstræti er bifreið og mótorhjól rákust saman. Var ökumaður hjólsins fluttur á FSA en meiðsli hans reyndust ekki vera alvarleg. Allir töldu sig geta ekið Eins og vanalega voru ýmis um- ferðarlagabrot stór þáttur í Iög- gæslunni og voru 48 manns kærðir fyrir hin ýmsu brot. Þar má nefna að 15 voru kærðir fyrir of hraðan akstur, 3 fyrir að nota ekki bílbelti, 3 fyrir að aka án lögboðinna ljósa og 3 höfðu ekki ökuskírteini með- ferðis. Þá var einn að aka þrátt fyrir að hann nafi verið sviptur rétti til aksturs. Og annar ók án þess að hafa öðlast rétt til slíks. Sá lenti í árekstri og ók á brott en náðist fljótlega og viður- kenndi brot sitt. Brenndi bara skrjóðinn Númer voru tekin af sex bif- reiðum vegna vanrækslu á skoðun og af einni bifreið tók lögregla númer þar sem henni þótti ástand bifreiðarinnar vera frekar bágborið. Sú ákvörðun virðist hafa verið á rökum reist því kvöldið eftir var tilkynnt um að bifreið væri að brenna við veg að öskuhaugunum og var þar um að ræða fyrnefnda bifreið. Eru líkur leiddar að því að eigandanum hafi vaxið í augum viðgerðarkostnaðurinn og ákveðið að farga bifreiðinni með þessum hætti. Ekki skýrslufær Ölvun var ekki mjög mikil um helgina enda veður farið að kólna og því færra fólk á ferli eftir dansleiki. Aðfaranótt laugardags var ráðist á mann í miðbænum og hann sleginn í götuna og að sögn vitna sparkað í hann liggj- andi. Var talið að þar hafi 2-3 piltar verið að verki og er málið í rannsókn. Sá er varð fyrir árásinni var fluttur á slysa- deild með áverka á andliti en fékk að fara heim eftir að- hlynningu þar. Aðfaranótt sunnudags var allstór rúða í Borgarbíó brotin en ekki var farið inn að því er séð varð. Þá sömu nótt var mikið ölv- aður maður tekin við akstur bifreiðar skammt utan við Ak- ureyri.Var hann svo ölvaður að ekki reyndist unnt að taka af honum skýrslu fyrr en hann var búin að sofa úr sér vímuna í fangahúsinu. Fátt gott Rannsóknarlögreglumenn sátu ekki auðum höndum og upp- lýstu á einu bretti 21 mál um helgina, þar af 18 innbrot, 2 fíkniefnamál og eitt réttinda- leysi við akstur. Var hér um nokkuð langt samansafn mála frá þessu og síðasta ári að ræða og eins og oft vill verða upplýsast slík mál gjarnan í lot- um. Stærstu málin sem upp- lýstust voru innbrot í Kjörbúð- ina í Kaupangi frá því í júlí s.l., þar sem brotist var inn í pen- ingaskáp og stolið verðmætum fyrir um 700 þúsund krónum, og innbrot í Gúmmívinnsluna hf. í sumar þar sem stolið var peningaskáp með allmiklum verðmætum. Önnur innbrot voru smærri í stigum. Alls komu 11 einstaklingar við sögu í þessum málum og tengdust með mismunandi hætti. Samkvæmt venju verður ekki fjallað um góðu fréttirnar hér enda þykir slíkt víst lélegur fréttamatur. IS Reykjavík 29. ágúst -1. sept. Töluvert annríki var hjá lögeglu þessa helgi. Alls voru 348 mál fær til bókunar. Höfð voru af- skipti af 45 aðilum vegna ölv- unar. Kynþáttfordómar Lögreglu var tilkynnt um 18 eignarspjöll um helgina. Skemmdaverk voru unnin er slagorðum með kynþáttafor- dómum var sprautað með málningu utan á Háteigskirkju. Lögreglu er kunnugt um fimm líkamsmeiðingar um helgina. Til ósættis kom milli bræðra utan við skemmtistað. Þegar dyravörður reyndi að skilja mennina að réðust þeir að hon- um og bitu. Þeir voru farnir er lögreglan kom en skömmu síð- ar voru sömu menn með há- reisti á slysadeild og réðust þar að starfsfólki. Þeir voru hand- teknir og fluttir í vörslu lög- reglu. Unglingahópar 4 ára stúlka féll í tröppum strætisvagns og varð að flytja hana á slysadeild. Um helgina bar nokkuð á því að kvartað væri undan hópum unglinga sem safnast saman. í sumum tilvikum eru unglingar undir áhrifum áfengis, en svo er ekki í alltaf. Algengara er að þegar lögreglan er kölluð til að unglingarnir séu prúðir og ekkert út á framkomu þeirra að setja. „Ég á þetta dót“ Lögreglu var tilkynnt um 11 innbrot um helgina. Karlmaður var handtekinn er hann hafði brotist inn í íbúð í miðbænum. Hafði brotamaður týnt til það verðmætasta og gerði sig líklegan til að kasta eign sinni á hlutina er eigand- inn kom á staðinn. Sá gerði lög- reglu aðvart og var brotamað- ur handtekinn. Átta ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um að aka bifreiðum undir áhrifum áfengis. Þá voru 11 umferðaróhöpp en ekki slys á fólki í þeim.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.