Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 02.09.1997, Blaðsíða 7
^Dagur-®úmmt Þriðjudagur 2. september 1997 - 19 KONGALIFIÐ I LANDINU Díana lifði fyrir syni sína, þá William og Henry. Díana prinsessa afWales er sárt syrgð um allan heim. Hin geðþekka og hjarta- hlýja prinsessa ávann sér virðingu allra sem fylgdust með störfum hennar í þágu mannúðarmála. Ilún var, eins og Nelson Mandela sagði, einn besti sendiherra sem Bret- ar hafa átt. Prinsessan átti gnægð aðdáenda hér á landi og ijölmargir þeirra hafa lagt leið sína í breska sendiráðið til að skrá nöfn sín í minningabók sem þar liggur frammi, og hundruðir blómvanda hafa ver- ið lagðir á tröppur sendiherra- bústaðarins. Dagur-Tíminn náði tali af nokkrum aðdáendum prinsess- unnar og leitaði viðbragða þeirra við hörmulegu láti henn- ar. Rósa Ingólfsdóttir, hönnuður: „Hún þráði eðlilegt líf!“ „Þegar ég frétti lát Díönu þyrmdi yflr mig líkt og þegar ég var barn og fréttin barst af morðinu á John F. Kennedy. Dí- ana kom mér afskaplega vel fyrir sjónir og ég hafði mikla samúð með henni. Hún var fyrst og fremst kona sem þráði að eiga eðlilegt líf eins og aðrar manneskjur, en var allt frá gift- ingu fangi hlutskiptis síns. Ifún barðist fyrir málefnum sem skipta máli og skilaði sínu van- þakkláta hlutverki af andlegri reisn, þrátt fyrir vera oft á barmi örvæntingar. í mínum huga drápu fjöl- miðlar Díönu prinsessu. Ég vona að í framhaldi fari fram umræða um hlutverk ijölmiðla sem muni leiða til þess að fjöl- miðlasiðblinda vaði ekki lengur uppi.“ Jón Valfells, upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins: „Húnvissiað hún var 1jölmiðlastjama!“ „Það sem kom mér helst á óvart í stuttum kynnum við Dí- önu var látleysi hennar og ein- lægni. Einlægnin var reyndar helsti styrkur hennar. Á vett- vangi mannúðarmála stóð hún sig frábærlega. Hún náði einkar góðu sambandi við þjáð og veikt fólk, talaði aldrei niður til þess, heidur lét sér annt um það og ræddi við það sem jafn- ingja. Þetta skynjaði almenn- ingur og því þótti honum vænt um Díönu. Díana vissi að hún var íjölmiðlastjarna og notfærði sér stöðu sína á réttan hátt til að láta gott af sér leiða. Barátta hennar hefur til dæmis skilað því að bresk stjórnvöld hafa bannað framleiðslu og útflutn- ing jarðsprengna. Vandinn er vissulega ennþá fyrir hendi en vegna baráttu Díönu er al- menningur á Vesturlöndum mun meðvitaðri um hann en áður.“ Jim Smart, Ijósmyndari: „Hún var góður sendiherra!“ „Díana var góður sendiherra bresku þjóðarinnar. Hún var eins og af öðrum heimi og kom sem ferskur blær inn í drunga- lega konungsijölskyldu. Þrátt fyrir óhamingju í einkalífi bar hún með sér gleði og birtu, og henni tókst að láta ákaflega margt gott af sér leiða. Ég hef verið í sambandi við íjölskyldu og vini á Bretlandi og okkur finnst öllum eins og við höfum misst nákominn ættingja. Mér líður eins og mér leið þegar John Lennon dó, ég var dasað- ur og grét. Heimurinn hefur misst mikilhæfa konu.“ Guðlaugur Tryggvi Karlsson, fulltrúi; „Hún var álfadrottning!“ „Díana var álfadrottning, sam- viskusöm og yndisleg. í einkalífi voru örlögin henni andsnúin. Hún var staðföst í sinni ást en varð fyrir því áfalli að fortíð var fyrir í lífi eiginmannsins. Henn- ar útrás fólst í því að sinna börnum sínum og líknarmálum. Ég frótti lát hennar á flugvelli í Svíþjóð með þeim hætti að ég sá farþega hnípna yfir blöðum og las fréttina yfir öxlum þeirra. Þegar ég kom upp í flugvélina voru flugfreyjurnar gráti nær. Það sama má segja um mig því ég syrgi Díönu mjög.“ Sigríður Theódóra Er- lendsdóttir, sagn- fræðingur: „Hún var tilgerðarlaus!“ „Ég hitti Díönu stutta stund á tónleikum undir Stjórn Ask- enazys, sem haldnir voru í London í mars 1985 til styrktar íslensku tónlistarhúsi. Ég var þá í fylgd með Vigdísi Finn- bogadóttur, sem sat í sömu stúku og Díana og Karl. Við Dí- ana skiptumst á nokkrum orð- um. Hún var yndisleg og falleg stúlka, sem virtist hafa áhuga á öllu sem var að gerast í kring- um hana. IJún var eðlileg og til- gerðarlaus og hafði útgeislun sem ekki er hægt að lýsa. Mér hefur oft fundist að fjölmiðlar hafi ekki sýnt henni næga sann- girni." • J.ii iliit

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.